mánudagur, apríl 23, 2007

Nú er það sko

lúin kona sem situr hér við tölvudýrið góða. Algjörlega búin á því. Get ekki meir, nenni ekki meir, langar ekki meir. En þetta er bara endalaust. Alltaf bætist eitthvað við. En á móti kemur að þetta minnkar í leiðinni. Og nú er sko bara að verða hrikalega fínt í Mekkunni. Annað en gettóið. Hér er svo mikið drasl og skítur að mig hrillir við að þrífa hér. Búin að fá mig upp í kok af drullu. Það var svo skítugt þarna vesturfrá að þá hálfa væri hellingur. Nú er búið að mála allt. Eftir að þrífa gólfin á ganginum, eldhúsinu og forstofunni. Og ég get sagt ykkur það að það er sko mikið mál. Liggjandi á frjórum og skrúbba. Svo bara að hengja upp ljósin og Baldur Spenna þarf að klára rofana og þá er þetta að verða búið. En í öllu þessu amstri er ég búin að finna upp ný viðurnefni á tengdasynina. Baldur Spenna
Og Baldur Spýta. Þá þarf mar ekki að segja Baldur Lonniar eða Baldur Lilju. Neibb, Baldur spenna og Baldur spíta. heehhehe.... Oh ég er svo fyndin. Get varla skrifað fyrir hlátri. hehehe..
Hér er sýnishorn af GRÆNA veggnum mínu. Sumir fengu hland fyrir hjartað við þetta val mitt. En þessi litur er sko valin í stíl við rúmteppið mitt fína sem ég kaupti í henni Ameríku hér um árið.Get nú róað ykkur með því að hann er bara á einum vegg í herbergi okkar skötuhjúa. Mikael minn Orri ætlar sér að verða málari þegar hann verður stór. Rúllan fer vel í hendi hans.
Svo fanst syninum tímabært að móðirin fengi greiðslu við hæfi og notaði til þess málarateip.
Ég borgað í sama. Get líka alveg upplýst það að það var ekki gott að taka þessa greiðslu niður. æjæjæjæjæjæjæ... En nú ætla ég að skríða í bælið. Verð víst að fara að vinna í fyrramálið. Gat ekki fengið frí. En verð í fríi á miðvikudag og föstudag. Gat heldur ekki fengið frí á fimmtudag. Ég sem ætlaði að taka 4 daga í sumarfrí út þessa viku. En tveir dagar eru betri en núll dagar. Er þaggi.

Yfir og út krúsarknús...................

sunnudagur, apríl 22, 2007

Guð minn góður

klukkan að verða hálf fjögur og ég enn vakandi. God hvað ég verð þreytt og lúin á morgun. En samt búin að eiga mjög góðann dag. Náttla búin að vinna í nýju íbúðinn og svo skrapp ég í fordrykk hjá Önnu Siggu klukkan hálf sex. Árshátíð Voxara í kvöld. Mín varð að slaufa því. En þar sem Anna Sigga býr í nánast næstu götu ákvað ég að skreppa í fordrykkinn sem hún bauð röddinni í. Fékk algjörlega fiðring í tærnar, mig langaði svoooooo með. En það er víst ekki á allt kosið. En hrikalega gaman að hitta kellurnar allar aftur og svona líka dragfínar. Lonni og Baldur komu svo heim með okkur og átum við pizzu þar til við sprungum og drukkum bjór með. Tókum svo kanaspil og kjöftuðum frá oss allt vit. Ekki það að við séum að springa af viti. Svo erum við mæðginin á fullu að leita okkur að hvolpi. Það var náttla búið að lofa drengnum því að þegar við einhverntíman myndum flytja í svona smá sér að þá myndum við fá okkur hund.Og hann er strax farinn að rukka. Sendi eina fyrirspurn til hundaeiganda í kvöld sem er með átta stykki Golden Retriver hvolpa. Oh my god. Þeir eru algjört æði. En það kostar náttla fullt af labbi að fá sér svoleiðis hund. þeir þurfa sína hreyfingu og ekkert múður með það. Langar ekki í þessa litlu sem eru eins og kettir eða það sem verra er ROTTUR. Væri hentugast að fá sér millistærð en Goldenin er bara flottastur. Kemur bara í ljós hvað verður. Góða nótt.

Yfir og út krúsarknúns.................

föstudagur, apríl 20, 2007

Ég skal mála allann heiminn elsku mamma

Þannig er min tilvera þessa daganna. Mála, mála, mála. Allt að koma. Gæti trúað því að þetta klárist bara á sunnudaginn eða svo. Gaman gaman. Fóurm í Ikea í morgun að glápa á skápa og sona. Enduðum bara á því að taka með okkur bækling heim og skoðum þetta þar. Held að ég sé haldin víðáttufælni. Verð algjörlega rugluð í haus mínum þegar ég fer í svona búðarflæmi. Líður illa og þrái ekkert heitar en að komast út aftur. Fengum okkur samt kaffi á kaffiteríunni áður en ég hljóp út. Svo fer það endalaust í taugarnar á mér að maður skuli ekki getað farið út án þess að ganga í gegnum allt heila klabbið þarna niðri. Mig vantaði ekkert að skoða á neðri hæðinni. En maður er sko neyddur til að labba í gegnum allt draslið. Fórum líka í Byko að kaupa kúpla í eldhúsið. Og þar sá ég eldhúsljós sem ég þarf alveg defenatly að eignast. Held að ma ætli að gefa okkur það í innfluttningsgjöf. Ekki slæmt það. Fer á morgun og festi kaup á því. lalalalalala....
verði ljós og það varð ljós sagði einhver. Eða var þaggi. Kveð að sinni, kem snarlega til baka.

Yfir og út krúsarknús...................

Allt á fullu

Brjálað að gera. Shit hvað ég verð fegin þegar þetta er búið. Finnst ekki gaman að standa í svona. Ég er allt of værukær mannsveskja fyrir allt þetta vesen. Vildi sko bara getað sagt hviss bamm búmm og allt búið. Anyways. Búið að fara með alla kassa úr eldhúsinu og koma því í nýju skápana. Búið að spasla og pússa og búið að mála flest loft. Annað er eftir. Annars er ég búin að vera í nettu sjokki eftir að við fengum afhent. Finnst allt í einu þetta svo lítið, hvar á ég að hafa þetta og hitt. Allt of lítið skápapláss. Og hvernig á ég að hafa þetta og hitt. Iss piss segja hinir. Þetta verður voða fínt. Vertu ekki að hafa áhyggjur af þessu og hinu. En þetta reddast örugglega. Er þaggi bara. Hef annars lítið að segja. Ætla að druslast í bælið. Ikea í fyrramálið að finna skáp fyrir hjónakornin og skáp í geymsluna. Hillur í herbergi erfðaprinsinns. Kaupa, kaupa, kaupa....... Eyða, eyða, eyða....... Kaupa nýja eldhússtóla. Láta kallinn borga. Fara svo kanski og kaupa mér eitt svona. Ekki slæmt að geta bara farið og týnt nokkra laufseðla svona fyrir búðaferðirnar. Gott í bili. Ætla að fara og láta mig dreyma um þar næstu viku þegar ég sit í nýju fínu stofunni minni með rautt í glasi. Aldrei að vita nema spúsinn hangi vakandi nógu lengi til að opna flöskuna góðu sem hann keypti þarna um daginn. Bíð svo bara góðrar nætur.

Yfir og út krúsarknús................

þriðjudagur, apríl 17, 2007

Seinkun

Alltaf sama sagan á þessum bæ. Fengum ekki lyklana í gær eins og við héldum. Fórum og gengum frá kaupsamningi, en þar sem maðurinn var að koma frá útlandinu var hann ekki búin að skoða íbúðina eftir að leigjendurnir fluttu út. Svo hann ætlaði í það í dag og við fáum lyklana á morgun. Hjúkk mar. Hér er allt fullt af kössum, ryk og drulla út um allt. Vond lykt líka. Svona pappakassabúðarlykt. Ojbara. Hjónin búin að fá frí í vinnu á föstudag svo nú verður tekið á því. Stefna að flytja aðra helgi. Svo á ég að vera með saumaklúbb 30 apríl. Björt á því mar. Móður minni finnst ég frekar bjartsýn, en só vott. Þýðir ekki annað. Samt er svo skrítið að mér finnst ég ekkert vera að flytja. Er búin að bíða svo lengi eftir þessu að ég bara er ekki að fatta þetta. Konan búin að festa kaup á UPPÞVOTTAVÉL. Jebb, aldrei átt svoleiðis græju áður. Keypti hana notaða af Sigrúnu systur Didda. Hún og hennar spúsi voru að flytja um páskana í alveg nýtt og þar fylgdu með allar græjur. Ótrúlega sæt og krúttleg íbúð á Sléttuveginum. Svipuð að stærð og sú sem við erum að kaupa. Nema 2ja herbergja. En baðherbergið hjá henni er reddý fyrir partý. Sennilega 3svar sinnum stærra en hjá okkur. Það er nebblega þannig sko hjá okkur að það verður að ákveða sig áður en mar fer inn hvort þú ætlir að leka eða slamma. Þú skiptir sko ekki um skoðun eftir að inn er komið. Annars ekki mikið að frétta þar fyrir utan. Hlakka bara til þegar þetta er allt afstaðið. Og hlakka enn meira til að fá Spánardrósina ógurlegu og Kle í kaffi. Orðið alveg hrikalega langt síðan við héldum fund síðast. Bitrar kerlingar bíta mig í barkann þessa daganna. Þarf að losna við þær. hehehe.... En læt ég staðar numið og held á vit draumanna um betra líf á betri stað.

Yfir og út krúsarknús..................

mánudagur, apríl 16, 2007

Ferðalög



create your own visited country map
or check our Venice travel guide

Jebb mar hefur nú sosem komið víða. 2% af löndum heimsins. Jebb. Shitt mar hvað ég á eftir að gera margt skemmtilegt. Fara til allra hinna landanna. lalalalalalalaa..... Anyways. Hér voru engir eldhússkápar þrifnir í dag. Dreif mig í staðin í að pakka niður dótinu í TV herberginu. Geisladiskunum og bókunum. Videospólunum og sona. Var svo bara ein að dúllast hér í dag. Erfðaprinsinn úti með Ármanni og spúsinn fór að ryksuga bílinn. Endaði svo í kaffi hjá Halla stóra bró. Svo að hér var mín bara alein og einmanna. Dreif mig svo í að laga mér kaffi. Og þegar ég er að mala þessar líka fínu baunir, gýs upp þessi líka fína kaffilykt og mér dettur Rannveig í hug. Tók upp tólið og ballaði á hana og bauð í nýlagað. Og hér var hún komin um 3 og við sátum til 6 á tjattinu. Vildi óska þess að hún druslaðist til að sækja um í mínu kór. Langar að fá hana mér við hlið aftur. Svo er það bara vinna á morgun og fá lyklana. Er hætt við að láta pússa og lakka parketið. Það kosta miljón og sjö. Skilst að það kosti um 2 þúsund kall á fermeterinn og ég bara hreinlega tími því ekki. Get þá alveg eins verslað mér nýtt. Þannig að þetta verður bara eins og það er þangað til að ég tími að kaupa nýtt. Og hana nú. En nú ætla ég að lúlla.

Yfir og út krúsarknús.............

sunnudagur, apríl 15, 2007

Kidnaped

Jæja þá er þátturinn búin og lofar góðu. En datt þetta í hug á meðan ég var að glápa.

Diddan mín er besta skinn
því engin getur neitað.
En þarf að lesa "moggann" sinn
og ég sko alveg veit það.

Á fullu reyn´að standa mig
í greinarskrifum góðum.
En stundum fæ ég heilasig,
og verð þá öll á glóðum.
Og ritstíflan mig að drepa.

laugardagur, apríl 14, 2007

Halló, haaaalllóóó. halló

Hvað ert að gera í kvöld. Halló, halló, halló..... Nei segi nú bara sona. Konan alveg að tapa sér. Hér er búið að pakka í kassa og læti. Stofan full af fullum og edrú kössum. Geymslan að verða tóm. Við erum svo dugleg. Shit mar draslið sem mar sankar að sér í gegnum árin. Það er bara ekki alveg í lagi með mann. Diddi búin að fara tvær ferðir í Sorpu með kjaftfullann bílinn. Settum helling í nytjagáminn hjá hirðinum góða. Aldrei að vita nema einhver vilji þetta dót. Þar á meðal nokkur tonn af bókum. Og samt er ég með góða 6 eða 7 kassa af bókum. Á morgun er stefnan sett á að þrífa eldhúsinnréttinguna. Búin að tæma allt nema 3 skápa. Þá er það frá. Finnst alveg ferlega leiðinlegt að þvo skápa. Rífa svo draslið úr efri skápum á ganginum. þar kennir ýmissa grasa gæti ég trúað og margt af því er örugglega haugamatur. Klikkaði með lyklaafhendinguna í dag. Maðurinn sem við erum að kaupa af stakk sér til útlanda svo við fáum þá ekki fyrr en á mánudag. Sökk mar. Við sem vorum búin að ákveða það að fara í Háskólann og labba á Heklu. Með öðrum orðum, mála geymsluna og flytja gömlu geymsluna í dag. Elli mágur svo hress að vanda, mættur í Granaskjólið early í morgun í málningargallanum. Og við ekki þar. Jebb, svona getur nú lífið verið fullt af óvæntum uppákomum. Diddinn voða rómatískur og skundaði í Ríkið í gær og kaupti eina rauða í tilefni þess að við hjúin eigum 30 ára trúlofunarafmæli í dag. Já ég sagði 30 ára. Hver myndi trúa því. Ég svona ungleg og alles. En allavega stóð til að opna hana í kvöld og skála. En nei. Lati strákur hafði betur og minn bara búin að hrjóta hér í allt heila kvöld, og mér bara búið að drulluleiðast. Reyndi að glápa á söngvakeppni framhaldsskólanna. En bara sorry, mér fannst hún boring. Svo ekki sé meira sagt. En eitt vakti gleði mína og hlátur. Hló svo við að ég fékk í magann. Og hér er ástæðan. Gjössovel..
Jebb, svona á ég nú skemmtilegan tengdason. Hann Boldur hennar Lonniar. Hann leynir á sér þessi elska. Og hvað finnst ykkur svo. Jú læk. Kommenta svo. Þið eruð allt of léleg í því. Nema Spánardrósin ógurlega. hehehehe..... Annars var pa ekkert rosa glaður að við skyldum vera að losa okkur við bækur, og sagði. Ég veit það þá að ég er ekkert að gefa ykkur bækur. Það voru nebblega einhverjar bækur þarna sem hann hafði komið með upp í Gaukshóla og gefið okkur. Ég sagði. Heyrðu þú varst bara að taka til sjálfur og vildir ekki henda og komst með þær til mín. 1-1. Allskonar ritraðir á dönsku, ensku og ég veit ekki hvað. Engin hér hefur gaman að þessu og á aldrei eftir að skoða þetta. Kanski að það detti einhver grúskari inn í hirðinn góða og taki bakföll, súpi hveljur, slái sér á lær og ég veit ekki hvað. Þá er það bara fínt. Allavega dæsti ég þegar þetta fjall var farið. Jæja nú ætla ég að fara að hætta þessu bulli hér, Kidnaped er að fara að byrja á Skjánum og ég missti af því í gær. Diddinn horfði og það hafði vinninginn yfir Lata strák, svo það hlýtur að vera spennó. Svo ætla ég að hringja í Hjálparsveit skáta og láta leita að Guðnýju og Sigga. Hringdu í dag þegar ég var í geymslunni og sögðust ætla að koma eftir smá stund. Ekki komin enn. Svo nú verður viðbúnaðarstig 3 sett í gang.

Yfir og út krúsarknús...............

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Komin aftur.

Ekki það að ég hafi svosem farið neitt. Allavega ekki langt. Hafði það bara ótrúlega gott um páskana. Lá á meltunni og mætti í tvær fermingaveslur. Matur í annari og kaffiborð í hinni. Hrikalega góður maturinn hjá henni Sillu minni. Og endalaust góður og smartur ís í eftirrétt. Dreif mig svo upp í bústað til Olgu eftir þá veislu og gisti þar eina nótt. Fílaði mig alveg eins og í gamla daga. Rafmagnið fór af um kvöldið og kom ekki aftur fyrr en einum og hálfum tíma seinna. Sátum við kósí kertaljós og hugguleg heit. Sátum svo og kjöftuðum frá okkur allt vit og gott ef ekki rænu líka til rúmlega fjögur. Svo ekki var nú mikið sofið. Vorum nebblega svo vaktar um átta við að helv.... hundurinn í næsta bústað var mættur og spangólaði og gelti allt hvað hann gat, að reyna að fá hundana hennar Olgu út að leika. Mér er alveg fyrirmunað að skilja að eigendurnir skuli hleypa skepnunni út vitandi hvernig hann er. En sumu fólki er bara ekki viðbjargandi. Fjand..... dónaskapur. Fórum svo í pottinn og svona og meira spjall. Svo skaust ég yfir í Miðhúsaskóg þar sem Kolla og Binni voru í VR húsi. Gisti þar næstu nótt. Svaf náttla ekkert þar heldur. Tókum bara tjúttið á þetta og átum ógisslega góðar kjúllabringur sem Kolla skvetti fram úr ermunum. Spúsinn minn kom svo og borðaði með oss og tjúttaði líka. Loksins komin í frí. Að sjálfssögðu horfðum við á Xið og vissum alveg að Jogvan myndi taka þetta. Flottur strákur þar á ferð. Svo var farið í pottinn og mín hafði með sér Mirandas pottsaltið góða. Og líka Aha maskann. Og voru bændurnir ekki undanskildir og fengu maskatrítment. Frekar flottir ha.


Fermingadrengurinn var að sjálfsögðu með í för en hann fékk ekki maska. Hann er svooooo ungur og smooth ennþá.


Íbúðarmálin komi á hreint. Ég er að fara að flytja og það í Granaskjólið og það sko í íbúðina sem okkur langaði í fyrir tveim árum en misstum því að við gátum ekki selt þá. En nú er búið að selja og kaupa og fæ ég hana að öllum líkindum afhenta á laugardaginn næsta. Já það gerist sko með hraði loksins þegar það gerist. Jibbý kóla, mig er farið að hlakka til jóla. Ma kom hér í dag eftir vinnu og nú er bara búið að pakka niður stofunni og taka niður myndir. Ætli hún væri ekki bara búina að pakka okkur líka niður ef við hefðum haft fleiri kassa. Krafturinn í þessari konu kemur mér endalaust á óvart. Skil ekki hvaðan hún fær alla þessa orku. Væri alveg til í að hafa þó ekki væri nema smá brot. Legg ekki meira á ykkur. En nú ætla ég að fara að lúlla, enn eina ferðina. Er einhvernveginn alltaf komin svefntími þegar ég nenni að pára hér.

Yfir og út krúsarknús..............

mánudagur, apríl 02, 2007

Ah bú

Jebb allt búið og gert og verður sko bara ekki betra. Fermingardagurinn rann upp ljúfur og fagur. Byrjaði reyndar á því að vakna klukkan korter yfir 6 í morgun. Fékk mér þá bara morgunmat og horfði á American Idol á spólu frá Lonni. Skreið svo aftur upp í rúm rúmlega 8. Og svaf á mínu græna til rúmlega 11. Þá var drengurinn löngu vaknaður og búin að sturta sig og svona. Svo mín dreif sig í sturtuna og í kirkjuna vorum við mætt rétt rúmlega 1. Eitt það síðasta sem ég sagði við drenginn áður en við fórum út var að hann skyldi nú muna eftir sálmabókinni. Bible 1 En að sjálfsögðu gleymdi hann henni. Ekki að spyrja að því. En hann fékk bara eina lánaða í kirkju vorri. Í kirkjuna mættu amman og afinn. Systurnar tvær og lilli bróðir minn og hans family. Falleg og góð athöfn. Ungmennin alveg til fyrirmyndar. Falleg og prúð. Sýndist meirað segja að þau syngju með í sálmunum. Ármann minn var nú samt eitthvað þreyttur þessi elska. Geyspaði þessi lifandis bísn. Og kanski var honum heitt líka því eitthvað var hann að sveifla sálmabókinni við andlitið. Bara krúttlegt að fylgjast með honum. Ma og pa komu svo heim með okkur ásamt dætrunum eftir athöfn og við fengum okkur kaffi og grillað brauð. Foot Long Í salinn vorum við svo komin klukkan 5 og drifið í að setja upp dúka og skreytingar. Og simsalabimm, allt reddý um 6. Krafur í fólkinu. Og þvílíkar breddur sem ég fékk til að aðstoða mig. Allt gekk svo smurt og smart að það hálfa væri nóg. Ég er svo þakklát fyrir að eiga svona góðar vinkonur að það er sko ekkert venjulegt. Adda, Ásthildur og Birna, þið eruð kraftaverkakonur. Og Sillan mín, Tiramisu my way. Come on. Slurp slurp. Ákveðið hefur verið að ég muni bjóða þessum geddum í næs kvöldstund hér heima bráðlega, í mat og kanski SMÁ rautt kanski. Hefði aldrei getað þetta á þeirra. Og fólkið dásamaði matinn í bak og fyrir. Enda engin svikin af matnum hennar Öddu minnar. Ham Skreytingarnar hennar mömmu algjörlega æðislegar og frumlegar. Hverjum hefði dottið í hug að setja hænsnanet utanum kertin á veilsuborðið. Bara henni. Ferlega flott. Drengurinn algjörlega í skýjunum með daginn sinn svo allt er þetta eins og það best getur orðið. Nema að Mikael minn Orri var hundlasinn og grét og grét. Endaði með því að Baldur varð að fara heim með hann ræfilinn. Það sem á þennan litla mann minn er lagt,. Get bara ekki skilið að ekki skuli finnast eitthvað út úr þessu öllu saman. Elsku litli kallinn minn. Mig hreinlega tekur í hjartað. Lilja fór heim með mat handa Baldri svo að missti nú ekki alveg að þessu öllu saman,. Enda matmaður mikill. En nú held ég að mál sé komið á bólið hlýja.





Yfir og út krúsarknús................

laugardagur, mars 31, 2007

Staftóskver nafnanna.....

G: Never let people tell you what to do.
U: Really likes to chill.
N: Dead sexy.
N: Dead sexy.
H: Has a very good personality and looks.
I: Loves everyone.
L: Loved by everyone.
D: Has one of the best personalities ever.
U: Really likes to chill.
R: Fuckin' crazy.
Svona lítur þetta út. Endilega prufa. Bara gaman að þessu....
A: Likes to drink.
B: Likes people.
C: Is wild and crazy.
D: Has one of the best personalities ever.
E: A damn good kisser.
F: People adore you.
G: Never let people tell you what to do.
H: Has a very good personality and looks.
I: Loves everyone.
J: Lives life for fun.
K: Really silly.
L: Loved by everyone.
M: Makes dating fun.
N: Dead sexy.
O: Best in bed.
P: Popular with all types of people.
Q: A hypocrite.
R: Fuckin' crazy.
S: Easy to fall in love with.
T: Loyal to those you love.
U: Really likes to chill.
V: Not judgemental.
W: Very broad minded.
X: Never let people tell you what to do.
Y: One of the best damn bf/gf anyone could ask for.
Z: Always ready.

fimmtudagur, mars 29, 2007

Allt að gerast

eða þannig sko. Fengum tvö tilboð í slotið um helgina. Gerðum gagntilboð í annað þeirra og það var samþykkt. Gerðum tilboð í slotið sem okkur langar í og fengum gagntilboð frá eigandanum þar. Tókum því. Svo nú bara bíðum við spennt og spennt að fá að vita hvort við sleppum í gegnum greiðslumatið. Cross your fingers for me baby´s. Málið er nebblega að með þessu förum við yfir 70% svo ekki skal fagnað fyrr en kampavínið er komið í glasið. En þetta hlýtur að ganga. Eins og þið vitið er mitt glas alltaf hálf fult en ekki hálf tómt. Er samt búin að vera með smá stress í gangi. Fór að hugsa hvort við værum að gera rétt. Erum náttla að auka skuldastöðu okkar um litlar 5 millur eða svo. En hvað er það milli vina. Sko okkar og bankans. Á móti kemur að hér erum við að borga um 20 þúsundi í hússjóð. Erum að borga viðgerðina á húsinu og svona. Undir venjulegum kringumstæðum værum við að borga ca 16 þúsund. Svo má nú ekki gleyma því að þessi eign er í vesturbæ Reykjavíkur. Og þá getur sponsinn minn lallað sér á æfingar og eytt frístundum sínum með félögunun á grasinu, sem hann gerir ekki hér í gettóinu. Hér er enginn sem nennir að sparka bolta með honum, og svo á hann bara miklu fleiri félaga þarna vesturfrá en hér. Svo hefur hann verið soldið að skrópa á æfingar, því að ef hann er að fara og er með strákunum þá segja þeir að hann megi ekki vera með þegar hann komi aftur ef hann fer. Og þá er freistandi að skrópa til að fá að vera áfram með peyjunum. Ég segi það ekki að þetta tilboðs dót hefði alveg mátt gerast eftir næstu helgi. Nú er fermingarundirbúningurinn á fullu og fullt að hugsa. Svo frúin er í nettu stresskasti þessa daganna. Fór til Sillunnar minnu í dag gerði innkaupalista yfir það sem þarf að kaupa í desertin. Uppskriftin er nebblega frá henni. Tiramisu a la Silla. Eitthvað það besta Tiramisu sem ég hef á minni stuttu ævi smakkað. Nammi namm. Hlakka sko bara til að smjatta á því. Og svo er hún svo yndisleg að hún ætlar að koma hér á laugardaginn og hjálpa mér að búa þetta til. Samt er hún sjálf á fullu í fermingarundirbúningi. Er að ferma 5 apríl. Já maður kemur sko ekki að tómum kofanum hjá henni. Græddi hana í Gospelnum. Þvílík heppni. Svo kom Adda mín hér í kvöld að gera innkaupalista yfir matinn. Sem hún by the way bauðst til að elda. Og betri mat fær maður ekki. Hann er sko ekki tómur kofinn henna heldur. Oh ég á svo góða vini.
Er í fríi á morgun og hinn enda veitir ekki af. En svo ég klári þessa íbúðarumræðu. Ef þetta gengur upp fáum við afhent 14 apríl. Já ég sagði 14 apríl. Eigandinn er búin að vera með slotið í útleigu í eitt ár og hún losna þá. Þannig að við fáum hana afhennta um leið. Við settum reyndar 1 júní í tilboði en það gerir þá bara ekkert til. Þurfum reyndar að standa í smá breytingum, þarf að brjóta niður vegg, pússa og lakka parketið og flísaleggja eldhúsgólfi. Og svo bara þetta típíska. Mála. Shitt kanski á ég ekkert að vera að krota þetta hér. Og svo stoppar allt á bankanum. Úps, nú er glasið víst hálftómt. Turn aronud. Hlakka til að ganga frá þessu. Já miklu betra. Nú var glasið hálffullt. Svo fékk ég svo flotta klippingu og litun hjá henni Ríkey minni um daginn að ég held að ég verði að dobbla hana til að blása hárið og greiða fyrir ferminguna. Get engan vegin gert þetta rétt þannig að litunin njóti sín. Of flókið fyrir mína putta. Jæja ætli það sé ekki best að fara að skríða í ból bjarnar og lúlla í hausinn á sér. Fullt að gera á morgun. Fór með Örn í myndatöku um daginn og lét taka nokkrar af honum með gullmolunum mínum. Hér er ein.
Yfir og út krúsarknús................

sunnudagur, mars 25, 2007

Bensín komið á tankinn

Jebb, held nebblega að frúin hafi orðið bensínlaus sjálf líka og ekki haft dug í sér að blogga. Búið að vera algjörlega brjálað að gera hjá konunni. Og verður brjálað að gera fram yfir næstu helgi. En ætla samt að setja hér inn nokkrar línur þar sem Diddan mín besta skinn hringdi hér í kvöld og kvartaði sáran yfir bloggleysi frúarinnar. Gengur náttla ekki þessi endemis leti á bænum. Var semsagt general æfing fyrir tónleikana á mánudagskvöldið. Var ekki komin heim af henni fyrr en 11 og var þá bara alveg búin á því. Var nú heima á þriðjudagskvöldið og slakaði bara með syninum. Kallinn að vinna. Kvöldvaktarvika hjá honum. Og þá bara sjáumst við ekki. Ég sofnuð þegar hann skröltir heim og ég farin þegar hann skröltir á fætur. Og hann náttla farinn þegar ég skrölti heim úr vinnu. Tónleikar svo á miðvikudaginn. Og þeir voru bara krúttlegir svo ég taki mér nú orð Sillunnar minnar mér í munn. Hún tók þá upp fyrir mig á Ipodið sitt svo nú er ég búin að hlusta og þetta er sko bara fínt. Aftur tónleikar á fimmtudaginn og þeir voru pínu öðruvísi en þeir fyrri. Ungu stelpurnar voru með söng og dansgjörning í upphafinu og þær vour hreint út sagt frábærar. Byrjuðu á því að syngja eitt lag og dönsuðu svo. Eru búnar að vera í Kramhúsinu í vetur og leyfðu okkur að njóta. Algjörlega frábærar. Fór svo í klippingu og lit í gær og Örn í fermingarklippingu. Svo nú erum við ógó sæt. Myndataka í dag og krílin mín tvö komu líka. Fékk nokkur skot af Erni með þeim. En eitthvað var drengurinn að spara brosin. Eða sko hann vildi ekki sýna tennurnar. Ekki til að tala um. Búið að vera brjálað líka að gera í sýningarstörfum á þessum bæ. Það er að segja sko sýna slotið. Komu 3 að skoða á föstudaginn og eitt tilboð datt í hús í dag. Veit samt ekki hvort við tökum því. Þarf að skoða þetta vel og vand. Anyways, saumaklúbbur á föstudagskvöldið alla leið út á Álftanes. Svo þið sjáið það að það er ekki mikill tími aflögu til bloggskrifa og svona. Er svo með Mikaelin minn í nótt. Algjör prins þessi elska. Ég er sko bara skotin í honum. Algjört músarskott. Svo nú kúrir hann í ömmubóli með Örnin sér við hlið í pabbaholu. Ætli pabbin sofi ekki bara í Arnarbæli í nótt. Gæti sem best trúað því. Svo má ég til með að pæla í einu hér. Er reyndar mikið búin að pæla í þessu. Hvað er eiginlega að verða um þessa þjóð. Nú hefur Vífilfell sett á markaðinn enn eina tegundina af kóki. kók zero. (hehehe... alveg verið að herma eftir pepsi max,,,, ekki spurning). En hvað er með þessar auglýsingar. Er ekki lengur hægt að auglýsa gos án þess að það komi sexi við. Mér er spurt. Í minni búð hangir upp eitt stórt plakat og hvað stendur á því. Ja það skal ég segja ykkur. And I cote..... Því ekki kynlíf og zero forleikur.... End of cote. Halló, er ekki allt í lagi. Og annar frasi. ...... Því ekki brjóstahaldarar og zero krækjur...... Þessari auglýsingarherferð er beint gegn karlmönnum á aldrinum 20 til 35 ára. En hvað með unglingana sem by the way er búið að kenna að lesa. Mér er sko bara tvíspurt. Er orðin svo yfir mig þreytt að þessari kynvæðingu að það hálfa væri nóg. En svo getur fólk rifið sig oní rassgat yfir mynd af ungri og sætri stúlku með fullt af böngsum í kring um sig, af því að hún á að vera í svokallaðir þekktri klámstellingu. Come on. Mér er sko bara þríspurt. Því rífur þessi kelling sig ekki út af þessari kók aulýsingarherferð. Mér er fjórspurt. Og nú er ég hætt að syrja hér. Er bara hlandfúl út í þetta kynlífsauglýsingardót þessa stundin. Og við skulum sko ekki fara út í tónlistarmydnböndi. Ó nei. Ekki hér og nú. En nú ætla ég að fara að lúlla hjá lille mand svo ég geti druslast í þessa fjáröflunaraðgerð kórsins í fyrramálið klukkan 10.30. Líma miða á vatnsflöskur svona 500 stykki eða svo. Verður maður ekki að sýna lit. Er þaggi.


Hér er svo fermingardrengurinn með fyrstu medalíuna af mörgum. Fór í Reykjavíkurmaraþonið með Lonni ´94 á afmælidegi mömmsunar þá rúmlega ársgamall. Ljóshærður og sætur. Það sem ég var glöð að eiga svona glókoll. Er enn glöð með hann þó hann sé ekki glókollur lengur.

Yfir og út krúsarknús................

föstudagur, mars 16, 2007

Bensínlaus

Jebb. Haldiði ekki að frúin hafi orðið bensínlaus á leiðinni heim úr vinnu í dag. Arrrrggg... Shit mar hvað ég var pirruð. Hélt samt að það gæti ekki verið, ljósið í mælaborðið var rétt byrjað að loga. Komst sem sagt að því að þetta ljós er ekki að virka sem skyldi. Mín mátt labba á næstu bensínstöð og kaupa brúsa og bús á bílinn. Kóræfing í gærkvöldi í Þjóðmenningarhúsinu. Hrikalega strembin og hreint út sagt erfið æfing. Og líka frekar í lengri kantinu. Var ekki búin fyrr en 22.40. Var algjörlega búin á því þegar ég kom heim. Verð hreinlega að sofa með upptökurnar í eyrunum fram að tónleikum. Það er svo mikil coreografía í þessu að það er alveg með öllu vonlaust að halda á möppu. Nú held ég að MP haldi að við séum leikkonur líka. Oh my god. Það á bara að henda manni út í djúpu laugina. Þetta verða samt flottir tónleikar. Algjörlega acapella. Orðið ansi langt síðan maður hefur sungið þannig. Stundum verið svona eitt og eitt lag en aldrei heila tónleika. Litli kallinn minn aftur komin með hita og læti. Keyrði Liljuna litlu með strák til Gest Pálssonar barnalæknis í dag, og nú er hann með bullandi hálsbólgu. Hann tók strok úr hálsi litla mannsins og sendi okkur svo með það á sýklarannsóknardeild LSH. Hringir svo í Lilju á morgun með niðurstöðurnar úr því. Svo ætlar hann að fá einhvern prófessor til að rannsaka ónæmsikerfi drengsins. Mikið var að að einhver gerir eitthvað. Þessi læknir er algjör perla og mæli ég óhikað með honum. Svo loksins fann ég myndahýsil sem ég er að fíla. Fann hann hjá Willu Léttu. Búin að setja nokkrar myndir inn. Tekur sko enga stund. Bara barbabrella og allt komið. Svo nú tek ég mig kanski til um helgina og set inn nokkur albúm.. En nu skal jeg lulle í hausin pa meg.
Yfir og út krúsarknús................

þriðjudagur, mars 13, 2007

Freedom, freedom

Think about what you´r trying to do to me..... jejejejejeje...... Hvílíka söngdrottningin. Aretha Franklin. Sit hér með hana í eyrunum og dilla mér svoleiðis í stólnum að mesta undran þykir að hann skuli ekki liðast í sundur undir bossanum á mér. Er annars búin að sitja hér með headsettið á hausnum og syngja síðustu kóræfinga fyrir bóndann og soninn. þeim til ómældrar gleði. Eða þannig sko. En ég er sko ekki að ná þessu öllu. Fer að hafa nokkrar áhyggjur af þessu. Tónleikarnir eru 21 og 22 mars. Og nótulausir takk fyrir takk. Legg ekki meira á ykkur. Fór í dag og sótti kertið í klaustrið. Ótrúlega flott. Held ég hafi bara aldrei keypt svona flott kerti. Allt að smella fyrir blessun drengsinns. Var með kynningu hjá Sillunni minni í gærkvöldi og skemmtum við okkur ljómandi vel. Fór húsmóðirinn algjörlega á kostum með lýsingum sínum á þrifa konunni frægu. Konur voru farnar að grenja úr hlátri. Vantar ekki frásagnarhæfileikana í konuna þá arna. ddlrkdf,c,slæeeioejfdkdioeoss.dlkeroifkckddekfodklcfkl. Oh sorry. Þetta er afrkstur trommusláttar fingra minni í takt við Arethu. Gleymdi mér smá stund. En held ég láti hér staðar numið, athygli mín er öll í eyrum vorum þessa stundina. Geri ekki annað en að laga stafsetningavillur. Og sjálfsagt ekki allar.

Yfir og út krúsarknús............................

laugardagur, mars 10, 2007

1.hvað heitir þú?
2.hvað ertu gamall/gömul ?
3.ertu á lausu eða föstu?
4.hvaða tónlist hlustaru mest á?
5.hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú sérð mig?
6.hvaða 5 hlutir minna þig á mig?
7.ef ég myndi biðja þig um msn-ið þitt, hverju myndiru svara?
8.hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
9.hver er "Idolið" þitt?
10.hvern þykir þig vænst um?
11.ertu ástfanin/n ?
12.hefuru verið ástfangin/n ?
13.Hver er heitasti skemmtistaðurinn í dag?
14.ætlaru að plögga þessu á síðuna þína svo ég geti svarað þessum spurningum hjá þér?

fimmtudagur, mars 08, 2007

Blebleblebleble

Hef eiginlega ekkert að tala um. Veit ekkert hvað ég á að skrifa um. Veit ekkert hvað ég er að hugsa. Algjörlega tóm eins og stóóóór blaðra. Bleblebleblebleble......Fékk reyndar ótrúlega flottar myndir í maili áðan.Ég ætla fá mér sona rúmföt. Ætli mar geti vali einhvern flottan til að kúra með......

Yfir og út krúsarknús................

þriðjudagur, mars 06, 2007

Komin í póst

Jebb. Skrifaði utaná umslög í gærkvöldi. Lonni kom og sleikti frímerki. Þakkaði henni kærlega fyrir sleikin þegar hún fór. Diddi fór svo með þau í póst í dag. Og sem betur fer staldraði hann við en skildi þau bara ekki eftir. Ég hafði nebblega keypt 60 króna frímerki en það kostaði 70 krónur undir kortið vegna þess að þau fara yfir 20 gr. Svo hann spurði hvað hefði gerst ef hann hefði bara hent þeim inn. Og svarið var "þau hefðu verið tekin og sett í geymslu". Halló. Boðskortin mín fínu. Eins gott að hann staldraði við. Adda kom svo hér í kvöld og við erum búnar að hanna matseðilinn. Mmmm nammi namm. Annars sit ég hér með bakið í hönk. Geng um gólf þess á milli. Skil ekki hvað er að gerast í baki voru. Annað skiptið á mánuði sem ég fæ svona í bakið. En hef samt ekki samvisku til að tilkynna veikindi á morgun., huh...Oh ég á svooo bágt. Ömmingja ég. Svo nú ætla ég að taka meira ibúfen og skríða í bælið og vona að ég verði betri á morgun. Lonni hringdi og bað mig að passa á laugardaginn. Helga systir Baldur að halda upp á afmælið sitt og hefur boðið til teitis. Mikið gaman þar örugglega. En nú ekki meir. Nema kanski ein af prinsessunni.

Hún fékk appelsínu hjá ömmunni sinni og fannst hún frekar súr. Sem hún var ekki. En óborganlegur svipurinn á henni og svo hryllti hún sig alveg niður í tær.

Yfir og út krúsarknús. ....

mánudagur, mars 05, 2007

Enn ein helgin liðin.

Ótrúlegt hvað þessar helgar eru fljótar að líða. Hlaupa frá manni eins og sk....... sé á hælunum á þeim. Kom samt einhverju í verk. Fór til Sillu í gær og við gerðum boðskortið fyrir ferminguna. Eða sko Silla gerði kortið. Ógisslega flott. Hlakka sko bara til að senda það út. Fæ þau úr prentun á morgun, henda þeim í umslag annað kvöld og pósta á þriðjudaginn. Ekki seinna að vænna. Og mamma gamla lætur sko ekki stoppa sig ef hún tekur eitthvað í sig. Gamla sko bara búin að fá sal fyrir veisluna og alles. Og það sko bara flottann. Mikael Orri minn sæti gisti svo hjá ömmu sinni í nótt. Og það er sko bara ekki fyndið að sjá breytinguna á barninu, eftir að kirtlarnir voru teknir. þetta er bara annað barn. Syngur og dansar, leikur við hvurn sinn fingur. Borðar eins og hann sé á launum við það. Hann er sko bara skemmtilegur. Svo fórum við Mikael í messu í morgun. Það var æskulýðsmessa þar sem fermingarbörnin tóku þátt. Og litli kallinn bara sat eins og engill hjá ömmunni sinni og hafði gaman af. Enda mikill söngur og margir krakkar.
Skruppum svo eftir messu til Stínu með Mirandas dótið sem hún keypti fyrir þó nokkru síðan. Var nú eiginlega komin með móral að vera ekki búin að fara með þetta. En mér var fyrirgefið það. Nú svo held ég að ég bara verði að fara að panta tíma hjá doktor 91210. Fólk talandi um hvað ég sé þreytuleg og svona og ég kanski bara ekkert þreytt. En það er sko bara ekkert fyndið hvað andlit vort hangir. Jebb, dr.91210 næstur á óskalistanum. En nú ætla ég að skríða í ból svo að ég vakni vekjarafjandann í fyrramálið.

Yfir og út krúsarknús.......