þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Mér er orðið ljóst að mest áhætta felst í því að hugsa of smátt.................61 ára

Og mér er orðið ljóst að ekki verður mikið skrifað hér í kvöld. Var svo asskoti óheppin að skera mig í vinnunni í kvöld. Á fleygiferð keyrði ég hnífinn upp á fingurgóm lögnutangar hægrihandar og yfir nöglina endilanga. Og skar hana (nöglina) í sundur eftir miðju hennar. Jís hvað það var sárt. Þannig að nú er ég með tvær neglur á þeim putta og verð bara að bíða eftir að hún vaxi niður. Skil ekki hvað hefur verið í gangi þarna í kvöld. Þorsteinn skellti kælishurðinni á löngutöng vinstri handar og ég er annsi hrædd um að nöglin detti af honum. þvílík kvöld.
Náði ekki í neinn út af þessu heimsfrelsiskorti mínu í dag, hef sennilega verið of sein. Hringi aftur á morgun og læt þá heyra það. Fann ekkert auglýsingarspjald fyrir heimsfrelsið, en fann spjald fyrir Atlas frelsi. Og þar stendur að til Ástralíu fái maður 120 mínútur. Prufa það næst. Það er meira en 14 mínútur.
Jæja ekki meir núna.
Lúlla,lúlla.
Knus og kyss.

Engin ummæli: