föstudagur, febrúar 27, 2004

Mér er orðið ljóst að sama hvað ég fæ í kvöldmat, samt fæ ég mér hnetusmjör úr krukkunni fyrir svefninn.........48 ára

Og mér er orðið ljóst að það er einhver þarna upp sem vill að sæmdarhjónin á þessu heimili fari að hreyfa sig og minnka ummálið allverulega. Enda svosem kominn tími til.
Það gerðist nefnilega soldið skondið núna á þriðjudaginn. Haldiði ekki að við hjónin hafi ekki unni frí tíma í Hreyfingu. Ég fékk mánaðarkort en bóndinn fékk árskort og sonurinn var ekki undanskilinn. Hann fékk mánaðarkort. Ekki það að hann hreyfi sig ekki nóg. En svona var þetta. Tókum þátt í einhverjum leik í sambandi við Toppinn (drykkinn) og unnum öll. Ég hef nú bara aldrei vitað annað eins. Held nú samt að drengurinn megi ekki nota þetta kort, hann er sjálfsagt of ungur. Nú þá læt ég bara skrifa það á mig. En ég ætla bara ekki að segja ykkur hvað við vorum hissa. Við höfum aldrei unnið í svona leikjum áður. En einu sinni er allt fyrst. Gaman, gaman. Svo nú er bara að fara að hreyfa sig.


Einhver fyrirspurn kom um með þetta mál í skólanum, sem ég minntist á um daginn. Og þannig var þetta.
Örn og Anton eru að ýta á hurðina af kennslustofunni og kona sem kemur í bekkinn og hjálpar til var að reyna að komast út. En þei ýttu á svo hún komst ekki. En svo fer Anton frá og konan kemst út og sér þá bara Örn, og grípur í töskuna sem hann var með á bakinu og ætlar að tala við hann, en hann vildi ekki tala við hana og rífur sig lausan, og um leið og hann losnar gerist þetta sem hleypti öllu í uppnám. Hann hvíslaði út úr sér "tík", en því miður fyrir hann þá heyrði hún hvað hann sagði og leist ekki á blikuna. Svo hann þurfti að mæta með mér og biðjast afsökunar. Sem að minni hálfu var að sjálfsögðu það eina rétta í stöðunni. Það á ekki að láta börn komast upp með svona munnsöfnuð. Elsku kallinn var nú ekki borubrattur þegar við mættum. En hann stóð sig með prýði, tók í hönd konunnar og baðst afsökunnar., Og lofaði að segja aldrei svona ljótt aftur. Svo er bara að vona að hann standi við það. Annars er alveg ótrúlegur munnsöfnuður á þessu ungviði í dag. Botna bara ekkert í því að þetta skuli vera svona.


Setti inn nýjann link núna áðan. Harpa er orðin algjör kisumamma, með 3 kisur. Einn venjulegann heimiliskött og 2 Abbysiniuketti. Úff skildi þetta vera rétt skrifað. Svo endilega skoðiði síðuna hennar sem hún er að smíða í kringum kisurnar sínar. þeir eru voða sætir. Og svo er bara að fá hana til að byrja að blogga. Gæti alveg trúað því að hún sé skemmtilegur penni. Áfram Harpa.......


Svo er næs fríhelgi framundan. Gera ekki neitt, nema dekra við sjálfa mig. Er að fara í fótsnyrtingu í fyrramálið og svo í klippingu seinni partinn . Og svo saumó um kvöldið hjá Sússý frænku.

Jæja læt þetta duga, Lonni var að koma inn á MNS-inu og ætla að kjafta aðeins við hana.
Knús í krús.

Engin ummæli: