fimmtudagur, mars 17, 2005

Well, þá er bíllinn kominn

Fórum í dag og keyptum okkur eitt stykki nýjan bíl. Liggalái.... Fengum okkur Opel Zafira 2001 model. Ógó flottur og alveg eins og nýr. Verst er þó að hann er beinskiptur og ég sem var búin að ákveða það að ég skildi aldrei aftur fá mér beinskiptan. En svona er mar minntur á það aftur og aftur að aldrei getur aldrei orðið aldrei. Er samt alveg í skýjunum með vagninn. NASCAR Svo nú eru bara íbúðarmálin eftir. Er ekki einhver þarna út sem á góða jarðhæð í vesturbænum og vill selja mér hana. ha. Það er sko ekkert grín. Það er ekkert framboð í þessum bæjarhluta. Ohhhh.
Anyways. Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í kvöld, leiðindarvinnuhelgi framundan, arg. svo ekki veitir mér af því að fara að sofa.

Yfir og út krúsarknús................. Dutch

Engin ummæli: