laugardagur, maí 01, 2004

Jebb, ekki alveg hætt.

neibb ekki alveg. Bara búið að vera mikið að gera bæði í vinnunni og kórnum. Og nú er miðasalan að fara á fullt. Verð að drífa í því á morgun að hringja í velunnara mína og selja þeim miða. Get ekki ímyndað mér annað en að það gangi vel.
Annars verð ég að sæta orðið færi á að komast í tölvuna nú orðið. Örn minn Aron er alveg heillaður af þessari græju og situr hér orðið öllum stundum á msminu og í leikjum. Fyrir náð og miskun fær mar að tékka á pósti svona öðruhverju. Svo þetta fer nú að verða spurnig hvort það hafi borgað sig að endurnýja. híhí. Verð bara að fara að setja tímamörk á drenginn.
Nú er búið að bóka hótel og flug til Kóngsinns Köbenhavn. Kominn spenningur í minn mann og foreldrana líka. Við hjónin höfum ekki farið erlendis saman síðan hér um árið, eða 1989, og aldeilis komin tími á það. Annars sé ég fram á mjög annasamt sumar og hlakka sko bara til.
Hey, hvar eru smiley-arnir mínir. hm. þeir eru horfnir frú Stella. Skil ekki hvað hefur orðið af þeim. Ok. engar myndir núna.
Finn þá seinna.
Fór til Lonni og horfði á Idolið í kvöld. Og ég get svo svarið það, ég held að Randy sé að hverfa. Hann bara minnkar og minnkar með hverri vikunni sem líður.
Þeir sem mig þekkja vita hvað ég er nýjungagjörn. Eins og þið vitið prufaði ég að skrá mig á fólk.is til að prufa bloggið þar. Fílaði það ekki, svo ekki varð neitt úr því. Nú datt ég inn á annað blogg og gerði prufu þar. Kíkið endilega á það og takið þátt í skoðanakönnunni sem ég setti þar inn. Þið komist inn á síðuna hér. Söngurinn bætir lífið Já svona ekkert hik. Tékkið á þessu. Umhverfið er soldið flott. Grænt og vænt.
Kíkið á þennann. Ferlega góður.. Smiley kallinn


Eldri hjón lágu í rúminu kvöld eitt. Eiginmaðurinn var við það að sofna, en frúin var í rómantísku skapi og vildi spjalla.

Hún segir: " Það var nú sá tími að þú varst vanur að halda í höndina

á mér þegar við fórum að sofa"

Samviskusamlega rétti hann höndina yfir til hennar augnablik og reyndi svo að sofna á ný.

Nokkru seinna segir konan; "Svo varstu vanur að kyssa mig"

Svoldið pirraður beygði hann sig yfir hana og smellti einum á kinnina konu sinni sneri svo bakinu í hana og reyndi enn á ný að sofna.

Mínútu seinna segir hún; "...og svo varstu vanur að bíta mig í hnakkann..."

Reiðilega sviptir eiginmaðurinn sænginni af sér og gengur fram.

"Hvert ertu að fara?" spyr hún.
"Að ná í tennurnar"


Þessi er ekki slæmur heldur.
En nú er nóg komið af þessu rugli í mér
Knús í krús....................

Engin ummæli: