Fann aðra bók í staðin fyrir Listin að lifa. Sú heitir Mér er orðið ljóst. Hún er nokkuð skondin á köflum. Samantekt frá fólki á aldrinum 5 til 95 ára, og því sem því er orðið ljóst. Og mér er orðið ljóst að ég bulla og bulla. En það er alltilæ.
Mér var tjáð það í vinnunni í dag af mér algjörlega ókunnum manni að hann vildi vera bróðir minn. ha. Þannig var að hann vildi komast á klóið but I´m so sorry. Ekkert soleiðis fyrir kúnnann. Hann fékk sér samt pylsu og kók og iðaði fyrir framan borði og tjáði mér þá þessi sannindi. "Mikið óskaplega vildi ég vera bróðir þinn núna." Já svona getur maður eignast fullt að systkynum og öðrum skyldmennum. Bara neita því um kló-ferðir.
Komst að því nú nýlega að fleiri lesa mitt óæðra blogg en mig grunaði. Nokkrir í vinnuni. Verst að ekki er hægt að koma þessu dóti af stað og taka þá í þessu fjöri. Hvað er málið, þorið þið ekki að opna ykkur, ha, hvað eruð þið hrædd við.
Nei,nei. Bara að jóka. Vona að engin taki mig alvarlega á þessu.
En nú verð ég að drífa mig í að kaupa heimsfrelsi og hringja down under. Eitthvað eru þær farna að kvarta þessar elskur þarna niðurfrá. Drífa í því núna þegar ég er komin í helgarfrí. Yes, það er rétt, langt helgarfrí. Jey.....
Hæ hó jibbíjey, jibbíjey, ég er komin í helgarfrí.
Sendi spúsann minn í apótekið fyrir mig í dag, og bað hann að kaupa undravítamín. Og heim kom hann með Wellwoman. Og ég get svarið það að það er hreinlega allt í því. Eitt hylki á dag með mat og búmm. Mín verður heavy hress. Gaman að sjá hvort það virki.
Jónas er önnum kafinn í vinnunni þegar Magga hringir:
"Jónas minn, heldurðu að þú getir nokkuð hjálpað mér þegar þú kemur heim?" segir hún.
Jónas fær hland fyrir hjartað og fer að ímynda sér allar þær mögulegu og ómögulegu ógöngur sem Magga gæti hafa komið sér í.
"Aaa, já-já, auðvitað, elskan mín, hvað er að?"
"Jú, sko," segir Magga, "Ég var að byrja á nýju púsluspili og það er svo hrikalega erfitt! Ég er ekki einu sinni búin að finna jaðarbútana ennþá."
Vá, Jónasi létti heilmikið að Magga var ekki í neinni líkamlegri hættu og húsið ekki að brenna eða eitthvað ennþá verra.
"Sjáðu til elskan, það er alltaf mynd á kassanum af púsluspilinu til að gera þetta auðveldara. Hvað er á myndinni á kassanum?"
"Það er svona risastór hani," segir Magga.
Smá þögn.
".....Ókey, sko, settu kornflögurnar aftur í kassann elskan..."
Varð að skella þessum inn. Sá hann á síðu Árnesingakórsinns og fannst hann alveg frábær.
Held ég láti nú staðar numið og komi mér í ból.
Knus og kyss
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli