Jæja þá fer að styttast í föstudaginn og við mamma ætlum að fara saman að sjá Cicago. Hlakka mikið til þess. Er algjör leikhús fíkill og gæti þess vegna séð hver einasta stykki sem sýnt er.
Hitti Lonni mína á msn-inu í hádeginu í dag. þá var hún á leið í rúmið. Var að enda við að blogga og allt fór í vitleysu hjá henni greyinu. Hún var frekar fúl yfir því og nennti enganveginn að laga það. Sjáum til hvort hún nenni því í dag.
Svo er eitthvað vesen í skólanum hjá junior. þarf að mæta með honum í fyrramálið. Ég hef þetta nú bara second hand, en hann var víst eitthvað dónalegur við að mér skildist námsráðgjafann, sem var að skamma hann fyrir að sparka í hurð. Og hann þ.e. junior var fúll yfir því að hann var bara skammaður en ekki vinur hans sem sparkaði víst líka í hurðina, en hann var ekki staðinn að verki. Held þetta sé einhvern veginn svona. Kemur betur í ljós á morgun.
Fékk aftur smá nudd í kvöld. Og er bara ekki frá því að ég sé að linast eitthvað. Eins gott að halda þessu áfram. Ótrúlegt hvað mar þarf alltaf að vera orðin slæm af verkjum áður en eitthvað er gert í málunum. En hingað og ekki lengra. Nú verður þetta tekið með trompi og klárað. Og svo væri náttúrulega ekki vitlaust að halda þessu við með því að fara í einn nuddtíma í mánuði eða svo. Hinnsvegar varð ekkert úr andlitsnuddi í kvöld eins og ég hafði hugsað mér. Bæti vonandi úr því annaðkvöld. Hitti hana aftur þá. Skil bara ekkert í því að nuddarar skuli ekki vera í sjúkrasamlaginu. Þetta kostar sko krónur tvær á bak við kletta. Ég fór einu sinni í 18 nuddtíma á stofu sem var í Hátúninu, hjá þessu þýska sem ég get ómögulega munað í augnablikinu hvað heitir, en hann var í samlginu og er eini nuddarinn sem hefur komist þangað inn. Og ég ætla bara ekki að segja ykkur hvað þetta var gott. Þegar ég fór í byrjun var ég það slæm að ég gat ekki lyft höndunum upp, en eftir þessa 18 tíma var ég góð í mörg ár á eftir. Eihverntíma var ég send til sjúkraþjálfara og það var bara ekki að virka fyrir mig. Líki þessu tvennu ekki saman. En mér skildist á Bryndísi að það væri verið að vinna í þessum málum og að nuddarar ættu að komast inn á næstu 2 árum. Húrra fyrir því, þó fyrr hefði verið.
En mínir elskulegir lesendur nú er klukkan orðin alltof margt og ég þarf í bólið núna svo ég vakni með junior á morgun.
Knus og kyss.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli