laugardagur, febrúar 07, 2004

Mér er orðið ljóst að margt er mér ekki enn orðið ljóst..................... 92 ára

Og mér er orðið ljóst að ég hata þetta frost. Ég er gjörsamlega að drepast úr kulda. Íbúðin mín er ísköld og gengur frekar illa að hita hana upp. Brrrrrrrr. Hringdi í Lonni áðan og bara helv... fúl út í þetta Heimskorta drasl. Allt upp í 200 mínútur stendur á kortinu og lofar góðu. Þegar ég svo náði sambandi við númerið kom kerling í símann og sagði að ég ætti 23 mínútur eftir á kortinu. Ok. Það varð bara að duga. En nei, efti 14 mínútur slitnaði símtalið og ég reyndi aftur, en nei takk, inneignin búin. Ég ætla sko að hringja í þetta fyrirtæki á mánudaginn og KVARTA.. Arg. Hrikalega varð ég pirruð. Já þeir skulu sko fá að heyra það.
En nóg um það. Það var voða gott að heyra í Litlu stúlkunni með eldspýturnar. Henni líður voða vel þarna niðurfrá og hitinn fer bara mjög vel í hana. Allavega er hún voða glöð að sleppa við þennann frostakafla hér á klakanum. Frostið fer svo illa í hana. Fær spasma og verki. Ekki gott. Verði henni bara hitinn að góðu og komi hún fílelfd til baka. Öll mjúk og fín.
Eftir að það slitnaði hjá okkur hringdi Rúna til baka og talaði aðeins við mig. Mikið fannst mér gott að heyra í henni. Og svo heyrði ég kvabb í Agli á bakvið. Verst að nú kemur upp söknuðurinn aftur. Jís það sem ég grenjaði þegar þau fóru út. Hélt hreinlega að ég myndi ekki hætta. Grenjaði alla leiðina heim frá því að kveðja þau og sá vart hvert ég keyrði. Mér þykir svo mikið vænt um þau öll. En nú er nóg komið af þessari væmni.
Annars verður Lonni komin heim áður en mar veit af. Tíminn er svo ótrúlega fljótur að líða. Stax eru liðnar 2 vikur og bara 4 vikur eftir.
Annars ætti ég kannski að drífa mig í álíka nudd og Sillan fór í. Ég get ekki betur séð á bloggi hennar að hún hafi fyllst fítonskrafti og þrifið allt húsið. Ég er gjörsamlega að drepast úr leti og aðgerðarleysi. Nenni barasta ekki að laga til og þrífa. Gerði tilraun í herbergi prinsinns um daginn og mér hreinlega féllust hendur, settist á rúmið hanns og tilkynnti að ég bara höndlaði þetta ekki. Fór fram og settist fyrir framann imbann og hætti að hugsa um þessa ruslakompu. Annars er ég ekki frá því að í mig sé að færast einhver kraftur úr þessu Wellwonan dæmi. Bíða og sjá til eftir nokkra daga. Kannski að það verði hvítur stormsveipur Ajax sem arkar hér um þá.
Ég hringdi meirasegja í Bóa bróður og kjaftaði slatta við hann. það var nú heldur betur kominn tími til. Hef ekki heyrt í honum í margar vikur. Svei og skömm. Hann var bara hress, talaði líka aðeins við Gyrðir Örn og að sjálfsögðu lágu honum gamanyrði á tungu eins og ævinlega. Skemmtilegur strákur þar. Svo á hann að fermast nú um páskana og þá verður maður að leggja land undir fót og skreppa á Svalbarðseyrina og sjá prestinn blessa drenginn.

Ég gleymdi að sjálfsögðu að hringja og athuga með sumarbústaðinn fyrir saumó. Ég og mitt skammtímaminni. Verð að muna eftir því á mánudag. Kannski ég ætti að setja það í símann minn og láta hann minna mig á. Held að það sé það eina sem dugar. Jæja nú get ég ekki meir er orðin loppin á puttunum og slæ endalausar vitleysur svo þetta verður að duga þar til næst.
Knus og kyss.

Engin ummæli: