mánudagur, maí 17, 2004

4 mai

Já ég er enn að bíða eftir að þessi ágætis vefstjóri hafa samband við mig eða geri svo lítið að svara tölvupóstinum sem ég sendi honum. Finnst alveg lágmark að svara. :evil: Er loksinns búin að redda mér fríi á laugardaginn. Eða bara svona rétt til að skjótast á kóræfinguna. Ekki að ræða það að missa af æfingunni. Ekki má maður við því. Og svo á ég kvöldvakt á fyrri tónleikunum og er líka loksinns búin að redda því líka. Verð að viðurkenna það að ég var að verða annsi stressuð yfir þessu öllu saman. En Stebba ætlar að redda mér. :lol: Það er sem ég segi. Nú bara verð ég hreinlega að komast í venjulega dagvinnu. Það er orðið slæmt þegar vinnan er farin að hafa áhrif á hobbýið. :!: Svo var Lonni mín að hringja í mig, hún er inni á St. Jó. núna í sterum. Og nú liggur hún í rúminu og finnur hvernig mátturinn þverr. Er nú ekki nóg komið. Það sem er lagt á þessa elsku. Hún rétt gat staulast hálfann ganginn og þá var hún alveg búin. En hún á góðann kærasta sem stendur með henni og talar í hana kjarkinn. Mikið sem hún var heppinn að hitta þennann dreng. Það eru sko ekki allir 23 ára strákar sem taka svonalöguðu með öðru eins æðruleisi og hann. Ég tek ofan fyrir honum. Já ég er eitthvað sormædd núna. Læt þetta duga í bili.

Knús í krús.............


Engin ummæli: