miðvikudagur, maí 26, 2004

Fiskisúpa ala Heiða. mammmamm

Fór á súpufund hjá kórnum í kvöld. Þar hefur víst skapast sú hefð að formaður kórsinns eldar þessa líka rosalega góðu fiskisúpu í lok hvers starfsárs og bíður til sín stjórn kórsinns og þeim konum sem eru í nefndum. Og sem sagt nú er ég í nefnd og get sko bara alveg skilið hvernig stendur á því að þessar systur mínar endast svona vel í sínum nefndarstörfum. Þvílíka dýrðar súpan. Þetta var hið besta kvöld og mikið spallað. Og svo er víst ein reglan sú að konur sem eru í sömu rödd máttu ekki sitja saman til borðs. Fjórar voru við hvert borð, og þetta gaf manni tækifæri á því að kynnast fleiri konum. Sniðugt. Maður er eitthvað svo fastur í sinni rödd. Þekkir með nafni þær sem standa næst manni og koma út í syndina í pásunni. Sem sagt æðislegt kvöld. Svo fengum við að heyra diskinn af tónleikunum og hann kemur bara vel út. Aldrei slíku vannt heyrist bara vel í altinum. Svo verður hann seldur á morgun. Ég þangað að ná mér í eintak.


Hér var Leoncie að syngja í bakgrunni í sjónvarpinu. Radio rapist. Dísös kræst. Hvað er með þessa konu. Er hún alveg sneidd ÖLLU. Samt er það svo skrítið að maður fer alltaf að kíkja þegar hún birtist á skjánum. Skil það bara ekki. Svo situr mar og hneykslast.
Hún kann ekki að dansa, hún kann ekki að syngja, og hún kann sko alls ekki að klæða sig. For crying out loud. Turn of the tv.

Annars kom ég við hjá Öddu á leiðinni heim og við tókum 3 óþverra. Hún vann tvo og ég einn. Þennann í miðjunni. Og ætlaði sko ekki að spila meir þetta kvöldið. Hætta skal leik þá hæst stendur. En nú bað svoooo fallega að ég gat ekki neitað henni. Svo það urðu þrjú spil í kvöld. Annars held ég að ég sé alveg að fá ógeð á þessu spili. Kominn tími til að læra eitthvað nýtt.


Aumingja Lonni fór með tölvuna sína í viðgerð um daginn,vegna þess að hún keyrði sig ekki upp. Þeir gátu ekki fundið neitt að henni og sögðu hana í góðu lagi. Fyrir þetta mátti hún borga 3000 kall. Fer svo heim með græjuna og hvað gerist. Hún keyrir sig ekki upp. Svo nú er hún aftur í viðgerð. Gaman að heyra hvað þeir finna út úr þessu. Mín kona er nú frekar orðin pisst á þessu veseni. Og hún sem var að fá sér þráðlaust ADSL.


Sé að Sillan er búin að setja bloggsíðuna sína í stíl við heimilið. Manneskjan er alveg að tapa sér í þessum gráu tónum. híhí.. En samt er ekkert kommennt á síðunni hennar. Og by the way. Hún er bara flott svona grá kellingin mín.

Annars er þetta að verða gott í bili.
Knús í krús...............................

Engin ummæli: