þriðjudagur, janúar 27, 2004

Ég fer bara einu sinni um þessa veröld. Lát mig ekki slá því á frest og vanrækja það, því ég fer þessa leið aldrei aftur.

Datt í hug að nota bókina "Listin að lifa" og nota hana í titla þessa litla bloggs. Þar er hver dagur eyrnamerktur. Og boðskapur þessi er, "að drífa í því sem setið hefur á hakanum, hringja í alla familíuna og alla vinina, því ég gæti verið dauð á morgun". Svo er bara að fylgja þessu eftir. Gaman að sjá hvað hún segir um morgundaginn.

Villa vinkona kom í dag eins og um var talað. Mikið ósköp var gaman að hitta hana aftur eftir allann þennann tíma. Það er alveg ljóst að við verðum að hittast oftar. Höfum alltaf haft góðann ásettnig um það, en það er nú svona. Mikið að gera og mikið að vinna. Verðum samt að rifja upp Bridge kunnáttuna. Það er svoooooooooooo gaman. Ótrúlegt hvað þetta spil nær miklum tökum á fólki. Hér um árið flutti ein vinkona mín í bæinn (hafði búið á Súðavík) og var þá komin með mann og barn, og höfðum við þá spilaköld einu sinni í viku. Spiluðum kana. Svo kom að því að spúsarnir okkar vildu spila Bridge og við sögðum NEI. Ætluðum sko ekki að taka þátt í því. Allir yrðu vitlausir og algjörlega húkt og nenntu ekki að spila neitt annað. En svo kom að því að við gáfum eftir og það var eins og við manninn mælt. Við urðum algjörlega húkt og nenntum sko ekki að spila kana meir. Í byrjun spiluðu pörin saman en það gekk ekki til lengdar. Ég uppgötvaði alveg nýja hlið á mér. Ég hundskammaði kallinn ef mér fannst hann segja vitlaust eða setja rangt spil út. Ég tek það framm að ég hafði ALDREI fundið fyrir því að ég væri tapsár í spilum áður. En nú var annað hljóð komið í strokkinn. Svo við vinkonurnar spiluðum saman og strákarinir saman. Við vorum svo húkt að ef ekki fékkst pössun, þá voru börnin tekin með og látin gista. Spila 2svar til 3svar í viku. Plús allar helgar. Oh my god. Eitt kvöldið, áður en við skiptum um partnera þá kom Fannar sonur þeirra framm og spurði, "af hverju tala Diddi og Gunna svona hátt". Og þá skiptum við. Ég leyfði mér að sjálfsögðu ekki að skamma vinkonuna eins og spúsann. Those wore the days my friend.

Og nú er Lonni mín í flugvél á leið til Singapor. Búin að vera í London í 11 tíma í millilendngu. Splæsti þar á sig disk með Robbie Williams. Tímdi ekki að kaupa sér ferða cd spilara. Fannst þeir of dýrir. Hún splæsti samt á sig nýjum gleraugum í Leifsstöð. Þau bíða hennar þegar hún kemur heim. Já hann var stór kökkurinn í hálsi mínum þegar ég knúsaði hana bæ í gærkvöldi. Bíð eftir að heyra frá henni þegar hún lendir í Singap. Skil bara ekkert í því að það er sama á hvaða tíma ég fer á NSN-ið ég hitti bara aldrei á Rúnu. Lonni ætlar að reyna að koma henni upp á bloggið. Það væri nú ekki leiðinlegt að geta lesið það sem á daga þeirra drífur þarna úti. Hlakka mikið til að hitta þau í sumar. Egill verður fertugur og ætlar að halda upp á það hér heima og svo ætla þau líka að koma á ættarmótið sem er árlegur viðburður í minni litlu en krúttlegu fjölskyldu. Það var nú ekki ónýtt fyrir hann Egil frænda minn að fá hann Örn Aron minn í afmælisgjöf. Já hún er rausnarleg þessi frænka.

Lilja og Baldur virðast vera búin að leysa úr sínum málum, að sögn hennar. Hef samt ekki trú á því. Eins og ég sagði í gær þarf þessi elska (Baldur) að þroskast um slatta. Það gengur náttútulega ekki að segja, and I cote " ég lifi mínu lífi og þú þínu" Annað hvort er fólk saman eða ekki. Og nú er lítið kríli á leiðinni og ekki seinna að vænna að taka sig á.

Þarf að heyra í Sillu á morgun og athuga hvort hún hafi hringt í Möggu í sambandi við söngtíma. Vona svo sannarlega að við eigum að mæta klukkan 5 í tíma. Verðum að drífa í þessu.

Nú er víst nóg komið nenni ekki meir.
Knus og kyss.

Engin ummæli: