mánudagur, janúar 26, 2004

Jæja þá er stundin runnin upp. Lonni mín fer í fyrramálið og ég er ekki að sjá það að hún sofi nokkuð í nótt. Fórum til hennar í kvöld og þar voru tengdaforeldrarnir og systir Baldurs og mamma og pabbi. Mamma kom með þessar líka fínu pönnslur bæði upprúllaðar með sykri og líka með sultu og rjóma. Mmmmmmmmmmmm.. Voða gott. En hún var annsi orðin trekkt og Baldur minn var mikið kvíðinn á svipinn. Finnst þetta alltof langur tími. 6 vikur. En við verðum bara að vera góð við hann og bjóða honum í mat og dúlla við hann. Þau áttu voða góða helgi saman, tvö ein í bústað. Voða næs. Legið í leti og slökkt á símum. Já svona á að gera þetta.
En mikið hræðilega á ég eftir að sakna hennar. Við tölum saman á hverjum degi og hittumst svo þetta verður langur tími. En ég vona að hún upplifi ævintýri í dós. Að sjálfsögðu voru ástralíubúarnir með innkaupalista fyrir hana. SS sinnep, steiktur laukur og hákarl. Hvernig haldiði að hún lykti. hehehe.

Þá er vinnuhelgin loks á enda og tveggja daga frí frammundan. Ahhhh. Villa vinkona ætlar að kíkja til mín á morgun þó fyrr hefði verið. Við höfum ekki hist síðan um miðja október. Það er af sem áður var. Endalaust á blaðrinu. En það vill vera sona þegar fólk fer að eignast börn og buru.
Hlakka til að hitta hana. jejeje.

Lilja mín búin að vera hér eftir að við komum frá Lonni er að fara heim núna. Eitthvað vesen á þessum turtildúfum. Vonandi að það lagist. Kominn tími til að Baldur hennar þroskist. Kannski er ég hlutdræg en held samt að ég hafi rétt fyrir mér. En það er sona með þessi börn manns, maður stendur alltaf með þeim.
Nenni ekki meir í kvöld.
Knus og kyss.

Engin ummæli: