sunnudagur, maí 02, 2004

O when the saint, go marchin in, o when the saint go..........................

Halló og hæ. Þá er frídagur númer tvö liðinn að lokum. Góður dagur að öllu leiti. Svaf eins og tuska til hádegis og druslaðist þá á fætur því Sússý frænka ætlaði að kikka í kaffi og spekúlantsjónir um væntanlegt ferðalag í sumar. Systir hennar er að koma upp (býr í Danmörku) og stendur til að fara með hana hringinn. Þennann típíska. Og þar sem Sússý og Gunnsan hennar hafa aldrei ferðast um vors ylhýra þá hefi ég tekið að mér að gerast gæd. jú nó. Hlakka mikið til að hitta Putte aftur.(hún heitir Mai-Britt en hefur alltaf verið kölluð Putte) Við vorum hinir mestu mátar í æsku, því þá fór ég alltaf til "mormor" á sumrin og þá lékum við okkur mikið saman ásamt Lise Lotte systir hennar. Hún var alveg yndisleg stelpa, alltaf brosandi og glöð. Var svona að hugsa til baka og komst að þeirri niðurstöðu að ég hafi aldrei séð hana fara í vont skap eða fýlu. En það sorglega gerðist að hún lést í mótórhjóla slysi aðeins 17 ára gömul. En það sem var gaman hjá mormor í gamla daga. Hún bjó í Birkerod og þar bjuggu þær systur líka. Inni í miðri borginni var og er rosa stór garður sem er girtur af og inniheldur sumarbústaði. Og þangað inn var bannað að fara með ökutæki. Já hugsið ykkur, sumarbústað í miðri borginni. Og þarna áttu Lilian og Arthur sitt litla hús. Þangað fluttu þau þegar tók að vora og dvöldu þar allt sumarið. Ekki farið heim nema til að vökva blóm og þvo þvott. Og þarna áttum við aldeilis margar og skemmtilegar stundir. Í minningunni var alltaf sól og hiti. Hlaupið um á stuttbuxum og bol, og garðslangan var óspart notuð við að sprauta á hvort annað. Já, það var oft hamagangur á Hóli þá. Sússý frænka sem er alin upp hjá mormor (er í raun dóttir Lilian) var alltaf uppáhalds frænkan mín og hún átti sko ógeðslega flotta Vespu sem hún fór allra sinna ferða á, og þá ákvað ég að þegar ég yrði stór ætlaði ég sko að eignast eitt slíkt ferðatæki. Svo ætluðu þær að flytja hingað til Íslands, mormor og Sússý árið 1971. Og það sem mig hlakkaði til að fá þær báðar hingað upp. En ekki fer allt eins og ætlað er. Mormor dó þá um sumarið og Sússý flutti ein. Það sem ég saknaði hennar. Yndislegri konu hef ég ekki kynnst. Ég elskaði hana takmarkarlaust. Ég fékk ekki að fara með út, til að vera við jarðarförina hennar, og sat það lengi vel í mér. En það er nú allt fyrirgefið í dag.
En, svo við snúum okkur aftur til dagsinns í dag. Semsagt Sússý kom og mikið spjallað. Svo hringdi ég slatta að selja miða á tónleikana og gekk bara vel. Búin að selja 20 miða. Veit af allavega 4 miðum í viðbót. Svo ekki fæ ég skömm í hattinn þetta árið.


Hringdi meðal annars í Guðnýju og komst þá að því að þau voru austur á Þingvöllum í fína húsbílnum sínum. Svo við gerðum okkur lítið fyrir og þeystum austur eftir kvöldmat. Sátum þar í góðu yfirlæti til miðnættis, og drusluðumst þá aftur til baka. Hefði sko alveg verið til í að vera áfram. Já minn tími mun koma. Húsabíll er hátt á óskalistanum hjá okkur hjónakornunum. Kemur að því seinna.

Hvernig er þetta með ykkur, á ekki að fara inn á hina síðuna og kjósa. ha.
En á morgun er annar dagur og tónleikar hjá Karlakór Reykjavíkur. Yesssssssss. Hlakka til að hlusta á þá.
Nenni ekki meir núna. Knús í krús....................

Engin ummæli: