föstudagur, janúar 30, 2004

Lífið er þeim gott sem hefur eitthvað til að elska og hreina samvisku.............

Já þá hlýtur mitt líf að vera rosa gott því ég á mann sem ég elska og börnin mín þrjú eru mér dýrmætari en öll heimsinns auðæfi, og ekki veit ég til þess að ég þurfi að hafa samviskubit yfir nokkrum hlut.

Annars er ég nú óvenjusnemma á ferðinni í dag. Er að fara á árshátíð Skeljungs á eftir, sit hér með bjór og bíð eftir því að spúsinn minn klári brusebaded svo ég komist þangað. Það er ekki séns að við komumst bæði þar fyrir á sama tíma svo ég bíð og bíð og bíð og bíð. Fór áðan í fataleiðangur og fór að venju í fýlu. Finn aldrei neitt sem henntar frjálslega vöxnu fólki. Keypti mér reyndar gallapils og vesti við. Held ég fari og skili því aftur. Þegar ég var búin að máta það hér heima komst ég að því að ég leit út eins og freygáta fyrir fullum seglum. Ojojojoj. Ekki nógu gottó. Litli stubbur er farinn til afa og ömmu, ætlar að gista þar í nótt. Mikið gaman hjá þeim.

En nú er Diddi búin í sturtu svo nú þarf ég að drífa mig.
Sí ja leiter aligeiter.
Knus og kyss

Engin ummæli: