mánudagur, febrúar 28, 2005

15

Well,well,well. Helgin liðin og heil vika framundan. Jey.... Ekki gert neitt mjög svo merkilegt þessa helgina, bara chillað og svona. Skrapp reyndar í gær með Olgu upp í Dalsmynni að skoða hunda. Hún fær aldrei nóg þessi kona. Þar varð hún ástfangin af cowowa. Veit sko ekki hvernig í asskotanum það er skrifað. Hlýtur að skiljast. Allavega hélt ég að hún ætlaði bara ekki að sleppa greyi dýrinu. Hún er sko með tvö stykki Púðlur, stelpu og strák, eina kisu, einn hamstur, einn lítinn gára og svo einn dísarpáfagauk. Skil ekki að hún nenni að bæta meira við sig. Og ekki má gleyma því að hún á líka þrjár stelpur og einn kall.. Erfðaprinsinn á þessu heimili fór í feita fýlu yfir því að mammsan hans vildi ekki kaupa hund NÚNA. Alltaf sama þolinmæðin á þeim bænum. En er svona búin að hálf lofa því að ef við fáum draumaíbúðina að þá megi hann fá hund. Hvort hann kemur frá Dalsmynni eða öðrum stað verður bara að koma í ljós. Hins vegar átti konan hund sem ég hefði alveg geta hugsa mér. En að borga 360 þúsund fyrir kelirófu, nei takk. Ekki hér. Annars gat ég ekki annað séð en að þetta væri allt voða fínt hjá þeim hjónum þarna uppfrá. Held að aðrir hundaræktendur séu bara í afbrýðissemiskasti. Puppies Keyrði svo Lilju í atvinnuviðtal í kvöld og hvar haldiði að það sé. En ekki í Vinabæ. Bingó staðnum góða. Það vill svo til að systir tengdapabba hennar sér um þetta Bingó. Jibbý..... Túrstæn kom hér í kaffi og bjór á þriðjudagskvöldið og við töluðum út í eittGossip til að verða tvö. Eða kannski talaði ég út í eitt. Og að sjálfsögðu var vinnan aðalumræðuefnið. Greinilegt að það er langt síðan ég var í vinnunni. En nú styttist í það. Mæti galvösk annann mánudag. Svo er Diddan mín besta skinn flutt næstum því í bæinn. Eða á Hellu. Svo nú get ég farið í sunnudagskaffi þangað. Aldeilis munur en að hafa hana á Breiðdalsvíkinni. Við hjónin komum við á bílasölu í dag og fundum þessa líka flottu drossíu sem við gætum alveg hugsað okkur að eignast. Verður kíkt aftur í fyrramálið, var nebbilega lokað í dag. Svo nú verðum við að fá að prufukeyra. NASCAR Liggalái... Fórum svo til Guðnýjar og Sigga eftir bílaskoðun í dag og að sjálfsögðu var farið að spá í sumarið. Stefnan sett á vestfirðina, svo nú er bara að finna gistingu, sumarbústað eða íbúð sem leigð er út í vikutíma eða svo. Ekkert er sumarið nema flakkað sem með þeim. Mar er bara orðin háður því. En nú er ég hætt í bili.
Yfir og út krúsarknús.................. Super Smiley





Engin ummæli: