sunnudagur, maí 23, 2004

Þvottadagur dauðanns

Það er sko ekki einleikið þetta fatavesen á syni mínum. Hér var mín búin að þvo allann þvott, þurrka og ganga frá. Dobblaði svo erfðaprinsinn til að taka til í herberginu sínu í dag (eða mútaði honum) og það var eins og við manninn mælt. Baðherbergisgólfið fylltist af óhreinum tuskum af honum. Fjórar þvottavélar, takk fyrir takk. Og hvernig fór ég svo að því að múta honum ?. Já, það er nebbilega þannig með þessa elsku að hann er spilafíkill af verstu sort, svo sem ekki langt að sækja það. En Lilja Bryndís kom hér í dag og þá langaði hann svo rosa mikið að spila blindann kana. Og þá komu múturnar. Ef þú tekur til inni hjá þér skulum við spila við þig. Og aldrei slíku vant þá virkaði það. Óskandi að það virkaði alltaf jafn vel. En því er nú ekki að heilsa. Annars er þetta bara búinn að vera letidagur. Legið yfir sjónvarpinu,spilað og þveginn þvottur. Eldaði þetta líka dásamlega hvítlaukslæri á kartöflubeði. Mmmmmm. Rosa gott. Svo litu Lonni og Baldur hér inn í kvöld. Fóru út að boða í tilefni afmælis drengsinn. Til hamingju með daginn Baldur minn.

Jæja ætli sumarið sé ekki loksins komið, Þvílíka dásemdar veðrið í dag. Og ég hékk inni. Skamm,skamm. En svona er þetta. Hér er ég búin að vera að kvarta og kveina yfir þessum kulda og rigningu og hangi svo inni þegar loksins kemur almennilegt veður. Rak nú samt nefið aðeins út á svalir. Annars er ég búin að liggja sveitt yfir nýja fína skannanum mínum. Er ekki alveg að fatta hvernig þetta virkar. Skannaði inn mynd á geisladisk til að prenta svo á svona blað til að líma á diska. En mér er alveg ómögulegt að finna út hvernig og hvar þá ég get stillt dæmið þannig að það prentist á rétta stað á blaðinu. Kannski ég verði bara að dobbla Sillu til að kenna mér á þetta dót. Og talandi um Sillu. Skil bara ekkert í því að ég skuli ekki sjá kommentið á síðunni hennar. Ég sé þau á öllum hinu síðunum sem ég les, og hún stendur fast á því að kommenntið sé þarna ennþá. But not for me to see.

Annars er nú farið að styttast heldur betur í Italíu för Léttanna. Dísös kræst, væri ég til í að vera að fara með þeim. Neiiiii, held ekki. Eða þannig.
Guðný vinkona hringi og nú eru þau búin að gera tilboð í gamla húsið sem Siggi er alinn upp í. Spennandi að fylgjast með því, Þau voru nebbilega sko alveg hætt við. Í fyrradag. Fljótt sipast veður í lofti.

Jæja elskurnar nú nenni ég ekki meir
knús í krús...........................

Engin ummæli: