föstudagur, apríl 15, 2005

21

Jæja elskurnar mínar. Sá update af stelpunni. Búin að vera á næturvöktum alla þessa viku og líkar það bara vel. Verður náttla enn betra í næstu viku. Frí í heila. Verst hvað þessu stúlka sem ég er að vinna með er eitthvað leim. Vona svo sannarlega að hún komi til þó svo að sú sem ég tók við af segir það ekki gerast. Svo er stelpan líka búin að vera rosa dúleg og fara í sund eftir hverja vakt. Og þykir það nú aftek útaf fyrir sig. Tek 300 metrana. Bæti svo við mig 100 í næstu viku og linni ekki látum fyrr en 1000 metrum er náð. Verð samt að fá mér sundgleraugu. Ég syndi eins og gömul önd með hausinn upp úr og nú er mér svoooooo illt í bakinu og hálsinum að það hálfa væri nóg. Bjó mér til stuðningshóp svo að við getum sparkað í hvor aðra ef einhver ætlar að vera með leti. Gurrý hér við hliðina og Olga urðu þess heiðurs aðnjótandi. Svo nú bera þær ábyrgð á því að ég vakni í frívikunni og drífi mig. Verðum við heitustu gellur bæjarins eða hvað. hehehe.... En nóg í bili. Þarf að drífa mig í vinnunna.
Laters......

Engin ummæli: