sunnudagur, janúar 11, 2004

Þá er enn einn dagurinn liðinn að kveldi. Og ekkert varð úr rykþurrkingum í dag. Svaf alltof lengi. Eða til klukkan, nei segi ekki hvað klukkan var. En hún var alltof mikið. Guðný og Siggi litu hér við í dag og svo fórum við til Lonni og Baldurs. Diddi var að hjálpa Baldri að setja upp viftuljósið sem þau fengu í jólagjöf. Eitthvað gekk það nú brösulega, svo minn maður verður að fara aftur og klára þetta. Og ekki nóg með það, þau fengu tvö eins viftuljós í jólagjöf og ákváðu að eiga bæði, setja annað í stofun og hitt í svefnherbergið. Svo þeir hafa nóg að gera karlarnir okkar á næstunni. Lilja kom líka til Lonni og var svo samferða okkur heim, því hennar Baldur fór að sjá Lord of the ring klukkan tíu. Og ekki vildi betur til en svo að þegar við komum með hana heim þá uppgötvast það að hún er lyklalaus. Svo hér situr hún og bíður eftir að Baldur komi heim. Mér skillst að myndin sé ekki búin fyrr en hálf tvö. úff. og ég á að mæta klukkan hálf átta í vinnu. Só bi it.

Og svo er það framhaldssagan af jólalíkjörnum. æjæjæj. Oh my god. Held hreinlega að ég hafi aldrei smakkað annað eins ógeð. Annsi hrædd um að hann fari í vaskinn. Illa farið með góðann vodka.
Hefði verið betra að geyma hann og nota í góðu partýi.

Ekkert varð úr bókaskiptidegi hjá mér og Sillu. Skiptum kannski bara á kóræfingu á þriðjudaginn. Mikið hlakka ég til að hitta allar þessa kellur aftur og taka nokkur lög. Komin tími á að reyna á röddina aftur. Og svo eigum við Silla enn eftir fimm einsöngstíma hjá Möggu Pálma. Hlakka líka til að takast á við það. Fullt til að hlakka til. Mikið er ég heppin.


Annars nenni ég ekki að skrifa meir hér og kveð því og bíð góða nótt.
Knus og kys

Engin ummæli: