Aveg er ég sammála þessum. Ef löggan kemur aftan að mér, kíki ég alltaf á hraðamælinn, og tékka hvort ég sé ekki örugglega með ljósin kveikt. Skrítið. En svona er þetta. Hún hefur undarleg áhrif á mann þessi lögga. Og svo þetta með sírenurnar. Ég fæ alltaf í magann þegar ég heyri í þeim, og langar mest til að hringja í allt mitt fólk og athuga hvort ekki sé alltílæ með alla. Já sona er ég skrítin. En nóg um það.
Var að vinna alla helgina, eins og þið að sjálfsögðu vitið og svo var ég að vinna fyrir Klemens í kvöld. Haldiði ekki að hann hafi bara ekki skutlað sér til Köben á föstudaginn og kemur annað kvöld. Algjör sæla. Hlakka til að heyra ferðasögur, vonandi eitthvað krassandi. hmmm....
Var að vinna með Bryndísi í gær, sem er sosum ekkert í frásögur færandi, nema að hún er lærður nuddari og vinnur sem slík. Og hún tók mig í gegn. Og upplýsti hún mig um það að ég væri með bullandi bólgur í andlitinu. Aldrei hefði mig grunað það að hægt væri að vera með vöðvabólgu í andlitinu. Semsagt, fékk nudd frá höfði og niður á axlir og bakið líka. Og ég get svarið það að ég hélt ég myndi ekki meika þennann dag. Svo gjörsamlega að drepast. Gat varla verið í brjósthaldaranum, böndin meiddu mig svo á öxlunum. En ég varð að sjálfsögðu að bíta á jaxlinn, því ekki er þorandi að hafa þessi tvö laus. Nó vei hósei...... Svo kom hún á næturvakt núna áðan og tók aðeins á mér aftur og spreyjaði einhverju voða fínu spreyi á axlir og bak. Og nú er ég orðin nokkuð þokkaleg aftur. Hlakka til að sjá hvernig ég verð þegar ég vakna á morgun. Hitti hana svo aftur á miðvikudagskvöldið og kannski ég dobli hana til að taka á ANDLITINU. Kannski þarna sé komin skýring á því hvað ég stífna orðið í kjálkum þegar ég syng.
Baldurinn hennar Lonni kom við hjá mér í vinnuna í kvöld. Snæddum saman og svo dró ég hann með mér í smókpásu. Hann er nú ekki nógu ánægður með elskuna sína núna. Búinn að hjálpa henni í gegnum msn að setja upp forrit til að setja inn myndir og samt eru engar myndir komnar. Skamm, skamm, Lonni mín. Drífa í þessu. Við erum búin að bíða nógu lengi.
Svo er þvottavélin eitthvað að stríða Lilju minni. Hún ætlar að koma hér á morgun og þvo og þurka. Þau eru víst alveg orðin fatalaus greyin, ekki gengur það. Kannski þau fari bara í tunnurnar með þessu áframhaldi.
Svo kóræfing á morgun og söngtími hjá Möggu. Hlakka til þess. Já það er alltaf gott að hafa eitthvað að hlakka til. Svo nú ætla ég að fara að lúlla á koddann minn, lesa aðeins í Ísfólkinu fyrst og láta mig svo dreyma um háu tónana sem ég ÆTLA að koma frá mér á morgun.
Knus og kyss..
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli