föstudagur, maí 28, 2004

Fantasia drottning kvöldsins.

Já það verður sko ekki af henni skafið. Hún er algjört æði og ég er sko búin að halda með henni allann tímann. Fékk nettar strumpabólur þegar hún söng I belive og svo bara láku tárin henni til samlætis. Og ekki gat ég betur séð en að þau hafið lekið á öðrum andlitum líka. Fór nebbilega til Lonni að horfa, (ég er ekki með stöð 2) og Ása var þar líka og við áttum það sameiginlegt að halda allar með henni. Mig er strax farið að hlakka til að heyra hvernig hún kemur svo út á cd.
Idolið rúlar.

Svo sýnist mér á öllu að þessar Léttur séu svo uppteknar að pakka fyrir Italíu að þær megi bara alls ekki vera að því að skrifa kveðjublogg.
Allavega óska ég þeim hinnar bestu ferðar og megi þær gera garðinn frægann á hinni söngelsku Italíu.
Aldrei að vita nema þær hitti okkar ástsæla Kristján Jóhannsson mér skilst að þær verði við Gardavatnið. Hver veit. Góða ferð snúllur, Silla, Willa og Ingibjörg og þið allar.


Jæja snúllulíusarnir mínir nú er mál á ból. Jag skal jobba i moron.

Knús í krús...........

Engin ummæli: