sunnudagur, janúar 11, 2004

Well, þá eru jólin formlega búin hér hjá oss. Fóru með virðuleik og söknuði ofan í kassa og upp í skáp. Og þá er bara eftir að þrífa jólarykið svo pláss verði fyrir vorrykið. Því nú bíður maður bara eftir vorinu með eftirvæntingu. Mikið er nú gott að einhver hefur skoðun á því sem ég krota hér. Jafnvel þó viðkomandi skilji ekki stakkt orð af því sem hér stendur. Já það er gott að eiga "vini". Viðkomandi fannst bara litlu myndirnar mínar svo sætar. Já mikið var gaman að fá kommennt. Jamm, svona leit sólheimaglottið á mér út þegar ég sá þetta kommennt

Og nú bara verð ég að fara til Sillu í bókaskipti. Búin með Þráinn og bíð nú spennt eftir Stínu. Kannski við getum bara stofnað lesfélag eða bókaklúbb og verið soldið menningalegar.

Adda kom hér í kvöld og að sjálfsögðu var tekin einn eða fjórir óþverrar. Og mín var frekar aum í afturendanum þegar hún fór. Neitað hreinlega að spila meira. Dí hvað það er leiðinlegt að tapa alltaf. En ég hlýt bara að vera svona heppin í ástum. Verð nú að segja það að ég varð hálf móðguð yfir lýsingum einnar bloggkonu á reykingarfólki. Pakk og pakk. Erum við ekki fólk eins og aðrir. Eigum bara við þennann veikleika að etja. Ég vona svo sannalega að hún eigi enga vini og sé ekki skyld nokkrum manni sem reykir. Þeir vita þá hvað henni finnst um þá. Pakk og pakk.

En hún skrifar nú samt skemmtilega. Og rússíbanaferð hennar var ótrúlega fyndin, og er ég búin að sýna hana nokkrum.
En það er ljótt að dæma aðra svona hart. Og hana nú. Ekki meira um það.

Jæja annars væri alveg þjóðráð að fara að drífa sig í ból svo ég sofi ekki framm eftir öllu á morgun og láti verða að því að skófla burtu jólarykinu.
Knus og kyss.

Engin ummæli: