þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Smá nokkrar línur. Frekar slöpp á því. Fékk þessa líka dýrindis ælupest síðustu nótt og komst þess vegna ekki í söngtíma né á kóræfingu. Frekar fúlt það. Er nú samt öll að hjarna við og mæti galvösk í vinnu á morgun.
Held ég sé að gefast upp á þessari bók lífsinns. Var að glugga aðeins betur í hana og komst að því að þetta er óttalega væmin bók og svo eru þetta bara endurtekningar upp aftur og aftur. Veit ekki hvað ég á að gera við þessa fyrirsagnarlínu.
Finn eitthvað út úr því.
Gaman að strákunum í dag. Þeir voru að fara á fótboltaæfingu og þurftu að taka strætó. Sem er svo sem ekki í frásögur færandi, nema að þeir eru að fá hvolpavitið þessar elskur. Úðuðu á sig rakspíra eða herra ilmvatni sem þeir hafa ötulega safnað í apótekum og snyrtivöruverslunum. Sníkt prufur og svoleiðis. Svo hér ilmaði heldur betur í dag.

Tókuð þið eftir því að nú er liturinn á letrinu öðruvísi. Já, ég var að fikta. Þarf endilega að verða mér út um svona kóda yfir litina. Þetta var ekki alveg liturinn sem ég var að leita að. En læt hann duga í bili.

Lilja kom hér í dag og neitaði að fara heim nema hún fengi að borða fyrst, svo við hringdum í Baldur hennar og sögðum hönum þá að koma líka, svo að við losnuðum við Lilju. Og í matinn var (og þetta er fyrir Lonni í Aussie) KJÖT Í KARRÝ Jamm, það er það besta sem hún fær, en missti af því núna. æjæjæj.

Jæja ekki meir í bili.
Knus og kyss

Engin ummæli: