sunnudagur, maí 02, 2004

Jæja þá í þetta sinn...............

Þá er helgin að baki og vinna á morgun. Tónleikarnir hjá Karlakór Reykjavíkur voru bara slatta góðir. Í einu lagi fékk ég þvílíka gæsahúð, að ég fann hana renna niður í tær. Ótrúlega flott hjá þeim. Signý Sæmundsdóttir var einsöngvari hjá þeim og stóð sig bara ágætlega. Að öðru leyti hef ég ekki gert mikið í dag. Skrapp í kaffi og spjall til Gurrýjar.

Annars hef ég ekki margt að segja að sinni, held ég hreinlega láti þetta bara duga. Er eitthvað voðalega andlaus þessa stundina.
Knús í krús...............

Engin ummæli: