laugardagur, janúar 10, 2004

Jæja þá er enn og aftur komin helgi og ekki vinnuhelgi. Jeiiiiiiiiiii. Mikið gott. Liggja í leti alla helgina. Eða, kannski maður ætti að taka jólatréð niður fyrst mar er í fríi. Er samt að hugsa um að láta ljósin í glugganum vera svona kannski út janúar. Það verður svo hræðilega dimmt þegar öll jólaljósin eru farin. Jamm, held ég geri það. Við Örn Aron fórum til Lonni í kvöld að horfa á Idolið. Skil eiginlega ekki hvernig stendur á því að Anna Katrín skyldi ekki vera kosin út í kvöld. Hún er ekki að standa sig eins og vera skyldi. Og Ardís var hreint út sagt æðisleg. Gat bara alls ekki heyrt að hún væri flöt eins og dómararnir sögðu. Kalli Bjarni var að sjálfsögðu bestur og ég er illa svikin ef hann vinnur ekki þessa keppni. Ég er búin að halda með honum alveg frá því í prufunni á Loftleiðum.

Annars er ég mjög löt núna og nenni ekki að blogga mikið, held bara að þetta verði að duga.
Knus og kyss

Engin ummæli: