mánudagur, maí 17, 2004

6 mai

Já órtúlegt með þessa háu herra þessa bloggsvæðis. Gera ekki svo lítið að svara kalli neytenda. hmmm. Frekar fúl yfir því. Kannski ég sendi bara annað mail. Mér finnst nú samt að mar eigi ekki að þurfa að ganga á eftir þessu. Verð alltaf svekktari og svekktari yfir þessu. Er búin að liggja yfir blogginu mínu á blogspot og ná að klikka á edit takkann og þurrka út þennann helvítis kóda sem ég setti inn í nýjungagirniskasti mínu. En ekkert gerist. Það á sko ekki að sleppa af manni hendinni fyrst hún er á annað borð komin.:klikk: Annars ætlar Sillan mín að tékka á þessu með mér. Vona bara að hún finni eitthvað út úr þessu. Hér verð ég sko ekki. Annars fór ég í dag og sótti Lonni upp á spítala. Sterarnir komnir á sinn stað, og svo fer hún aftur eftir hálfan mánuð. Og svo er bara að biðja til Guðs eða hver það er sem ræður, að hún nái að hífa sig aftur upp úr stólnum. Hef alla trú á að henni takist það. Svoddann baráttujálkur. Var að kjafta við Rúnu mína á msn-inu áðan og nú er aldeilis farið að styttast í þau. Hlakka ótrúlega mikið til að fá þau heim í smá tíma. Verst hvað tíminn er fljótur að líða þegar maður vildi helst að hann silaðist áfram. Jæja nenni ekki meir að sinni. Ætla að fara og skrifa annað mail á vefstjórann. Sjáum til hvað kemur út úr því.

Knús í krús........


Engin ummæli: