sunnudagur, mars 13, 2005

Er ekki komin tími á blogg

ég held það. Orðin ansi eitthvað léleg í þessu nú orðið. En það er barasta ekkert að gerast eða þannig. Fórum reyndar í dag að skoða íbúð á Hringbrautinni og o.m.g. Þvílílka holan. Og drengurinn sem á þessa holu var sko sölumaður dauðans. Hann var sko farinn að tala um það að ÞEGAR, ekki ef, við tækjum við þá þyrftum við ekki að borga hitt og þetta. En nei takk ekki fyrir okkur. Alls ekki eins og ég var búin að sjá þetta fyrir mér.Er reyndar með aðra í sigtinu á Víðimelnum sem ég ætlaði að fá að skoða um helgina. En náði ekki í fólkið í dag svo ég verð að reyna á morgun.. Svo þegar við vorum búin að skoða fórum við í Krónuna þarna vestur frá að versla og hittum þar fyrir Tóta móðurbróður Didda og vildi hann endilega að við kæmum nú við í kaffi hjá sér og Dúnu sinni. Sem við að sjálfsögðum gerðu. En eftir að við fórum úr Krónunni hitti Tóti Lilju og Dadda systir Didda og vildi líka endilega fá þau í kaffi, og að sjálfsögðu komu þau líka. Þetta varð hið besta kaffisamsæti og bara mjög gaman að hitta þau. Eldaði þennann líka dýrindis Gráðosta kjúlla af síðunni hennar Sillu í kvöld og sló hann í gegn. Bauð svo þeim skötuhjúum Sillu og John í osta og rauðvín, sem þau þáðu og svo var tekin Kani. Mikið gaman það. Ég vann. Jibbýjei.............Tók síðan þá ákvörðun í fyrradag að nú skildi frúin setjast á skólabekk á komandi hausti. Nenni ekki að vera í þessu afgreiðslujobbi að eilífu amen. Svo stefnan er sett á Skrifstofubraut í MK. Og nú bara get ég ekki beðið með að byrja. WritingSvo var drengurinn hennar mömmu sinnar fyrir því óláni i gær að brjóta á sér þumalinn og það á hægri. Fór með hann á Slysó og díses kræst. Það var troðið. Við máttu gössovel og hanga þarna í rúmlega 3 klukkutíma. Ekki alveg minn tebolli. Svo nú er hann með gips spelku og svo var hann svo gáfaður að hann hélt að nú fengi hann sko bara frí í skólanum, því að nú gæti hann ekki skrifað. En ekki er það svo gott. Crutches Rétt náðum svo til Guðnýjar og Sigga í Idolið og sjálfsögðu vann mín kona. En samt, þær voru báðar algjört eyrnakonfekt í gær. Báðar alveg æðislegar. Svo nú er að sjá hvor þeirra verður vinsælli.. Það virðist brenna við að annað sæti nái lengra. Ruben og Klay. Kalli Bjarni og Fimmhundruðkallinn. Jamm gaman að fylgjast með því. Stefnan sett á bíó annað kvöld með Olgu og Lonni. Ætlum að sjá Hide and seek. Mennirni okkar eru svoddan "kellingar" að þeir geta ekki horft á svona myndir. Þeir fá martröð greyin. hehehehehehe....... I Must Be Dreaming En nú held ég að ég láti þessu lokið og drífi mig í bælið.

Yfir og út krúsarknús......... Heart Glasses

Engin ummæli: