Og mér er orðið ljóst að ég hef lært að hemja forvitni mína með árunum og komast að því sem ég vil komast að á þann hátt að fólk fattar ekki að ég sé forvitinn. Já þetta lærist með árunum. Datt þetta svona í hug, því dag var ég að tala við Sillu í símann og Örn Aron gat ekki á heilum sér tekið fyrr en hann vissi við hvern ég væri að tala. Verð að viðurkenna það að hann hefur þessa forvitni frá móður sinni elskulegu.
Fór í Borgarleikhúsið í gærkvöldi með mömmu að sjá Chicao. Og verð nú bara að segja, það var æði.
Góður húmor, góðir söngvar og góðir leikarar. Frekar klúrt stykki, en það er alltilæ. En finnst það ekki við hæfi barna. Sá þarna eina stelpu með mömmu sinni og var hún ekki eldri en 8 til 9 ára. Skil ekki alveg tilganginn að taka svona unga krakka að sjá svona stykki. Svo er nú mikið búið að láta með hana Jóhönnu Vigdísi og hennar hlutverk, Steinunn Ólína er sko ekki með minna stykki bæði hvað varða söng og leik og var hún sko ekki síðri. Svo var ég voða GRAND á því og bauð gömlu upp á pylsu á Select og geri aðrir betur.
Og svo þessi fríhelgi mín, hún fer nú fyrir lítið. Þurfti að mæta með drengnum í keilu klukkan 11 í morgun, með bekknum. Hann kom heim með blað þess efnis að foreldra-ráðið hefði ákveðið þetta. Og bannað að senda börnin ein. Ég spyr, ef við hefðum nú bæði verið að vinna fyrir hádegið í dag, yrði hann þá að gjalda þessa og mega ekki koma. Aldrei var ég spurð.
Þetta er að verða full vinna að vera með barn í grunnskóla. Svo eru það vinahóparnir og svo á ég víst að fara á foreldrarölt um helgi og fylgjast með unglingum hverfisinns. Ég spyr, því ég, ég er með barn í 5 bekk og ekki er hann hangandi út í sjoppu um helgar. Alveg sjálsagt að gera þetta þegar hann er kominn í 8, 9 og 10 bekk, en come on ekki í 5 bekk. Svo eru bekkjarkvöld og svo er skautaferð og ég veit ekki hvað og hvað. Jísös hvar endar þetta. Maður verður bara að hætta að vinna. Allavega vaktavinnu. Kannski að mar ætti að fá sér eina uppblásna sem getur farið í minn stað..hehehe.
En hvað um það. Svo er kórinn að fara í Kramhúsið á morgun og mín rödd á að mæta klukkan hálf tvö og vera til þrjú. Beint í afmæli og svo að mæta upp í Grafarvogskirkju klukkan 19.00 og syngja í kvennamessu klukkan 20.00 og svo kaffihús á eftir. Og svo tekur vinnan við á mánudag. Það er ekki hægt að segja að mar sé aðgerðalaus þessa daganna.
Keyrðu erfaðprinsinn vestur í KR-heimili í kvöld því að það er sleep over þar. Fara í heitann pott, borða pitzu, horfa á video og meistarflokkur að koma í heimsókn. Og ekki fannst mínum það slæmt. Ætlaði sko að biðja um eiginhandaráritanir hjá öllum.....Lífið er fótbolti.
Svo fórum við hjónin og splæstum á okkur nautasteik á American Style og mmmmmmmm. Rosa góð.
Lonni er búin að kaupa Bumerang fyrir mig í henni Ástralalalílu, og það fylgja meira segja leiðbeiningar með. Ekki það að ég leiki mér mikið með, langar í svoleiðis upp á vegg. Og sonurinn var ekki alveg að skilja það að vera að fá sér svona DÓT og hengja það upp á vegg. Það líður örugglega ekki langur tími í það að hann skori á mig í keppni. Hann verður að geta keppt í öllu. Ótrúlegur keppnismaður. Vona bara að það fari ekki út í öfgar. En hann ætlar sko að verða atvinnumaður í fótbolta og spila með Man.United, og þá ætlar hann sko að bjóða gömlu út að horfa á leik. Já það er gott að eiga drauma. En hver veit, kannski rætist þessi. Kemur í ljós.
Jæja best að fara að koma sér í rúmi og kúra hjá kalli.
knus og kyss.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli