laugardagur, mars 26, 2005

Jæja þá er mar komin

heim af kvöldvakt dauðans, ef svo má að orði komast. þvílík og önnur eins vakt. Hvernig er þetta annars með fólk. Er því alveg fyrirmunað að skilja það að matvöruverslanir eru lokaðar á föstudaginn langa. Búðin hjá okkur var eins og sviðin jörð eftir átök dagsins. Síminn hringdi stöðugt og maður gat bara sagt þegar mar tók tólið upp, já það er opið. Og svo var fólk voða undrandi á því að við skyldum nú ekki selja læri og hrygg,hrásalat og bernaissósu. Halló. Þetta er bensínstöð með sjoppu. Það seldist allt. Og hvernig er þetta eiginlega með þessar annars ágætu pullur. Ég hafði á tímibili ekki undan að vefja beikopullur. Beint á grillið. Ætlaði aldrei að ná því að vefja í blessuð boxin sem geyma þessa drjóla. Shit man. Og þar sem við erum nú komin undir hatt 10-11 að þá var miði í gluggum þeirra búða allar upplýsingar um það að það væri opið hjá okkur. Og að sjálfsögðu vorum við undirmönnuð, þannig að vaktstjórinn sem mætti hálf átta í morgun fór ekki heim fyrr en hálf tólf í kvöld í staðin fyrir fjögur í dag. Eins verður á sunnudaginn,þær verða bara tvær, því sorry, það fékkst engin til að koma auka inn. Og ég í einhverju helvítis góðgerðarkasti gat út veiðileyfi á mig, er bara að hugsa um að slökkva á símanum mínum á sunnudaginn. Það er sko ekki verið að gera neitt annað en að taka okkur í rass..... Hvernig stendur á því að þegar ekki er hægt að manna vaktir, að samt sé haft opið á svona degi. Er sko ekki að fatta það. Og svo segir stöðvan bara. And I cote " Ekki hringja í mig um helgina". Bíddu er ekki ábyrgðin hennar. Mér er spurn. Arrrrrgggggg. Er gjörsamlega brjáluð út í þetta lið. Og hana nú. Nóg um vinnuna. Skruppum í bíltúr á Hellu í morgun að kikka á Didduna og Lallann. Hann var reyndar ekki heima en hittum Hössa og Sævar Leon í staðin. Fínt stopp þar og gott kaffi og spjall. Og aftur að þessar ógurlegu frjósemi í ættinni. Fékk komment um það hvort ég ætli að taka þátt í þessu. Og svarið við því er blátt áfram NEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEI
er sko búin með minn kvóta. En fékk samt fréttir af einni til í gærkvöldi. Það verður ekki upplýst í þessu bloggi hver það er. En kannski fljótlega. jeyyyyyy......Ég veit soldið sem þið vitið ekki. liggaliggalái........
Alveg er ég nú hætt að skilja neitt í þessu msn-i mínum. Það er aldrei neinn tengdur þegar ég tengi mig. Skildu allir vera búnir að blokka á mig. Mér er spurt. Hmmmmm.
Harpa snúlla átti afmæli í dag, og hafði líka þessar rosa áhyggjur af því að verða fertug. Hún á sko alveg eftir að fatta það að lífið byrja fyrst þá. Tala sko af reynslu. hehehehehe.... Well my darlings, á morgun ætla ég bara að chilla hér heima og fá Öddu sköddu til að koma og óþverrast aðeins. Orðin sko örugglega þrjár vikur síðan síðast og þetta er sko ekki að ganga. Komin með fráhvörf. Góða nótt elskurnar
Yfir og út krúsarknús.....................

Engin ummæli: