föstudagur, janúar 30, 2004

Lífið er þeim gott sem hefur eitthvað til að elska og hreina samvisku.............

Já þá hlýtur mitt líf að vera rosa gott því ég á mann sem ég elska og börnin mín þrjú eru mér dýrmætari en öll heimsinns auðæfi, og ekki veit ég til þess að ég þurfi að hafa samviskubit yfir nokkrum hlut.

Annars er ég nú óvenjusnemma á ferðinni í dag. Er að fara á árshátíð Skeljungs á eftir, sit hér með bjór og bíð eftir því að spúsinn minn klári brusebaded svo ég komist þangað. Það er ekki séns að við komumst bæði þar fyrir á sama tíma svo ég bíð og bíð og bíð og bíð. Fór áðan í fataleiðangur og fór að venju í fýlu. Finn aldrei neitt sem henntar frjálslega vöxnu fólki. Keypti mér reyndar gallapils og vesti við. Held ég fari og skili því aftur. Þegar ég var búin að máta það hér heima komst ég að því að ég leit út eins og freygáta fyrir fullum seglum. Ojojojoj. Ekki nógu gottó. Litli stubbur er farinn til afa og ömmu, ætlar að gista þar í nótt. Mikið gaman hjá þeim.

En nú er Diddi búin í sturtu svo nú þarf ég að drífa mig.
Sí ja leiter aligeiter.
Knus og kyss

Á meðan við ferðumst verðum við að gera síðari hlutann betri en þann fyrri.En þegar við erum loks komin á leiðarenda verðum við að vera gl

glöð og ánægð.


Varð að bæta aðeins við þetta komst ekki allt fyrir í fyrirsagnarlínunni. En sem sagt lifa lífinu á þann besta veg sem við kunnum og vera ekki að væla um að við hefðum átt að gera þetta svona eða hinseigin. Bara njóta þess sem lífið gat.

Jís hvað ég er heimspekileg núna. Það hálfa væri hellingur.
Lonni min á afmæli í dag. 26 ára. Ótrúlegt hvað þessi börn eldast miklu hraðar en foreldrarnir. Til hamingju með daginn Lonni mín og njóttu hanns vel.

Hitti loksinns Rúnu á MSN inu og mikið var það gaman. Hef sko ekki hitt á hana í 2 eða 3 mánuði.
Algjörlega andlaus núna þarf að drífa mig í bólið svo ég vakni í vinnu á morgun. Svo þetta er bara létt og laggott.
Knus og kyss.

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Það eykur ást manns er hið ómögulega kemst upp á milli hans og þess sem hann elskar. þess vegna elskar hann einnig fortíðina.

Ég er ekki nógu frjó í hausnum í kvöld til að skilja hvað í veröldinni þetta á að þýða. En í bókinni fínu stendur þetta samt.
Læt ykkur vita ef það kveiknar á perunni.

Skvísan mín hefur það greinilega gott í henni Ástralalíu. Sá að hún hafði skrifað örfáar línu á bloggið, lá svo rosa mikið á að komast út í sólina. Get svo sem vel skilið það, þegar maður gengur um í tveim flíspeysum hér heima.

Fékk smá dekur í vinnunni í kvöld ef dekur skyldi kalla. Jóna Hlín litaði og plokkaði mínar hevy augabrúnir. Jís hvað það er vont að láta plokka sig. Þvílík pynnting. Enda ekki með neinar venjulegar. Eitt hár á mínum augabrúnum er á við 10 hár á venjulegum brúnum. Já feðurðin er dýru verði keypt. En það þýðir náttlega ekki að fara eins og varúlfur á árshátíðina sem haldin verður núna á föstudaginn. Hlakka til þess. Verst að nú byrjar fataundirbúningurinn aftur. Alltaf sama sagan. Á engin föt að fara í. En það reddast eins og alltaf.

Jæja dúllurnar mínar, var á kvöldvakt og er bara hálf lúin svo ég held að þetta verði að duga í kvöld.
Knus og kyss.

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Besti dagur ævi þinnar er í dag, ef þú notar hann rétt.

Já minn dagur var bara mjög góður og tel ég mig hafa notað hann bara nokkuð vel. Foreldraviðtal í skólanum hjá stubbnum, söngtími hjá Möggu og svo kóræfing á eftir. Góður dagur. En nú verður stubburinn að fara að taka sig á í skólanum og læra betur. Svo ekki sé nú talað um að skrifa stærri stafi. Aumingja kennarinn hanns þar stækkunargler til að geta lesið skriftina hanns. Hann hefur nebbilega mjög góða rithönd þegar hann skrifar í læsilegri stærð.

Nú er Lonni komin til Aussie. Hringdi áðan og þá sátu þær, hún og Rúna með kaffi og smók. ojojojoj. Oh my god, hvað mig langar að vera með þeim. Hún var varla stigin út af flugvellinum þessi elska þegar ráðist var á hana. Það er að segja moskitó eða eitthvað álíka. æjæjæjæj. Og svo tilkynnti hún mér það, að það væri hús til sölu þarna rétt hjá Agli og Rúnu. Kannski mar ætti bara að slá þessu upp í kæruleysi og drífa sig að kaupa og flytja. Þar er allt svo miklu ódýrara en hér og miklu betra veðurfar, sól og sæla. Miklu betri skólar og kennsla miklu betri. Or só they sey. En kannski er þetta bara gamla góða sagan um grasið hinumegin.

Nú er ég alvarlega að hugsa um að fara til hálslæknisinns og athuga hvort það sé eitthvað að mínum fagra hálsi að innann eða mínum fínu raddböndum. Ég er alveg hætt að botna í þessu. Fyrir 2 árum eða svo komst ég mörgum tónum hærra en nú gerist. Og svo er bara eins og hálsinn lokist ef ég reyni að fara upp. Og það er alveg nýtt.

Allt getur nú gerst. Pabbi fór í heimsókn til Lilju minnar í dag. Sem er nú ekkert í frásögur færandi, nema að eitthvað fer hún að afsaka draslið hjá sér. Svona eins og fólk gerir stundum. Haldiði ekki að gamli fari bara og taki til hendinni í elhúsinu og hjálpi henni að taka aðeins til. Mér finnst þetta nú bara það krúttlegasta sem ég hef heyrt lengi. Áfram pabbi.

Jæja nú er mál að linni. Hlakka til að lesa bloggið hennar Lonni. Eins gott að hún standi við sitt.
Knus og kyss.

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Ég fer bara einu sinni um þessa veröld. Lát mig ekki slá því á frest og vanrækja það, því ég fer þessa leið aldrei aftur.

Datt í hug að nota bókina "Listin að lifa" og nota hana í titla þessa litla bloggs. Þar er hver dagur eyrnamerktur. Og boðskapur þessi er, "að drífa í því sem setið hefur á hakanum, hringja í alla familíuna og alla vinina, því ég gæti verið dauð á morgun". Svo er bara að fylgja þessu eftir. Gaman að sjá hvað hún segir um morgundaginn.

Villa vinkona kom í dag eins og um var talað. Mikið ósköp var gaman að hitta hana aftur eftir allann þennann tíma. Það er alveg ljóst að við verðum að hittast oftar. Höfum alltaf haft góðann ásettnig um það, en það er nú svona. Mikið að gera og mikið að vinna. Verðum samt að rifja upp Bridge kunnáttuna. Það er svoooooooooooo gaman. Ótrúlegt hvað þetta spil nær miklum tökum á fólki. Hér um árið flutti ein vinkona mín í bæinn (hafði búið á Súðavík) og var þá komin með mann og barn, og höfðum við þá spilaköld einu sinni í viku. Spiluðum kana. Svo kom að því að spúsarnir okkar vildu spila Bridge og við sögðum NEI. Ætluðum sko ekki að taka þátt í því. Allir yrðu vitlausir og algjörlega húkt og nenntu ekki að spila neitt annað. En svo kom að því að við gáfum eftir og það var eins og við manninn mælt. Við urðum algjörlega húkt og nenntum sko ekki að spila kana meir. Í byrjun spiluðu pörin saman en það gekk ekki til lengdar. Ég uppgötvaði alveg nýja hlið á mér. Ég hundskammaði kallinn ef mér fannst hann segja vitlaust eða setja rangt spil út. Ég tek það framm að ég hafði ALDREI fundið fyrir því að ég væri tapsár í spilum áður. En nú var annað hljóð komið í strokkinn. Svo við vinkonurnar spiluðum saman og strákarinir saman. Við vorum svo húkt að ef ekki fékkst pössun, þá voru börnin tekin með og látin gista. Spila 2svar til 3svar í viku. Plús allar helgar. Oh my god. Eitt kvöldið, áður en við skiptum um partnera þá kom Fannar sonur þeirra framm og spurði, "af hverju tala Diddi og Gunna svona hátt". Og þá skiptum við. Ég leyfði mér að sjálfsögðu ekki að skamma vinkonuna eins og spúsann. Those wore the days my friend.

Og nú er Lonni mín í flugvél á leið til Singapor. Búin að vera í London í 11 tíma í millilendngu. Splæsti þar á sig disk með Robbie Williams. Tímdi ekki að kaupa sér ferða cd spilara. Fannst þeir of dýrir. Hún splæsti samt á sig nýjum gleraugum í Leifsstöð. Þau bíða hennar þegar hún kemur heim. Já hann var stór kökkurinn í hálsi mínum þegar ég knúsaði hana bæ í gærkvöldi. Bíð eftir að heyra frá henni þegar hún lendir í Singap. Skil bara ekkert í því að það er sama á hvaða tíma ég fer á NSN-ið ég hitti bara aldrei á Rúnu. Lonni ætlar að reyna að koma henni upp á bloggið. Það væri nú ekki leiðinlegt að geta lesið það sem á daga þeirra drífur þarna úti. Hlakka mikið til að hitta þau í sumar. Egill verður fertugur og ætlar að halda upp á það hér heima og svo ætla þau líka að koma á ættarmótið sem er árlegur viðburður í minni litlu en krúttlegu fjölskyldu. Það var nú ekki ónýtt fyrir hann Egil frænda minn að fá hann Örn Aron minn í afmælisgjöf. Já hún er rausnarleg þessi frænka.

Lilja og Baldur virðast vera búin að leysa úr sínum málum, að sögn hennar. Hef samt ekki trú á því. Eins og ég sagði í gær þarf þessi elska (Baldur) að þroskast um slatta. Það gengur náttútulega ekki að segja, and I cote " ég lifi mínu lífi og þú þínu" Annað hvort er fólk saman eða ekki. Og nú er lítið kríli á leiðinni og ekki seinna að vænna að taka sig á.

Þarf að heyra í Sillu á morgun og athuga hvort hún hafi hringt í Möggu í sambandi við söngtíma. Vona svo sannarlega að við eigum að mæta klukkan 5 í tíma. Verðum að drífa í þessu.

Nú er víst nóg komið nenni ekki meir.
Knus og kyss.

mánudagur, janúar 26, 2004

Jæja þá er stundin runnin upp. Lonni mín fer í fyrramálið og ég er ekki að sjá það að hún sofi nokkuð í nótt. Fórum til hennar í kvöld og þar voru tengdaforeldrarnir og systir Baldurs og mamma og pabbi. Mamma kom með þessar líka fínu pönnslur bæði upprúllaðar með sykri og líka með sultu og rjóma. Mmmmmmmmmmmm.. Voða gott. En hún var annsi orðin trekkt og Baldur minn var mikið kvíðinn á svipinn. Finnst þetta alltof langur tími. 6 vikur. En við verðum bara að vera góð við hann og bjóða honum í mat og dúlla við hann. Þau áttu voða góða helgi saman, tvö ein í bústað. Voða næs. Legið í leti og slökkt á símum. Já svona á að gera þetta.
En mikið hræðilega á ég eftir að sakna hennar. Við tölum saman á hverjum degi og hittumst svo þetta verður langur tími. En ég vona að hún upplifi ævintýri í dós. Að sjálfsögðu voru ástralíubúarnir með innkaupalista fyrir hana. SS sinnep, steiktur laukur og hákarl. Hvernig haldiði að hún lykti. hehehe.

Þá er vinnuhelgin loks á enda og tveggja daga frí frammundan. Ahhhh. Villa vinkona ætlar að kíkja til mín á morgun þó fyrr hefði verið. Við höfum ekki hist síðan um miðja október. Það er af sem áður var. Endalaust á blaðrinu. En það vill vera sona þegar fólk fer að eignast börn og buru.
Hlakka til að hitta hana. jejeje.

Lilja mín búin að vera hér eftir að við komum frá Lonni er að fara heim núna. Eitthvað vesen á þessum turtildúfum. Vonandi að það lagist. Kominn tími til að Baldur hennar þroskist. Kannski er ég hlutdræg en held samt að ég hafi rétt fyrir mér. En það er sona með þessi börn manns, maður stendur alltaf með þeim.
Nenni ekki meir í kvöld.
Knus og kyss.

laugardagur, janúar 24, 2004

Ja hérna hér. Nú er letin alveg gjörsamlega að fara með mig. Og að sjálfsögðu er þriðja hver helgi núna. Eins og alltaf. Mín að vinna....... I just love my job. Missti af American Idol í gærkvöldi, en hangi í þeirri von að Lonni hafið tekið það upp. Það er með öllu bannað að missa af því. Kóræfing síðasta þriðjudag, like always. Söngtími hjá Möggu á undan. Mikið var gott að fá loksinns tíma hjá henni aftur. Gerir manni ótrúlega gott. Sillan kom hér á fimmtudagskvöldið og setti kommenntið á bloggið hjá Lonni. Svo nú er henni ekkert að vanbúnaði. Það er hreint alveg ótrúlegt hvað við Sillan getum kjaftað út í eitt. Klukkan orðin hálf þrjú þegar hún fór og maður verður ekkert var við hvað tímanum líður. En það gerir heldur ekkert til. þetta er svo gaman. blablablabla.

Núna eru Lonni og Baldur í rómantískri ferð í sumarbústað. Nota síðustu dagana vel saman, því nú fer hún næsta mánudag.
Ég verð örugglega ekki í rónni fyrr en hún er komin til Egils og Rúnu. Þetta er víst veðrið þar núna. Hásumar. Á meðan húkum við hér í fimmulkulda. Brrrrrrrr.

Er að lesa Lindu Pé núna og verð að segja það að ég dauðsé eftir því að hafa ekki byrjað á henni og lesið Stínu á eftir.
Það er svo mikið um að vera í bókinni hennar Stínu að hún heldur manni alveg við efnið. En svo er bara ekkert að gerast hjá
Lindu. Þvílík lognmolla.
Annars er ég alveg andlaus núna, nenni ekki meir.
Knus og kyss.

sunnudagur, janúar 18, 2004

Jæja, hvað sagði ég ekki. Vissi að Kalli Bjarni myndi vinna þessa keppni. Mikið ógeðslega var hann flottur og í þessum líka smarta jakka. Fimmhundruðkallinn var líka mjög góður, en hann fór líka mjög örugga leið. Held að það sé varla til betra og þægilegra lag að syngja. En hann gerði það mjög vel. Og Anna Katrín er líka mjög góð, en blessuð röddin í henni er bara lasin þessa daganna. En hún er samt með mjög töff rödd. Og þetta Idol-lag var bara slatta gott. Svo nú er bara að hlakka til að Kalli Bjarni fari í World Idolið. Gaman að sjá hvernig það kemur út. Fórum til Guðnýjar og Sigga að horfa. Ætluðum til Lonni en hún lét henda sér inn í stera áður en hún fer til Aussi. Það var svosem ekkert verra að fara til sæmdarhjónanna í Mosó. Með breiðtjaldskassa og bíókerfi eða surround eða hvað þetta nú heitir.

Svo vorum við Systurnar að syngja á þorrablóti Frammsóknarmanna í Kópavogi í kvöld og tókst bara vel upp að ég held.
Keyrði svo Sillu heim og heimtaði að sjálfsögðu kaffi fyrir. Og við töluðum og töluðum og töluðum og töluðum. Meira hvað það getur verið erfitt að koma sér upp úr stólnum þegar maður byrja að kjafta. Tókum smá bókmenntagagnrýni og krufðum Stínu stuð. Það er soldið skrítið að lesa bókina, því að mér finnst eiginlega eins og Stína sé hjá mér og sé að segja mér frá. Hún kemur ótrúlega sterkt í gegn. En ég er nú ekki hálfnuð enn svo það er fullt eftir. Og Linda líka. Svo er ég líka búin að fá nýjann skammt að Ísfólkinu. Er að lesa það í annað sinn. Las bækurnar þegar þær komu út hér um árið og byrjaði svo aftur í haust. Lonni er að fá þær lánaðar hjá vinkonu sinni svo ég fæ þær á eftir henni. Mínar eru nebbilega einhversstaðar í kassa niðri í kompu. Ótrúlega gaman að lesa þær aftur. Verð eiginlega að fara að eignast almennilegar bókahillur svo ég geti nú náð í allar bækurnar mínar aftur. Þær eru búnar að vera í kassa síðan ég flutti úr Gaukshólunum. Og síðan eru liðin 9 ár. Alveg kominn tími á að rifja upp hvað maður á þarna niðri. Þetta eru sko allavega 5 eða 6 stórir kassar fullir af bókum. Veit ekki lengur hvaða bækur við eigum þarna.

Svo er loksins búið að negla næsta söngtíma hjá oss Sillu og mér. Næsta þriðjudag á undan kóræfingunni. Annars skil ég ekki hvað er að gerast með mína rödd. Hún verður bara dýpri og dýpri, og ég er alveg hætt að geta sungið á hærri nótunum. Skil bara ekki hvað er að gerast. En ótrauð held ég áfram og æfi og þen þessi bönd sem þessa tóna framleiða og gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefanna. Kannski þeir taki við mér í Fóstbræðrum eða Karlakór Rvík. hehehe.

En, enn og aftur komin tími á bólið. Svo þið fáið ekki meir í kvöld.
Knus og kyss.

föstudagur, janúar 16, 2004

Æ elskurnar mínar. Mikið ósköp getur maður verið latur. Ég er svo gjörsamlega andlaus og veit hreinlega ekki um hvað ég ætti helst að skrifa. Búin að vera á morgunvöktum alla vikuna og svo held ég að einhver kellingaveiki sé að hrjá mig, því ég á mjög erfitt með svefn. Sef bara asskoti ekki neitt. Ligg og bylti mér framm og til baka, les smá, skrepp framm og flóa meira segja mjólk. Úff hvað mar getur orðið pirraður. Og svo liggur þessi elska við hliðna á mér og hrýtur eins og hann sé á hátíðarkaupi við það. En ég skal sofa út á morgun. Til hádegis að minnsta kosti. Ég skal, ég get og vil..... jamm og hafið það. Fór á kóræfingu á þriðjudaginn og það var að sjálfsögðu voða gaman að hitta kellurnar aftur. Fengum meira segja nýtt lag. Úr Mary Poppins. Ekki leiðinlegt það.
Og nú er bara rúm vika þangað til að Lonni mín fer til Aussi. Mikið held ég að ég eigi eftir að sakna hennar. En hún er búin að lofa að vera dugleg að blogga og segja frá öllu. Þetta verður ævintýri fyrir hana þessa elsku.
Hér var allt liðið í mat í kvöld. Mamma og pabbi með Gyrðir með sér. Hann ætlar að vera hjá afa og ömmu um helgina. Lonni og Baldur og Lilja og Baldur voru líka. Og á boðstólum voru fiskibollur ala Diddi. Allir átu á sig gat að venju þegar þær eru á borðum. Við Lonni tókum einn óþverra og hún vann, en ekki feitt því ég átti bara eitt spil eftir. Svo það var ekkert voða sárt. Held að við ættum að fara að leita okkur hjálpar. Þetta er orðin hin versta spilafíkn. Maður verður alveg ómögulegur ef það líða tveir eða þrír dagar á milli spila. Jísös, ég hefði bara aldrei trúað þessu.
Svo er það Idolið á morgun. Mín ætlar að fara til Lonni og horfa. Hlakka mikið til þess. Gaman að sjá hvort einhver fótur er fyrir þeim sögum að Simon Covel mæti á svæðið. Það væri náttúrulega alveg toppurinn. Spennandi verður að heyra hvort röddin í Önnu Katrínu sé eitthvað að koma til. Annars held ég að það sé alveg öruggt að Kalli Bjarni vinni þessa keppni. Minn maður. Og svo skemmtir maður sér yfir Svínasúpunni á milli. Mikið lifandis býsn sem við hlógum að síðasta þætti. Þetta er svo mikil vitleysa að það hálfa væri helllingur. En alveg drepfyndið. hehe.
Jæja hér er ég búin að rausa alltof mikið um akkurat ekki neitt, og ég sem hélt að ég gæti ekkert skrifað. En nóg að sinni.
Knus og kyss.
Sorry engin mynd, ég gat ekki sett inn myndir núna veit ekki why.

sunnudagur, janúar 11, 2004

Þá er enn einn dagurinn liðinn að kveldi. Og ekkert varð úr rykþurrkingum í dag. Svaf alltof lengi. Eða til klukkan, nei segi ekki hvað klukkan var. En hún var alltof mikið. Guðný og Siggi litu hér við í dag og svo fórum við til Lonni og Baldurs. Diddi var að hjálpa Baldri að setja upp viftuljósið sem þau fengu í jólagjöf. Eitthvað gekk það nú brösulega, svo minn maður verður að fara aftur og klára þetta. Og ekki nóg með það, þau fengu tvö eins viftuljós í jólagjöf og ákváðu að eiga bæði, setja annað í stofun og hitt í svefnherbergið. Svo þeir hafa nóg að gera karlarnir okkar á næstunni. Lilja kom líka til Lonni og var svo samferða okkur heim, því hennar Baldur fór að sjá Lord of the ring klukkan tíu. Og ekki vildi betur til en svo að þegar við komum með hana heim þá uppgötvast það að hún er lyklalaus. Svo hér situr hún og bíður eftir að Baldur komi heim. Mér skillst að myndin sé ekki búin fyrr en hálf tvö. úff. og ég á að mæta klukkan hálf átta í vinnu. Só bi it.

Og svo er það framhaldssagan af jólalíkjörnum. æjæjæj. Oh my god. Held hreinlega að ég hafi aldrei smakkað annað eins ógeð. Annsi hrædd um að hann fari í vaskinn. Illa farið með góðann vodka.
Hefði verið betra að geyma hann og nota í góðu partýi.

Ekkert varð úr bókaskiptidegi hjá mér og Sillu. Skiptum kannski bara á kóræfingu á þriðjudaginn. Mikið hlakka ég til að hitta allar þessa kellur aftur og taka nokkur lög. Komin tími á að reyna á röddina aftur. Og svo eigum við Silla enn eftir fimm einsöngstíma hjá Möggu Pálma. Hlakka líka til að takast á við það. Fullt til að hlakka til. Mikið er ég heppin.


Annars nenni ég ekki að skrifa meir hér og kveð því og bíð góða nótt.
Knus og kys
Well, þá eru jólin formlega búin hér hjá oss. Fóru með virðuleik og söknuði ofan í kassa og upp í skáp. Og þá er bara eftir að þrífa jólarykið svo pláss verði fyrir vorrykið. Því nú bíður maður bara eftir vorinu með eftirvæntingu. Mikið er nú gott að einhver hefur skoðun á því sem ég krota hér. Jafnvel þó viðkomandi skilji ekki stakkt orð af því sem hér stendur. Já það er gott að eiga "vini". Viðkomandi fannst bara litlu myndirnar mínar svo sætar. Já mikið var gaman að fá kommennt. Jamm, svona leit sólheimaglottið á mér út þegar ég sá þetta kommennt

Og nú bara verð ég að fara til Sillu í bókaskipti. Búin með Þráinn og bíð nú spennt eftir Stínu. Kannski við getum bara stofnað lesfélag eða bókaklúbb og verið soldið menningalegar.

Adda kom hér í kvöld og að sjálfsögðu var tekin einn eða fjórir óþverrar. Og mín var frekar aum í afturendanum þegar hún fór. Neitað hreinlega að spila meira. Dí hvað það er leiðinlegt að tapa alltaf. En ég hlýt bara að vera svona heppin í ástum. Verð nú að segja það að ég varð hálf móðguð yfir lýsingum einnar bloggkonu á reykingarfólki. Pakk og pakk. Erum við ekki fólk eins og aðrir. Eigum bara við þennann veikleika að etja. Ég vona svo sannalega að hún eigi enga vini og sé ekki skyld nokkrum manni sem reykir. Þeir vita þá hvað henni finnst um þá. Pakk og pakk.

En hún skrifar nú samt skemmtilega. Og rússíbanaferð hennar var ótrúlega fyndin, og er ég búin að sýna hana nokkrum.
En það er ljótt að dæma aðra svona hart. Og hana nú. Ekki meira um það.

Jæja annars væri alveg þjóðráð að fara að drífa sig í ból svo ég sofi ekki framm eftir öllu á morgun og láti verða að því að skófla burtu jólarykinu.
Knus og kyss.

laugardagur, janúar 10, 2004

Jæja þá er enn og aftur komin helgi og ekki vinnuhelgi. Jeiiiiiiiiiii. Mikið gott. Liggja í leti alla helgina. Eða, kannski maður ætti að taka jólatréð niður fyrst mar er í fríi. Er samt að hugsa um að láta ljósin í glugganum vera svona kannski út janúar. Það verður svo hræðilega dimmt þegar öll jólaljósin eru farin. Jamm, held ég geri það. Við Örn Aron fórum til Lonni í kvöld að horfa á Idolið. Skil eiginlega ekki hvernig stendur á því að Anna Katrín skyldi ekki vera kosin út í kvöld. Hún er ekki að standa sig eins og vera skyldi. Og Ardís var hreint út sagt æðisleg. Gat bara alls ekki heyrt að hún væri flöt eins og dómararnir sögðu. Kalli Bjarni var að sjálfsögðu bestur og ég er illa svikin ef hann vinnur ekki þessa keppni. Ég er búin að halda með honum alveg frá því í prufunni á Loftleiðum.

Annars er ég mjög löt núna og nenni ekki að blogga mikið, held bara að þetta verði að duga.
Knus og kyss

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Bara að láta ykkur vita að ég gerði eins og Silla talaði um og publisaði svo og allt fór í vitleysu. Pasteaði svo og postaði og publisaði svo. Og þá var þetta í lagi. Fattiði hvað ég er að tala um. Bæ.
Jæja best að gera eina tilraun enn. Eyddi bara hinu. Var eitthvað að reyna að laga það en gafts upp á því. Sjáum til hvað gerist núna. Hugsa að það sé rétt sem Silla segir að það borgi sig að Copy og Pastea draslinu. Betra en að vera að svekkja sig á þessu. Að sjálfsögðu var þetta obboslega skemmtilegt blogg hjá mér í gær. Haha. Við hjónin fórum á útsölu ársinns í Kringlunni í gær, og keyptu fernar buxur og eina peysu á örverpið okkar, í þeirri búð sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla í. Löngu orðið tímabært að endurnýja brókaeign barnsinns.Hefur verið eins og braggabarn til fararinnar undanfarna mánuði. En það er svo undarlegt með þessa elsku að honum þykir SVO vænt um gömlu fötin. Og engu má henda. Einar buxurnar eru sko happabuxur. Önnur skálmin hangir á tveimur þráðum um hné, og þar sem barnið vex en brókin ekki þá ná þær rétt niður á kálfa. Það er spurning hvort ekki megi búa til happa stuttbuxur úr þeim fyrst ekki má henda þeim. Ha. Svo vorum við í mat hjá Öddu og fengum hrikalega góðann Skötusel. MMMMMMMMMMMMMMMM. Liggur við að ég finni enn bragðið af honum. Fékk þennann rétt hjá henni fyrir mörgum árum síðan og hann var alveg jafn æðislegur þá. Aldrei að vita nema ég fái leyfi til að dúndra uppskriftinni hér inn, svo aðrir geti notið góðs af. Fiskifreysting Öddu klikkar ekki.

Svo átti ég alveg eftir að segja ykkur frá Jólaglögginu fræga, sem birt var í Gestgjafanum. Mín gerði alveg eins og í blaðinu stóð. Ein flaska Vodka, 2 vanillustangir, 40 kaffibaunir, 40 sykurmolar og ein appelsína með 40 götum í og látið standa í 40 daga. Þegar svo þessir 40 dagar voru liðnir tók ég til þrjá vínpela og bjó mig undir að hella þessum eðaldrykk yfir. En hvað gerist. Ég fæ ekki nema einn og hálfann pela úr þessu. Skil bara alls ekki hvað varð um allann Vodkann minn. Ég reyndi líka að kreista appelsínuna en fékk ekki deigann dropa úr henni. Og bragðið. Veit ekki hvað skal segja. Ekki gott að segja. Hef nú fengið betri líkjör. Á reyndar eftir að smakka þetta með kaffi. Sjáum til þá.

Liljan mín fór í sónar í dag og kom svo hér við. Og með mynd að sjálfsögðu. Alveg ótrúlega skýra. Meira að segja Örn Aron gat bent á höfuð, fætur og hendi. Held að ég sé fyrst að átta mig á þessu núna. Svona þegar maður sér þetta svart á hvítu. Vona bara að allt gangi vel. Hún er flogaveik og á lyfjum við því og þarf í raun að ákveða hvenær hún ætlar að verða ólétt svo hægt sé að skipta um lyf eða kannski breyta einhverju. Eða það sagði doktorinn. Og var hálf ólundarlegur við hana. En það er nú svona að ekki gera börnin alltaf boð á undan sér og þau voru ekkert á leiðinni að eignast barn. En nú þegar þetta er orðið að veruleika eru þau alveg í skýjunum bæði tvö.

Svo nú verð ég að fara að drífa mig í að kaupa garn í skírnarkjólinn. Var einhvern tímann búin að lofa því. Hjúkk mar. Eins gott að byrja strax. Þetta er enginn babe born kjóll.

Svo fer að styttast í að kóræfingar hefjist aftur. Hlakka mikið til að fá hana Sillu mína aftur mér við hlið, eftir hausthlé. Eins gott að hún sæki ekki um að fara í annann sópran. Þá verður mín voða spæld.
Held að þetta sé nú orðið ágætt, var á kvöldvakt og þarf að vakna með stubbnum í fyrramálið í skólann.
Knus og kyss.

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Nenni ekki ad laga tetta.

fimmtudagur, janúar 01, 2004

Well my darlings. Þá er mar orðin endanlega bilaður. Sit hér klukkan sjö að morgni nýársdags að blogga. How sad can it be. En það er sko ekkert sad about it. Var að koma heim eftir alveg hreint frábært kvöld hjá mömmu og pabba og nótt hjá Maggie Dís föðursystur minni. Byrjuðum kvöldið sem fyrr segir hjá ma og pa. Fengum þar rosa góðann svínabóg með obboslega góðri puru. Mín verður sko með bjúg þegar hún vaknar einhvern tíman í dag. Sátum svo og spjölluðum og horfðum svo á skaupið, sem okkur fannst bara með því betra sem sést hefur. Spjölluðum meira. Svo fór Örn Aron út að skjóta upp rakettum og sprengja kínverja eða froska eða hvað þetta heitir nú allt saman. Mikið stuð þar. Við mamma sátum við gluggann og höfðum besta útsýnið. Erum nú ekkert að leggja okkur í hættu við að standa úti. Svo var borið fram heitt kakó og ostar mmmmmmmm. Mikið gott. Jísös hvað ég var södd. Örn Aron fékk svo að gista í afa og ömmu bóli svo við gamla settið fórum á rall. Til Maggie Dis og Óskars. þar voru Halli og Anna Fanney og hennar foreldrar og Hössi frændi. Halli og Anna Fanney fóru fljótlega eftir að við komum og foreldrarnir. Úbs, Kolla og Binni voru þar líka. Ekki má gleyma þeim. Binni og Hössi djömmuðu mikið á gítarinn og við sungum að sjálfsögðu hástöfum með. Og Robbi Williams var aðalnúmerið með lagið Feel. Hrikalega gott lag. Sá hann á tónleikunum sem sýndir voru á RUV um daginn og þegar hann söng þetta lag grét hann hástöfum líka. Enda mjög tilfinnigaþrungið lag.

Lilja Bryndís hringdi að sjálfsögðu til að óska okkur gleðilegs og hún var hreint alveg í skýjunum. Haldiði ekki að hann Baldur hennar hafi farið á skeljarnar og beðið hennar í kvöld. Oh, svo rómó.

Og þá er víst bara eftir að ákveða daginn. Lonni Björg hringdi að sjálfsögðu líka og var mikið stuð hjá þeim. Partý í Kópavogi. Svo fékk ég voða sæt sms frá Írisi sem ég að sjálfsögðu sendi áfram.

Annars held ég að ég sé að verða eitthvað melló. Fékk kökk í hálsinn þegar útvarpið söng Nú árið er liðið í aldanna skaut. Ótrúlega flott lag.

Svo fór Diddi í vinnuna eða þannig og keyrði Kollu og Binna heim og kom svo aftur og sótti mig og Hössa og keyrði hann heim líka. Og nú er hann farin að sofa þessi elska og ég held að ég ætti að gera slíkt hið sama. Förum svo í mat til Lilju og Dadda í kvöld. Fiskisúpa a la Lilja og fleira góðgæti eins og alltaf á þessu fyrsta kvöldi nýs árs.

Vona að þið öll hafið átt eins góð áramót og ég.
Kuns og kyss.