Og hér er ég, hin ánægðasta með söngtímann minn í kvöld. Ég er búin að vera að alla vikuna að rembast eins og rjúpan við staurinn og syngja á háu tónunum og hvað haldið þið.. Mér tókst það í kvöld. Yesssssss. Kannski að nuddið hafi líka haft eitthvað að segja. Veit ekkert um það, en þessi tími í dag var mjög góður og Magga hin kátasta með mig. En, Silla skrópaði. Hmmm. Saknaði hennar í tímanum og á æfingunni. Fékk aðra dömu upp að hlið mér, sem ég hélt hreinlega að ætlaði inn í mig. Oh my god. (hvað á að gera við drukkinn sjómann) En nú er bara einn tími eftir hjá Möggu og spurning hvort mar splæsi ekki á sig fleiri tímum. Get eiginlega ekki hugsað til þess að hætta. Þetta er ógeðslega gaman og gagnlegt líka.
Lilja kom hér í dag að þvo eins og til stóð. Ekki er ég undrandi á því að vélin hennar sé að bila. Þvílíkt og slíkt sem hún tróð í vélina hér. Þvottavélin var alveg að koksa á þessum þvotti hennar. Tók hana til bæna og benti henni á að mar setur ekki 20kíló í einu. Jísös kræst. Annars fékk ég helv... gott e-mail áðan læt það flakka með hér. Góða skemmtun.
Þið munið eftir laginu með Ruth Reginalds......... Furðuverk
Fyrir þá sem hafa gleymt textanum er hann birtur hér í smá breyttri útgáfu.
Furðuverk
Ég á augu, ég á eyru
ég á lítið brotið nef.
Ég á augabrúnir, augnalok
sem að krumpast er ég sef.
Ég á kinnar sem er'ei stinnar
og á höfði fáein hár
Ég þekki rosa fínan lækni
sem er obboslega klár
Ég á nett geggjaða mömmu
og appelsínuhúð.
Tvær hendur og tvo fætur
sem ég keypti út í búð.
Ég get hoppað , ég get dillað
Í brjóstum hef ég gel.
Ég á bakhlið, ég á framhlið
sem að strauja þarf víst vel.
Ég er furðuverk, algert furðuverk
Sem var lagað til
Ég er furðuverk, algert furðurverk
Lítið samt ég skil.
Læt þetta duga í bili.
Knus og kyss.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli