miðvikudagur, maí 19, 2004

Úff..............

Já, úff. Ég held að ég hafi drukkið aðeins of mikið rauðvín í kærkvöldi. Fór á slúttið hjá kórnum og þar var boðið upp á bjór og rauðvín. Og mín í bjórinn og þega hann var búinn var bara farið í rauðvínið og svo kíkti Silla við og ætlaði að skutla mér heim og þá var sko klukkan ekki nema um ellefu. En henni datt það þjóðráð í hug að bjóða mér heim og opna eina rauðvín og dobbla svo bara Hrund til að skutla mér heim. Ok, ég heim með henni og hún opnaði sko ekki bara eina rauðvín heldur tvær og það get ég sagt ykkur að það var ekki mikið eftir í þeirri seinni þegar Hrund skutlaði mér heim. Og klukkan var sko ekki heldur neitt nálægt ellefu. Oh,lord, I´m on my way,,,,, neibb hún var sko fjögur.
Svo þurfti ég að vakna með drengnum klukkan hálf átta og koma honum í skólan og þá lá sko leiðin beint í lyfjaskápinn og leystar upp tvær Treo. Festist svo yfir bíómynd á Bíórásinni til 10 og lagði mig svo aftur og svona og er bara asskoti hress núna. Alveg tilbúin í vinnuslaginn.

Jæja kannski að mar drusslist til að setja í eina þvottavél eða svo áður en vinnan tekur við, hef ekki gert nokkurn skapaðan hlut síðan god knows when..

Knús í krús.....

Engin ummæli: