fimmtudagur, janúar 01, 2004

Well my darlings. Þá er mar orðin endanlega bilaður. Sit hér klukkan sjö að morgni nýársdags að blogga. How sad can it be. En það er sko ekkert sad about it. Var að koma heim eftir alveg hreint frábært kvöld hjá mömmu og pabba og nótt hjá Maggie Dís föðursystur minni. Byrjuðum kvöldið sem fyrr segir hjá ma og pa. Fengum þar rosa góðann svínabóg með obboslega góðri puru. Mín verður sko með bjúg þegar hún vaknar einhvern tíman í dag. Sátum svo og spjölluðum og horfðum svo á skaupið, sem okkur fannst bara með því betra sem sést hefur. Spjölluðum meira. Svo fór Örn Aron út að skjóta upp rakettum og sprengja kínverja eða froska eða hvað þetta heitir nú allt saman. Mikið stuð þar. Við mamma sátum við gluggann og höfðum besta útsýnið. Erum nú ekkert að leggja okkur í hættu við að standa úti. Svo var borið fram heitt kakó og ostar mmmmmmmm. Mikið gott. Jísös hvað ég var södd. Örn Aron fékk svo að gista í afa og ömmu bóli svo við gamla settið fórum á rall. Til Maggie Dis og Óskars. þar voru Halli og Anna Fanney og hennar foreldrar og Hössi frændi. Halli og Anna Fanney fóru fljótlega eftir að við komum og foreldrarnir. Úbs, Kolla og Binni voru þar líka. Ekki má gleyma þeim. Binni og Hössi djömmuðu mikið á gítarinn og við sungum að sjálfsögðu hástöfum með. Og Robbi Williams var aðalnúmerið með lagið Feel. Hrikalega gott lag. Sá hann á tónleikunum sem sýndir voru á RUV um daginn og þegar hann söng þetta lag grét hann hástöfum líka. Enda mjög tilfinnigaþrungið lag.

Lilja Bryndís hringdi að sjálfsögðu til að óska okkur gleðilegs og hún var hreint alveg í skýjunum. Haldiði ekki að hann Baldur hennar hafi farið á skeljarnar og beðið hennar í kvöld. Oh, svo rómó.

Og þá er víst bara eftir að ákveða daginn. Lonni Björg hringdi að sjálfsögðu líka og var mikið stuð hjá þeim. Partý í Kópavogi. Svo fékk ég voða sæt sms frá Írisi sem ég að sjálfsögðu sendi áfram.

Annars held ég að ég sé að verða eitthvað melló. Fékk kökk í hálsinn þegar útvarpið söng Nú árið er liðið í aldanna skaut. Ótrúlega flott lag.

Svo fór Diddi í vinnuna eða þannig og keyrði Kollu og Binna heim og kom svo aftur og sótti mig og Hössa og keyrði hann heim líka. Og nú er hann farin að sofa þessi elska og ég held að ég ætti að gera slíkt hið sama. Förum svo í mat til Lilju og Dadda í kvöld. Fiskisúpa a la Lilja og fleira góðgæti eins og alltaf á þessu fyrsta kvöldi nýs árs.

Vona að þið öll hafið átt eins góð áramót og ég.
Kuns og kyss.

Engin ummæli: