föstudagur, janúar 16, 2004

Æ elskurnar mínar. Mikið ósköp getur maður verið latur. Ég er svo gjörsamlega andlaus og veit hreinlega ekki um hvað ég ætti helst að skrifa. Búin að vera á morgunvöktum alla vikuna og svo held ég að einhver kellingaveiki sé að hrjá mig, því ég á mjög erfitt með svefn. Sef bara asskoti ekki neitt. Ligg og bylti mér framm og til baka, les smá, skrepp framm og flóa meira segja mjólk. Úff hvað mar getur orðið pirraður. Og svo liggur þessi elska við hliðna á mér og hrýtur eins og hann sé á hátíðarkaupi við það. En ég skal sofa út á morgun. Til hádegis að minnsta kosti. Ég skal, ég get og vil..... jamm og hafið það. Fór á kóræfingu á þriðjudaginn og það var að sjálfsögðu voða gaman að hitta kellurnar aftur. Fengum meira segja nýtt lag. Úr Mary Poppins. Ekki leiðinlegt það.
Og nú er bara rúm vika þangað til að Lonni mín fer til Aussi. Mikið held ég að ég eigi eftir að sakna hennar. En hún er búin að lofa að vera dugleg að blogga og segja frá öllu. Þetta verður ævintýri fyrir hana þessa elsku.
Hér var allt liðið í mat í kvöld. Mamma og pabbi með Gyrðir með sér. Hann ætlar að vera hjá afa og ömmu um helgina. Lonni og Baldur og Lilja og Baldur voru líka. Og á boðstólum voru fiskibollur ala Diddi. Allir átu á sig gat að venju þegar þær eru á borðum. Við Lonni tókum einn óþverra og hún vann, en ekki feitt því ég átti bara eitt spil eftir. Svo það var ekkert voða sárt. Held að við ættum að fara að leita okkur hjálpar. Þetta er orðin hin versta spilafíkn. Maður verður alveg ómögulegur ef það líða tveir eða þrír dagar á milli spila. Jísös, ég hefði bara aldrei trúað þessu.
Svo er það Idolið á morgun. Mín ætlar að fara til Lonni og horfa. Hlakka mikið til þess. Gaman að sjá hvort einhver fótur er fyrir þeim sögum að Simon Covel mæti á svæðið. Það væri náttúrulega alveg toppurinn. Spennandi verður að heyra hvort röddin í Önnu Katrínu sé eitthvað að koma til. Annars held ég að það sé alveg öruggt að Kalli Bjarni vinni þessa keppni. Minn maður. Og svo skemmtir maður sér yfir Svínasúpunni á milli. Mikið lifandis býsn sem við hlógum að síðasta þætti. Þetta er svo mikil vitleysa að það hálfa væri helllingur. En alveg drepfyndið. hehe.
Jæja hér er ég búin að rausa alltof mikið um akkurat ekki neitt, og ég sem hélt að ég gæti ekkert skrifað. En nóg að sinni.
Knus og kyss.
Sorry engin mynd, ég gat ekki sett inn myndir núna veit ekki why.

Engin ummæli: