En og aftur. Gera það besta úr því sem við höfum. Því ef við gerum það ekki gerist ekkert.
Árshátíðin liðin og soldið þreyttur dagur í dag. Fengum mjög góðan mat og æðislegt skemmtiatriði. Heimatilbúið. Alveg frábært framtak hjá þeim sem að því stóðu. Fórum til Dóra og Dagnýjar um eittleytið í nótt og tókum spil. Byrjuðum á Pitconary og enduðum á kana. Komum ekki heim fyrr en um sex. Oh my god. Og ekki get ég þrætt fyrir það að þynku álfurinn hafið komið hér við. Æjæjæ.. Ekki strax aftur. Nú tek ég pásu. Páll Óskar og Bogomilfont voru með Millunum á ballinu. Og fá þeir fullt hús stjarna hjá mér. Mikið dansað og enn meira sungið. Annars klikkað eitthvað sætaröðunin á Broadway. Þegar við komum ásamt Ásthildi og Kidda var ekki pláss nema fyrir þrjá við borðin sem minni stöð var úthlutað. Þannig að við vorum sett hinumegin í salnum. Fengum mjög gott borð, en það hefði nú verið skemmtilegra að geta setið hjá sínu fólki. En þetta var samt mjög gaman.
Les á bloggi Lonni að það séu endalausar þrumur og eldingar þarna úti. Ég hef nú lúmskt gaman að því. Því enga þekki ég sem er veðurhræddari en þessi dóttir mín. Hún kemmst kannski bara yfir þessa hræðslu á meðan dvöl hennar stendur. Ekki væri það slæmt.
Nú er ég hætt, þarf að sofa núna strax.
Knus og kyss.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli