Ahhhh. Þá er mar aftur komin í tveggja daga frí. Mín er svo rosa óheppin að græða ekkert aukafrí þessi áramótin. Samkvæmt minni vinnuskýrslu á ég frí mið og fimmtudag og vinna svo helgina. Og það passar lokað mið og fimmt. En það geta víst ekki allir grætt. Hefði nú samt alveg þegið einn aukadag eða svo. Er reyndar nýskriðin heim úr vinnu núna. Átti að vera til eitt, en það var brjálað að gera og einn nýr starfsmaður og það var ekki vinnandi vegur að skilja Ásgeir einann eftir með honum. Mesta furða að dregurinn skuli standa í lappirnar. Held hreinlega að það renni ekki í honum blóðið. Get ekki ímyndað mér að sá verði langlífur þarna. Þvílíkur sleði. Með hendur í vösum og kann varla að leggja saman 2 + 2. Og ég er ekki bara leiðinleg núna. Hann er bara svona. Oh my good. Aumingja Ásgeir. Enda var hann voða þakklátur mér að nenna að vera lengur. En hvað er þetta eiginlega með íslendinga. Tveir dagar frammundan lokað og alllt ætlar vitlaust að verða.
Allir að koma og fá pylsu með kartöflusalati og beikoni. Ég hreinlega man varla eftir annarri eins pylsusölu og í dag, kvöld og nótt. Jahérnahér.
Keypti mér leik af Absolutist sem heitir Bubble shooter og þvílík mistök. Nú sit ég gjörsamlega pikkföst við tölvudýrið og má varla vera að því að fara að sofa eða í vinnu. Hann er algjört æði. Kúluleikur. Nú er ég eins og litlu börnin. Jibbí. Nema hvað að ég komst að því að ég verð að fá nýja tölvu. Þessi gamla skrugga er allt og hæg og sein. Kúlurnar eru soldið mikið lengi að detta og springa. Úff. Bíð spennt eftir útsölum í janúar, gaman að sjá hvort eitthvað bitastætt verður á tilboði.
Nenni ekki meir í nótt, held ég fari að hvíla mig fyrir gamlárskvölið góða.
Ég óska ykkur vinum mínum og öðrum lesurum farsældar á nýju ári og að allir ykkar draumar megi rætast.
knus og kyss.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli