Ég er ekki nógu frjó í hausnum í kvöld til að skilja hvað í veröldinni þetta á að þýða. En í bókinni fínu stendur þetta samt.
Læt ykkur vita ef það kveiknar á perunni.
Skvísan mín hefur það greinilega gott í henni Ástralalíu. Sá að hún hafði skrifað örfáar línu á bloggið, lá svo rosa mikið á að komast út í sólina. Get svo sem vel skilið það, þegar maður gengur um í tveim flíspeysum hér heima.
Fékk smá dekur í vinnunni í kvöld ef dekur skyldi kalla. Jóna Hlín litaði og plokkaði mínar hevy augabrúnir. Jís hvað það er vont að láta plokka sig. Þvílík pynnting. Enda ekki með neinar venjulegar. Eitt hár á mínum augabrúnum er á við 10 hár á venjulegum brúnum. Já feðurðin er dýru verði keypt. En það þýðir náttlega ekki að fara eins og varúlfur á árshátíðina sem haldin verður núna á föstudaginn. Hlakka til þess. Verst að nú byrjar fataundirbúningurinn aftur. Alltaf sama sagan. Á engin föt að fara í. En það reddast eins og alltaf.
Jæja dúllurnar mínar, var á kvöldvakt og er bara hálf lúin svo ég held að þetta verði að duga í kvöld.
Knus og kyss.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli