laugardagur, maí 29, 2004

Barnalandið góða

Má nú samt til með að lofa ykkur að sjá bumbumyndir að litlu stelpunni minni sem er að verða mamma og í leiðinni að gera mig að ömmu

Ófæddur Baldursson og þið þurfið lykilorð til að komast inn og það er libbidý og ekki gleyma að kvitta í gestabókina. Tek það fram að það er ég sem er að gera þessa síðu. híhí

Ömmuknús í krús.

Lyklaborð dauðanns....Argg

Arg, nú er mín sko spæld maður. Nýja fína lyklaborðið mitt er ónýtt. Þarf stundum að ýta 2svar og 3svar til að stafurinn komi. Og backspaceið maður minn. Eins gott að vanda sig. Það tekur sko mínútu að komast eitt til tvö skref afturábak. Shitttt

Fór inn á síðuna hennar Hörpu og náði í þennann link þar. Kíkið endilega á hann. Ekki samt fyrir viðkvæma. Smá sona dónó. En fyndið. VÍSUHORNIÐ Have fun. Vona að enginn móðgist og hætti að lesa mig.

Annars eins og fyrr hefur komið fram er ég á fullu að breyta og bæta bloggtetrið mitt. En það er svo skrítið að sama hvað ég reyni get ég ekki breytt letrinu á Undir fyrirsögninni, og litnum á linkunum og hafsjónum. hmm undarlegt. En mar gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefanna. Róm var ekki byggð á einum degi. Ekki er öll nótt úti enn.


Heyrði í Diddunni besta skinni í dag. Oh hvað ég hlakka til að hitta hana á föstudaginn, því þá er okkar litla og krúttlega ættarmót. Jibbýkóla.

jæja nú nenni ég ekki meir á þetta lyklaborð dauðanns, hendi því í gólfið ef ég held mikið áfram. Fer sko með það stax á þriðjudaginn og heimta nýtt.

Knús í krús

föstudagur, maí 28, 2004

Fantasia drottning kvöldsins.

Já það verður sko ekki af henni skafið. Hún er algjört æði og ég er sko búin að halda með henni allann tímann. Fékk nettar strumpabólur þegar hún söng I belive og svo bara láku tárin henni til samlætis. Og ekki gat ég betur séð en að þau hafið lekið á öðrum andlitum líka. Fór nebbilega til Lonni að horfa, (ég er ekki með stöð 2) og Ása var þar líka og við áttum það sameiginlegt að halda allar með henni. Mig er strax farið að hlakka til að heyra hvernig hún kemur svo út á cd.
Idolið rúlar.

Svo sýnist mér á öllu að þessar Léttur séu svo uppteknar að pakka fyrir Italíu að þær megi bara alls ekki vera að því að skrifa kveðjublogg.
Allavega óska ég þeim hinnar bestu ferðar og megi þær gera garðinn frægann á hinni söngelsku Italíu.
Aldrei að vita nema þær hitti okkar ástsæla Kristján Jóhannsson mér skilst að þær verði við Gardavatnið. Hver veit. Góða ferð snúllur, Silla, Willa og Ingibjörg og þið allar.


Jæja snúllulíusarnir mínir nú er mál á ból. Jag skal jobba i moron.

Knús í krús...........

fimmtudagur, maí 27, 2004

Breytingar og meiri breytingar.....

Eins og þið sjáið er ég á fullu að laga og bæta. Búin að sitja hér sveitt að breyta litum og textagerð. Er ekki alveg búin en þetta er allt í áttina. Veit ekki einu sinni hvort þetta verður svona áfram. Þarf að melta þetta aðeins. En finnst ykkur ekki klukkan mín flott. Já,já þetta fann ég. Oh my good. I´m so good.


Annars er þetta búið að vera góður dagur. Druslaðist til að heimsækja Sigrúnu, hef ekki komið til hennar síðan í FYRRA. Skamm,skamm Gunna.

Fór svo í Domus Vox að innrita mig í Gospelsystur fyrir næsta vetur og ná í diskinn frá tónleikunum. Hmm. Ekki eins góður og ég hélt. snökt,snökt. But what can you do.

En annars nenni ég ekki að skrifa mikið núna. Er búin að sitja í 2 tíma og breyta og bæta. Segið mér endilega hvað ykkur finnst um þetta og hvað mætti betur fara. Þið vitið Kommenntið. Til þess er það.
Knús í krús......................

miðvikudagur, maí 26, 2004

Fiskisúpa ala Heiða. mammmamm

Fór á súpufund hjá kórnum í kvöld. Þar hefur víst skapast sú hefð að formaður kórsinns eldar þessa líka rosalega góðu fiskisúpu í lok hvers starfsárs og bíður til sín stjórn kórsinns og þeim konum sem eru í nefndum. Og sem sagt nú er ég í nefnd og get sko bara alveg skilið hvernig stendur á því að þessar systur mínar endast svona vel í sínum nefndarstörfum. Þvílíka dýrðar súpan. Þetta var hið besta kvöld og mikið spallað. Og svo er víst ein reglan sú að konur sem eru í sömu rödd máttu ekki sitja saman til borðs. Fjórar voru við hvert borð, og þetta gaf manni tækifæri á því að kynnast fleiri konum. Sniðugt. Maður er eitthvað svo fastur í sinni rödd. Þekkir með nafni þær sem standa næst manni og koma út í syndina í pásunni. Sem sagt æðislegt kvöld. Svo fengum við að heyra diskinn af tónleikunum og hann kemur bara vel út. Aldrei slíku vannt heyrist bara vel í altinum. Svo verður hann seldur á morgun. Ég þangað að ná mér í eintak.


Hér var Leoncie að syngja í bakgrunni í sjónvarpinu. Radio rapist. Dísös kræst. Hvað er með þessa konu. Er hún alveg sneidd ÖLLU. Samt er það svo skrítið að maður fer alltaf að kíkja þegar hún birtist á skjánum. Skil það bara ekki. Svo situr mar og hneykslast.
Hún kann ekki að dansa, hún kann ekki að syngja, og hún kann sko alls ekki að klæða sig. For crying out loud. Turn of the tv.

Annars kom ég við hjá Öddu á leiðinni heim og við tókum 3 óþverra. Hún vann tvo og ég einn. Þennann í miðjunni. Og ætlaði sko ekki að spila meir þetta kvöldið. Hætta skal leik þá hæst stendur. En nú bað svoooo fallega að ég gat ekki neitað henni. Svo það urðu þrjú spil í kvöld. Annars held ég að ég sé alveg að fá ógeð á þessu spili. Kominn tími til að læra eitthvað nýtt.


Aumingja Lonni fór með tölvuna sína í viðgerð um daginn,vegna þess að hún keyrði sig ekki upp. Þeir gátu ekki fundið neitt að henni og sögðu hana í góðu lagi. Fyrir þetta mátti hún borga 3000 kall. Fer svo heim með græjuna og hvað gerist. Hún keyrir sig ekki upp. Svo nú er hún aftur í viðgerð. Gaman að heyra hvað þeir finna út úr þessu. Mín kona er nú frekar orðin pisst á þessu veseni. Og hún sem var að fá sér þráðlaust ADSL.


Sé að Sillan er búin að setja bloggsíðuna sína í stíl við heimilið. Manneskjan er alveg að tapa sér í þessum gráu tónum. híhí.. En samt er ekkert kommennt á síðunni hennar. Og by the way. Hún er bara flott svona grá kellingin mín.

Annars er þetta að verða gott í bili.
Knús í krús...............................

sunnudagur, maí 23, 2004

Þvottadagur dauðanns

Það er sko ekki einleikið þetta fatavesen á syni mínum. Hér var mín búin að þvo allann þvott, þurrka og ganga frá. Dobblaði svo erfðaprinsinn til að taka til í herberginu sínu í dag (eða mútaði honum) og það var eins og við manninn mælt. Baðherbergisgólfið fylltist af óhreinum tuskum af honum. Fjórar þvottavélar, takk fyrir takk. Og hvernig fór ég svo að því að múta honum ?. Já, það er nebbilega þannig með þessa elsku að hann er spilafíkill af verstu sort, svo sem ekki langt að sækja það. En Lilja Bryndís kom hér í dag og þá langaði hann svo rosa mikið að spila blindann kana. Og þá komu múturnar. Ef þú tekur til inni hjá þér skulum við spila við þig. Og aldrei slíku vant þá virkaði það. Óskandi að það virkaði alltaf jafn vel. En því er nú ekki að heilsa. Annars er þetta bara búinn að vera letidagur. Legið yfir sjónvarpinu,spilað og þveginn þvottur. Eldaði þetta líka dásamlega hvítlaukslæri á kartöflubeði. Mmmmmm. Rosa gott. Svo litu Lonni og Baldur hér inn í kvöld. Fóru út að boða í tilefni afmælis drengsinn. Til hamingju með daginn Baldur minn.

Jæja ætli sumarið sé ekki loksins komið, Þvílíka dásemdar veðrið í dag. Og ég hékk inni. Skamm,skamm. En svona er þetta. Hér er ég búin að vera að kvarta og kveina yfir þessum kulda og rigningu og hangi svo inni þegar loksins kemur almennilegt veður. Rak nú samt nefið aðeins út á svalir. Annars er ég búin að liggja sveitt yfir nýja fína skannanum mínum. Er ekki alveg að fatta hvernig þetta virkar. Skannaði inn mynd á geisladisk til að prenta svo á svona blað til að líma á diska. En mér er alveg ómögulegt að finna út hvernig og hvar þá ég get stillt dæmið þannig að það prentist á rétta stað á blaðinu. Kannski ég verði bara að dobbla Sillu til að kenna mér á þetta dót. Og talandi um Sillu. Skil bara ekkert í því að ég skuli ekki sjá kommentið á síðunni hennar. Ég sé þau á öllum hinu síðunum sem ég les, og hún stendur fast á því að kommenntið sé þarna ennþá. But not for me to see.

Annars er nú farið að styttast heldur betur í Italíu för Léttanna. Dísös kræst, væri ég til í að vera að fara með þeim. Neiiiii, held ekki. Eða þannig.
Guðný vinkona hringi og nú eru þau búin að gera tilboð í gamla húsið sem Siggi er alinn upp í. Spennandi að fylgjast með því, Þau voru nebbilega sko alveg hætt við. Í fyrradag. Fljótt sipast veður í lofti.

Jæja elskurnar nú nenni ég ekki meir
knús í krús...........................

laugardagur, maí 22, 2004

oc lala


Which O.C. Character Are You? Find out @ She's Crafty

Ahhhhh

Jæja þá er alt-partýið að baki og var náttlega alveg rosa gaman eins og við var að búast. Kom heim um fjögur í nótt, sá að Gurrý var vakandi og dreif hana yfir í spjall. Og við sátum til klukkan að vera hálf sex og blöðruðum um allt og ekkert. Mín var nebblega sko ekkert í stuði til að fara að lúlla. Jísös kræst,já ég veit ég er biluð. En sona er ég bara. híhí.. Ekki laust við að ég væri farin að sjá tvöfallt undir lokin. hehe,.
Við pöntuðum okkur mat frá Nings og hann var bara slatta góður og svo var að sjálfsögðu mikið sungið og ekki síst úti í smóknum. En semsagt nú er komið sumarfrí hjá oss söngsystrum og spurning hvað mar á að gera á þriðjudagsköldum í sumar. hmmm.
jEngin er ströndin hér til að tjilla á. Heyrðu hvernig læt ég. Veit ekki betur en við eigum eina sandströnd í Nauthólsvíkinni góðu. Jæja ætli það sé ekki best að halda áfram að taka til. Búin að ryksuga svo kannski ég moppi aðeins yfir gólfin. Kannski meir í kvöld
Knús í krús..

miðvikudagur, maí 19, 2004

Úff..............

Já, úff. Ég held að ég hafi drukkið aðeins of mikið rauðvín í kærkvöldi. Fór á slúttið hjá kórnum og þar var boðið upp á bjór og rauðvín. Og mín í bjórinn og þega hann var búinn var bara farið í rauðvínið og svo kíkti Silla við og ætlaði að skutla mér heim og þá var sko klukkan ekki nema um ellefu. En henni datt það þjóðráð í hug að bjóða mér heim og opna eina rauðvín og dobbla svo bara Hrund til að skutla mér heim. Ok, ég heim með henni og hún opnaði sko ekki bara eina rauðvín heldur tvær og það get ég sagt ykkur að það var ekki mikið eftir í þeirri seinni þegar Hrund skutlaði mér heim. Og klukkan var sko ekki heldur neitt nálægt ellefu. Oh,lord, I´m on my way,,,,, neibb hún var sko fjögur.
Svo þurfti ég að vakna með drengnum klukkan hálf átta og koma honum í skólan og þá lá sko leiðin beint í lyfjaskápinn og leystar upp tvær Treo. Festist svo yfir bíómynd á Bíórásinni til 10 og lagði mig svo aftur og svona og er bara asskoti hress núna. Alveg tilbúin í vinnuslaginn.

Jæja kannski að mar drusslist til að setja í eina þvottavél eða svo áður en vinnan tekur við, hef ekki gert nokkurn skapaðan hlut síðan god knows when..

Knús í krús.....

mánudagur, maí 17, 2004

Loksins,loksins,loksins,

Já elskurnar mínar. Ég er komin heim. Heima er best. Það hef ég alltaf sagt. Fór til Sillu í dag og John hennar egtemann, lagaði þetta fyrir mig. Hugsa mig sko tvisvar um áður en ég fer að fikta eitthvað við bloggið mitt aftur. Er núna að dunda mér við að copy-paste öllu hinu dótinu sem ég skrifaði "hinumegin"
Knús í krús.

6 mai

25 merki um að þú sért orðin(n) fullorðin(n) OMG 1. Pottaplönturnar þínar eru á lífi og þú getur ekki reykt neina þeirra. 2. Þú gefur þér tíma til að taka af þér úrið áður en þú ferð að stunda kynlíf. 3. Þú geymir meiri mat en bjór í ísskápnum. 4. Klukkan sex að morgni er fótaferðartími en ekki háttatími. 5. Þú heyrir uppáhaldslagið þitt í matvörudeildinni í Hagkaup. 6. Þú fylgist með veðurfregnum. 7. Vinir þínar giftast og skilja í staðinn fyrir að byrja og hætta saman. 8. Sumarfríið þitt styttist úr 3 mánuðum í 3 vikur. 9. Bolur og gallabuxur eru ekki lengur spariklæðnaður. 10. Það ert þú sem hringir á lögregluna til að kvarta yfir hávaða í nágrönnum. 11. Eldri ættingjar hætta að segja kynlífsbrandara nálægt þér. 12. Þú hefur ekki hugmynd um hvenær pizzustaðir loka á nóttunni. 13. Bílatryggingarnar lækka en afborganir á bílaláni hækka. 14. Þú ert farin(n) að borða salöt sem aðalrétt. 15. Þú færð bakverk ef þú sefur í sófanum. 16. Þú vaknar fyrir kl. 9 á sunnudögum "af því það er svo hressandi". 17. Út að borða og bíó er að fara út að skemmta sér, ekki bara byrjun á góðu kvöldi. 18. Þú verður slæm(ur) í maganum, ekki saddur/södd ef þú færð þér heila pizzu kl. 3 að morgni. 19. Þú ferð í apótekið til að fá þér íbúfen, ekki til að kaupa smokka eða þungunarpróf. 20. Vín undir níuhundruðkalli er ekki lengur "ágætis kaup". 21. Þú borðar morgunverð á morgunverðartíma. 22. "Ég get ekki drukkið eins og ég var vanur" kemur í staðinn fyrir "Ég ætla aldrei að drekka aftur svona mikið". 23. 90% af tíma þínum fyrir framan tölvuna fer í raunverulega vinnu. 24. Þú drekkur ekki lengur heima til að spara pening áður en þú ferð á bari. 25. Þú lest allan þennan lista og leitar í örvæntingu að einhverju sem á ekki við þig.

Sá þetta í einu bloggi og fannst alveg frábært, mátti til með að stela því. Vona að engin verði sár. Er nú búin að senda annað mail og nú er bara að krossleggja fingur.

6 mai

Já órtúlegt með þessa háu herra þessa bloggsvæðis. Gera ekki svo lítið að svara kalli neytenda. hmmm. Frekar fúl yfir því. Kannski ég sendi bara annað mail. Mér finnst nú samt að mar eigi ekki að þurfa að ganga á eftir þessu. Verð alltaf svekktari og svekktari yfir þessu. Er búin að liggja yfir blogginu mínu á blogspot og ná að klikka á edit takkann og þurrka út þennann helvítis kóda sem ég setti inn í nýjungagirniskasti mínu. En ekkert gerist. Það á sko ekki að sleppa af manni hendinni fyrst hún er á annað borð komin.:klikk: Annars ætlar Sillan mín að tékka á þessu með mér. Vona bara að hún finni eitthvað út úr þessu. Hér verð ég sko ekki. Annars fór ég í dag og sótti Lonni upp á spítala. Sterarnir komnir á sinn stað, og svo fer hún aftur eftir hálfan mánuð. Og svo er bara að biðja til Guðs eða hver það er sem ræður, að hún nái að hífa sig aftur upp úr stólnum. Hef alla trú á að henni takist það. Svoddann baráttujálkur. Var að kjafta við Rúnu mína á msn-inu áðan og nú er aldeilis farið að styttast í þau. Hlakka ótrúlega mikið til að fá þau heim í smá tíma. Verst hvað tíminn er fljótur að líða þegar maður vildi helst að hann silaðist áfram. Jæja nenni ekki meir að sinni. Ætla að fara og skrifa annað mail á vefstjórann. Sjáum til hvað kemur út úr því.

Knús í krús........






4 mai

Já ég er enn að bíða eftir að þessi ágætis vefstjóri hafa samband við mig eða geri svo lítið að svara tölvupóstinum sem ég sendi honum. Finnst alveg lágmark að svara. :evil: Er loksinns búin að redda mér fríi á laugardaginn. Eða bara svona rétt til að skjótast á kóræfinguna. Ekki að ræða það að missa af æfingunni. Ekki má maður við því. Og svo á ég kvöldvakt á fyrri tónleikunum og er líka loksinns búin að redda því líka. Verð að viðurkenna það að ég var að verða annsi stressuð yfir þessu öllu saman. En Stebba ætlar að redda mér. :lol: Það er sem ég segi. Nú bara verð ég hreinlega að komast í venjulega dagvinnu. Það er orðið slæmt þegar vinnan er farin að hafa áhrif á hobbýið. :!: Svo var Lonni mín að hringja í mig, hún er inni á St. Jó. núna í sterum. Og nú liggur hún í rúminu og finnur hvernig mátturinn þverr. Er nú ekki nóg komið. Það sem er lagt á þessa elsku. Hún rétt gat staulast hálfann ganginn og þá var hún alveg búin. En hún á góðann kærasta sem stendur með henni og talar í hana kjarkinn. Mikið sem hún var heppinn að hitta þennann dreng. Það eru sko ekki allir 23 ára strákar sem taka svonalöguðu með öðru eins æðruleisi og hann. Ég tek ofan fyrir honum. Já ég er eitthvað sormædd núna. Læt þetta duga í bili.

Knús í krús.............






3 mai

Já ég er enn að bíða eftir að þessi ágætis vefstjóri hafa samband við mig eða geri svo lítið að svara tölvupóstinum sem ég sendi honum. Finnst alveg lágmark að svara. :evil: Er loksinns búin að redda mér fríi á laugardaginn. Eða bara svona rétt til að skjótast á kóræfinguna. Ekki að ræða það að missa af æfingunni. Ekki má maður við því. Og svo á ég kvöldvakt á fyrri tónleikunum og er líka loksinns búin að redda því líka. Verð að viðurkenna það að ég var að verða annsi stressuð yfir þessu öllu saman. En Stebba ætlar að redda mér. :lol: Það er sem ég segi. Nú bara verð ég hreinlega að komast í venjulega dagvinnu. Það er orðið slæmt þegar vinnan er farin að hafa áhrif á hobbýið. :!: Svo var Lonni mín að hringja í mig, hún er inni á St. Jó. núna í sterum. Og nú liggur hún í rúminu og finnur hvernig mátturinn þverr. Er nú ekki nóg komið. Það sem er lagt á þessa elsku. Hún rétt gat staulast hálfann ganginn og þá var hún alveg búin. En hún á góðann kærasta sem stendur með henni og talar í hana kjarkinn. Mikið sem hún var heppinn að hitta þennann dreng. Það eru sko ekki allir 23 ára strákar sem taka svonalöguðu með öðru eins æðruleisi og hann. Ég tek ofan fyrir honum. Já ég er eitthvað sormædd núna. Læt þetta duga í bili.

Knús í krús.............






mánudagur, maí 03, 2004

Bara að tékka hvort það virki að blogga hér ennþá.

sunnudagur, maí 02, 2004

Jæja þá í þetta sinn...............

Þá er helgin að baki og vinna á morgun. Tónleikarnir hjá Karlakór Reykjavíkur voru bara slatta góðir. Í einu lagi fékk ég þvílíka gæsahúð, að ég fann hana renna niður í tær. Ótrúlega flott hjá þeim. Signý Sæmundsdóttir var einsöngvari hjá þeim og stóð sig bara ágætlega. Að öðru leyti hef ég ekki gert mikið í dag. Skrapp í kaffi og spjall til Gurrýjar.

Annars hef ég ekki margt að segja að sinni, held ég hreinlega láti þetta bara duga. Er eitthvað voðalega andlaus þessa stundina.
Knús í krús...............

O when the saint, go marchin in, o when the saint go..........................

Halló og hæ. Þá er frídagur númer tvö liðinn að lokum. Góður dagur að öllu leiti. Svaf eins og tuska til hádegis og druslaðist þá á fætur því Sússý frænka ætlaði að kikka í kaffi og spekúlantsjónir um væntanlegt ferðalag í sumar. Systir hennar er að koma upp (býr í Danmörku) og stendur til að fara með hana hringinn. Þennann típíska. Og þar sem Sússý og Gunnsan hennar hafa aldrei ferðast um vors ylhýra þá hefi ég tekið að mér að gerast gæd. jú nó. Hlakka mikið til að hitta Putte aftur.(hún heitir Mai-Britt en hefur alltaf verið kölluð Putte) Við vorum hinir mestu mátar í æsku, því þá fór ég alltaf til "mormor" á sumrin og þá lékum við okkur mikið saman ásamt Lise Lotte systir hennar. Hún var alveg yndisleg stelpa, alltaf brosandi og glöð. Var svona að hugsa til baka og komst að þeirri niðurstöðu að ég hafi aldrei séð hana fara í vont skap eða fýlu. En það sorglega gerðist að hún lést í mótórhjóla slysi aðeins 17 ára gömul. En það sem var gaman hjá mormor í gamla daga. Hún bjó í Birkerod og þar bjuggu þær systur líka. Inni í miðri borginni var og er rosa stór garður sem er girtur af og inniheldur sumarbústaði. Og þangað inn var bannað að fara með ökutæki. Já hugsið ykkur, sumarbústað í miðri borginni. Og þarna áttu Lilian og Arthur sitt litla hús. Þangað fluttu þau þegar tók að vora og dvöldu þar allt sumarið. Ekki farið heim nema til að vökva blóm og þvo þvott. Og þarna áttum við aldeilis margar og skemmtilegar stundir. Í minningunni var alltaf sól og hiti. Hlaupið um á stuttbuxum og bol, og garðslangan var óspart notuð við að sprauta á hvort annað. Já, það var oft hamagangur á Hóli þá. Sússý frænka sem er alin upp hjá mormor (er í raun dóttir Lilian) var alltaf uppáhalds frænkan mín og hún átti sko ógeðslega flotta Vespu sem hún fór allra sinna ferða á, og þá ákvað ég að þegar ég yrði stór ætlaði ég sko að eignast eitt slíkt ferðatæki. Svo ætluðu þær að flytja hingað til Íslands, mormor og Sússý árið 1971. Og það sem mig hlakkaði til að fá þær báðar hingað upp. En ekki fer allt eins og ætlað er. Mormor dó þá um sumarið og Sússý flutti ein. Það sem ég saknaði hennar. Yndislegri konu hef ég ekki kynnst. Ég elskaði hana takmarkarlaust. Ég fékk ekki að fara með út, til að vera við jarðarförina hennar, og sat það lengi vel í mér. En það er nú allt fyrirgefið í dag.
En, svo við snúum okkur aftur til dagsinns í dag. Semsagt Sússý kom og mikið spjallað. Svo hringdi ég slatta að selja miða á tónleikana og gekk bara vel. Búin að selja 20 miða. Veit af allavega 4 miðum í viðbót. Svo ekki fæ ég skömm í hattinn þetta árið.


Hringdi meðal annars í Guðnýju og komst þá að því að þau voru austur á Þingvöllum í fína húsbílnum sínum. Svo við gerðum okkur lítið fyrir og þeystum austur eftir kvöldmat. Sátum þar í góðu yfirlæti til miðnættis, og drusluðumst þá aftur til baka. Hefði sko alveg verið til í að vera áfram. Já minn tími mun koma. Húsabíll er hátt á óskalistanum hjá okkur hjónakornunum. Kemur að því seinna.

Hvernig er þetta með ykkur, á ekki að fara inn á hina síðuna og kjósa. ha.
En á morgun er annar dagur og tónleikar hjá Karlakór Reykjavíkur. Yesssssssss. Hlakka til að hlusta á þá.
Nenni ekki meir núna. Knús í krús....................

laugardagur, maí 01, 2004

Skildi það takast núna

smiley kallilnn

Jebb, ekki alveg hætt.

neibb ekki alveg. Bara búið að vera mikið að gera bæði í vinnunni og kórnum. Og nú er miðasalan að fara á fullt. Verð að drífa í því á morgun að hringja í velunnara mína og selja þeim miða. Get ekki ímyndað mér annað en að það gangi vel.
Annars verð ég að sæta orðið færi á að komast í tölvuna nú orðið. Örn minn Aron er alveg heillaður af þessari græju og situr hér orðið öllum stundum á msminu og í leikjum. Fyrir náð og miskun fær mar að tékka á pósti svona öðruhverju. Svo þetta fer nú að verða spurnig hvort það hafi borgað sig að endurnýja. híhí. Verð bara að fara að setja tímamörk á drenginn.
Nú er búið að bóka hótel og flug til Kóngsinns Köbenhavn. Kominn spenningur í minn mann og foreldrana líka. Við hjónin höfum ekki farið erlendis saman síðan hér um árið, eða 1989, og aldeilis komin tími á það. Annars sé ég fram á mjög annasamt sumar og hlakka sko bara til.
Hey, hvar eru smiley-arnir mínir. hm. þeir eru horfnir frú Stella. Skil ekki hvað hefur orðið af þeim. Ok. engar myndir núna.
Finn þá seinna.
Fór til Lonni og horfði á Idolið í kvöld. Og ég get svo svarið það, ég held að Randy sé að hverfa. Hann bara minnkar og minnkar með hverri vikunni sem líður.
Þeir sem mig þekkja vita hvað ég er nýjungagjörn. Eins og þið vitið prufaði ég að skrá mig á fólk.is til að prufa bloggið þar. Fílaði það ekki, svo ekki varð neitt úr því. Nú datt ég inn á annað blogg og gerði prufu þar. Kíkið endilega á það og takið þátt í skoðanakönnunni sem ég setti þar inn. Þið komist inn á síðuna hér. Söngurinn bætir lífið Já svona ekkert hik. Tékkið á þessu. Umhverfið er soldið flott. Grænt og vænt.
Kíkið á þennann. Ferlega góður.. Smiley kallinn


Eldri hjón lágu í rúminu kvöld eitt. Eiginmaðurinn var við það að sofna, en frúin var í rómantísku skapi og vildi spjalla.

Hún segir: " Það var nú sá tími að þú varst vanur að halda í höndina

á mér þegar við fórum að sofa"

Samviskusamlega rétti hann höndina yfir til hennar augnablik og reyndi svo að sofna á ný.

Nokkru seinna segir konan; "Svo varstu vanur að kyssa mig"

Svoldið pirraður beygði hann sig yfir hana og smellti einum á kinnina konu sinni sneri svo bakinu í hana og reyndi enn á ný að sofna.

Mínútu seinna segir hún; "...og svo varstu vanur að bíta mig í hnakkann..."

Reiðilega sviptir eiginmaðurinn sænginni af sér og gengur fram.

"Hvert ertu að fara?" spyr hún.
"Að ná í tennurnar"


Þessi er ekki slæmur heldur.
En nú er nóg komið af þessu rugli í mér
Knús í krús....................