sunnudagur, janúar 18, 2004

Jæja, hvað sagði ég ekki. Vissi að Kalli Bjarni myndi vinna þessa keppni. Mikið ógeðslega var hann flottur og í þessum líka smarta jakka. Fimmhundruðkallinn var líka mjög góður, en hann fór líka mjög örugga leið. Held að það sé varla til betra og þægilegra lag að syngja. En hann gerði það mjög vel. Og Anna Katrín er líka mjög góð, en blessuð röddin í henni er bara lasin þessa daganna. En hún er samt með mjög töff rödd. Og þetta Idol-lag var bara slatta gott. Svo nú er bara að hlakka til að Kalli Bjarni fari í World Idolið. Gaman að sjá hvernig það kemur út. Fórum til Guðnýjar og Sigga að horfa. Ætluðum til Lonni en hún lét henda sér inn í stera áður en hún fer til Aussi. Það var svosem ekkert verra að fara til sæmdarhjónanna í Mosó. Með breiðtjaldskassa og bíókerfi eða surround eða hvað þetta nú heitir.

Svo vorum við Systurnar að syngja á þorrablóti Frammsóknarmanna í Kópavogi í kvöld og tókst bara vel upp að ég held.
Keyrði svo Sillu heim og heimtaði að sjálfsögðu kaffi fyrir. Og við töluðum og töluðum og töluðum og töluðum. Meira hvað það getur verið erfitt að koma sér upp úr stólnum þegar maður byrja að kjafta. Tókum smá bókmenntagagnrýni og krufðum Stínu stuð. Það er soldið skrítið að lesa bókina, því að mér finnst eiginlega eins og Stína sé hjá mér og sé að segja mér frá. Hún kemur ótrúlega sterkt í gegn. En ég er nú ekki hálfnuð enn svo það er fullt eftir. Og Linda líka. Svo er ég líka búin að fá nýjann skammt að Ísfólkinu. Er að lesa það í annað sinn. Las bækurnar þegar þær komu út hér um árið og byrjaði svo aftur í haust. Lonni er að fá þær lánaðar hjá vinkonu sinni svo ég fæ þær á eftir henni. Mínar eru nebbilega einhversstaðar í kassa niðri í kompu. Ótrúlega gaman að lesa þær aftur. Verð eiginlega að fara að eignast almennilegar bókahillur svo ég geti nú náð í allar bækurnar mínar aftur. Þær eru búnar að vera í kassa síðan ég flutti úr Gaukshólunum. Og síðan eru liðin 9 ár. Alveg kominn tími á að rifja upp hvað maður á þarna niðri. Þetta eru sko allavega 5 eða 6 stórir kassar fullir af bókum. Veit ekki lengur hvaða bækur við eigum þarna.

Svo er loksins búið að negla næsta söngtíma hjá oss Sillu og mér. Næsta þriðjudag á undan kóræfingunni. Annars skil ég ekki hvað er að gerast með mína rödd. Hún verður bara dýpri og dýpri, og ég er alveg hætt að geta sungið á hærri nótunum. Skil bara ekki hvað er að gerast. En ótrauð held ég áfram og æfi og þen þessi bönd sem þessa tóna framleiða og gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefanna. Kannski þeir taki við mér í Fóstbræðrum eða Karlakór Rvík. hehehe.

En, enn og aftur komin tími á bólið. Svo þið fáið ekki meir í kvöld.
Knus og kyss.

Engin ummæli: