föstudagur, febrúar 11, 2005

11.5

Jæja, þetta er nú meiri endemis letin í mér þessa daganna. Hef bara ekki nennt að skrifa hér nokkurn skapaðan hlut. En nú skal reynt að bæta úr því. Fór í foreldraviðtal á þriðjudaginn hjá erfðaprinsinum. Og það var aldeilis. Hann er svo duglegur, svo kurteis og svo bóngóður og svo stilltur tímum að það hálfa væri nóg. Var eiginlega að spá í hvort að við værum að tala um sama barinið. En hann var með mér svo það hlýtur að vera. Svo hann fékk smá verðlaun í gærkvöldi. Ég bauð honum í Bingó. Og hann var ekkert smá happy með það. Algjör spilafíkill alveg eins og mamman. og haldiði ekki að dýrið hafi unni 5 þúsund kall. Ég fékk reyndar Bingó líka en við vorum svo mörg um það að ég fékk bara 100 kall. Sá var nú aldeilis glaður. Clapping Hands Var að passa litla manninn í gær og hann er alltaf jafn góður þessi elska. Bara hlær og kjaftar út í eitt. Og uppáhaldið hans er Söngvaborg 3. Svoleiðis skríkir og hlær þegar spólan er sett í gang. Nú svo er komin svona fluttingarfílingur í okkur skötuhjúin. Fórum að skoða íbúð í Granaskjóli um daginn og verst er að við erum ekki sammála hjónin. Ég vil en hann ekki. Og ekki nóg með það, heldur eru engar eignir til sölu á þessu svæði. Og við viljum ekki fara annað en þangað. Svekkelsi. Reyndar er líka ein til sölu á Fálkagötunni en það ætlar að ganga illa að fá að skoða hana. Hún er í leigu og leigjandinn bara svara ekki síma. Er bara með GSM og það kemur bara talhólf. Eftir að hafa hringt svona kannski 10 sinnum lét ég eftir konunni og talaði inn skilaboð sem hún hefur ekki haft fyrir að svara. Verð bara að hringja aftur í fasteignasalann og athuga hvort hann geti ekki reddað þessu. Vil helst vera flutt fyrir næsta vetur.. Og ekkert múður.... House Fór til tannholds sérfræðingsins í dag og mátti gösso vel og punga út 16 þúsund kalli. Og svo á ég að koma aftur á föstudag í næstu viku. Þá ætlar hann að vera búinn að skoða myndirnar allar sem hann tók í morgun og fara yfir einhverjar mælingar sem hann gjörði á tönnum mínu. Sem b.t.w. var ekkert rosalega gott. En slapp. Líst bara vel á manninn, hann virðist bara vera mjög mannlegur og skilja tilfinningar mínar í sambandi við mitt "eðal" postulín. Tooth Er samt farið að kvíða fyrir því að heyra upphæðina eftir þann tíma. Dísös kræst, því í veröldinni er minn maður ekki tannlæknir, og algjör success. Kóræfing að sjálfsögðu síðasta þriðjudag og alltaf jafngaman. Saknaði samt Sillunnar minnar. Sýnist á bloggi hennar að hún sé í flensupest. Ömminja hún.. Get Well Soon Svo verð ég að fara að drífa mig í að hringja í Ríkey. Ég er orðin eins og Gilitrutt um hausinn. Jís. Og allur litur úr því gengin svo eftir standa þessi líka fínu gráu hár sem ég er svo endalaust ánægð með. Eða þannig. Hairy En nú er ég hætt þessu og býð góða nótt og eigið fallega drauma.Yfir og út, krúsarknús................................ Cupid


Engin ummæli: