fimmtudagur, janúar 08, 2004

Jæja best að gera eina tilraun enn. Eyddi bara hinu. Var eitthvað að reyna að laga það en gafts upp á því. Sjáum til hvað gerist núna. Hugsa að það sé rétt sem Silla segir að það borgi sig að Copy og Pastea draslinu. Betra en að vera að svekkja sig á þessu. Að sjálfsögðu var þetta obboslega skemmtilegt blogg hjá mér í gær. Haha. Við hjónin fórum á útsölu ársinns í Kringlunni í gær, og keyptu fernar buxur og eina peysu á örverpið okkar, í þeirri búð sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla í. Löngu orðið tímabært að endurnýja brókaeign barnsinns.Hefur verið eins og braggabarn til fararinnar undanfarna mánuði. En það er svo undarlegt með þessa elsku að honum þykir SVO vænt um gömlu fötin. Og engu má henda. Einar buxurnar eru sko happabuxur. Önnur skálmin hangir á tveimur þráðum um hné, og þar sem barnið vex en brókin ekki þá ná þær rétt niður á kálfa. Það er spurning hvort ekki megi búa til happa stuttbuxur úr þeim fyrst ekki má henda þeim. Ha. Svo vorum við í mat hjá Öddu og fengum hrikalega góðann Skötusel. MMMMMMMMMMMMMMMM. Liggur við að ég finni enn bragðið af honum. Fékk þennann rétt hjá henni fyrir mörgum árum síðan og hann var alveg jafn æðislegur þá. Aldrei að vita nema ég fái leyfi til að dúndra uppskriftinni hér inn, svo aðrir geti notið góðs af. Fiskifreysting Öddu klikkar ekki.

Svo átti ég alveg eftir að segja ykkur frá Jólaglögginu fræga, sem birt var í Gestgjafanum. Mín gerði alveg eins og í blaðinu stóð. Ein flaska Vodka, 2 vanillustangir, 40 kaffibaunir, 40 sykurmolar og ein appelsína með 40 götum í og látið standa í 40 daga. Þegar svo þessir 40 dagar voru liðnir tók ég til þrjá vínpela og bjó mig undir að hella þessum eðaldrykk yfir. En hvað gerist. Ég fæ ekki nema einn og hálfann pela úr þessu. Skil bara alls ekki hvað varð um allann Vodkann minn. Ég reyndi líka að kreista appelsínuna en fékk ekki deigann dropa úr henni. Og bragðið. Veit ekki hvað skal segja. Ekki gott að segja. Hef nú fengið betri líkjör. Á reyndar eftir að smakka þetta með kaffi. Sjáum til þá.

Liljan mín fór í sónar í dag og kom svo hér við. Og með mynd að sjálfsögðu. Alveg ótrúlega skýra. Meira að segja Örn Aron gat bent á höfuð, fætur og hendi. Held að ég sé fyrst að átta mig á þessu núna. Svona þegar maður sér þetta svart á hvítu. Vona bara að allt gangi vel. Hún er flogaveik og á lyfjum við því og þarf í raun að ákveða hvenær hún ætlar að verða ólétt svo hægt sé að skipta um lyf eða kannski breyta einhverju. Eða það sagði doktorinn. Og var hálf ólundarlegur við hana. En það er nú svona að ekki gera börnin alltaf boð á undan sér og þau voru ekkert á leiðinni að eignast barn. En nú þegar þetta er orðið að veruleika eru þau alveg í skýjunum bæði tvö.

Svo nú verð ég að fara að drífa mig í að kaupa garn í skírnarkjólinn. Var einhvern tímann búin að lofa því. Hjúkk mar. Eins gott að byrja strax. Þetta er enginn babe born kjóll.

Svo fer að styttast í að kóræfingar hefjist aftur. Hlakka mikið til að fá hana Sillu mína aftur mér við hlið, eftir hausthlé. Eins gott að hún sæki ekki um að fara í annann sópran. Þá verður mín voða spæld.
Held að þetta sé nú orðið ágætt, var á kvöldvakt og þarf að vakna með stubbnum í fyrramálið í skólann.
Knus og kyss.

Engin ummæli: