miðvikudagur, janúar 28, 2004

Besti dagur ævi þinnar er í dag, ef þú notar hann rétt.

Já minn dagur var bara mjög góður og tel ég mig hafa notað hann bara nokkuð vel. Foreldraviðtal í skólanum hjá stubbnum, söngtími hjá Möggu og svo kóræfing á eftir. Góður dagur. En nú verður stubburinn að fara að taka sig á í skólanum og læra betur. Svo ekki sé nú talað um að skrifa stærri stafi. Aumingja kennarinn hanns þar stækkunargler til að geta lesið skriftina hanns. Hann hefur nebbilega mjög góða rithönd þegar hann skrifar í læsilegri stærð.

Nú er Lonni komin til Aussie. Hringdi áðan og þá sátu þær, hún og Rúna með kaffi og smók. ojojojoj. Oh my god, hvað mig langar að vera með þeim. Hún var varla stigin út af flugvellinum þessi elska þegar ráðist var á hana. Það er að segja moskitó eða eitthvað álíka. æjæjæjæj. Og svo tilkynnti hún mér það, að það væri hús til sölu þarna rétt hjá Agli og Rúnu. Kannski mar ætti bara að slá þessu upp í kæruleysi og drífa sig að kaupa og flytja. Þar er allt svo miklu ódýrara en hér og miklu betra veðurfar, sól og sæla. Miklu betri skólar og kennsla miklu betri. Or só they sey. En kannski er þetta bara gamla góða sagan um grasið hinumegin.

Nú er ég alvarlega að hugsa um að fara til hálslæknisinns og athuga hvort það sé eitthvað að mínum fagra hálsi að innann eða mínum fínu raddböndum. Ég er alveg hætt að botna í þessu. Fyrir 2 árum eða svo komst ég mörgum tónum hærra en nú gerist. Og svo er bara eins og hálsinn lokist ef ég reyni að fara upp. Og það er alveg nýtt.

Allt getur nú gerst. Pabbi fór í heimsókn til Lilju minnar í dag. Sem er nú ekkert í frásögur færandi, nema að eitthvað fer hún að afsaka draslið hjá sér. Svona eins og fólk gerir stundum. Haldiði ekki að gamli fari bara og taki til hendinni í elhúsinu og hjálpi henni að taka aðeins til. Mér finnst þetta nú bara það krúttlegasta sem ég hef heyrt lengi. Áfram pabbi.

Jæja nú er mál að linni. Hlakka til að lesa bloggið hennar Lonni. Eins gott að hún standi við sitt.
Knus og kyss.

Engin ummæli: