mánudagur, apríl 02, 2007

Ah bú

Jebb allt búið og gert og verður sko bara ekki betra. Fermingardagurinn rann upp ljúfur og fagur. Byrjaði reyndar á því að vakna klukkan korter yfir 6 í morgun. Fékk mér þá bara morgunmat og horfði á American Idol á spólu frá Lonni. Skreið svo aftur upp í rúm rúmlega 8. Og svaf á mínu græna til rúmlega 11. Þá var drengurinn löngu vaknaður og búin að sturta sig og svona. Svo mín dreif sig í sturtuna og í kirkjuna vorum við mætt rétt rúmlega 1. Eitt það síðasta sem ég sagði við drenginn áður en við fórum út var að hann skyldi nú muna eftir sálmabókinni. Bible 1 En að sjálfsögðu gleymdi hann henni. Ekki að spyrja að því. En hann fékk bara eina lánaða í kirkju vorri. Í kirkjuna mættu amman og afinn. Systurnar tvær og lilli bróðir minn og hans family. Falleg og góð athöfn. Ungmennin alveg til fyrirmyndar. Falleg og prúð. Sýndist meirað segja að þau syngju með í sálmunum. Ármann minn var nú samt eitthvað þreyttur þessi elska. Geyspaði þessi lifandis bísn. Og kanski var honum heitt líka því eitthvað var hann að sveifla sálmabókinni við andlitið. Bara krúttlegt að fylgjast með honum. Ma og pa komu svo heim með okkur ásamt dætrunum eftir athöfn og við fengum okkur kaffi og grillað brauð. Foot Long Í salinn vorum við svo komin klukkan 5 og drifið í að setja upp dúka og skreytingar. Og simsalabimm, allt reddý um 6. Krafur í fólkinu. Og þvílíkar breddur sem ég fékk til að aðstoða mig. Allt gekk svo smurt og smart að það hálfa væri nóg. Ég er svo þakklát fyrir að eiga svona góðar vinkonur að það er sko ekkert venjulegt. Adda, Ásthildur og Birna, þið eruð kraftaverkakonur. Og Sillan mín, Tiramisu my way. Come on. Slurp slurp. Ákveðið hefur verið að ég muni bjóða þessum geddum í næs kvöldstund hér heima bráðlega, í mat og kanski SMÁ rautt kanski. Hefði aldrei getað þetta á þeirra. Og fólkið dásamaði matinn í bak og fyrir. Enda engin svikin af matnum hennar Öddu minnar. Ham Skreytingarnar hennar mömmu algjörlega æðislegar og frumlegar. Hverjum hefði dottið í hug að setja hænsnanet utanum kertin á veilsuborðið. Bara henni. Ferlega flott. Drengurinn algjörlega í skýjunum með daginn sinn svo allt er þetta eins og það best getur orðið. Nema að Mikael minn Orri var hundlasinn og grét og grét. Endaði með því að Baldur varð að fara heim með hann ræfilinn. Það sem á þennan litla mann minn er lagt,. Get bara ekki skilið að ekki skuli finnast eitthvað út úr þessu öllu saman. Elsku litli kallinn minn. Mig hreinlega tekur í hjartað. Lilja fór heim með mat handa Baldri svo að missti nú ekki alveg að þessu öllu saman,. Enda matmaður mikill. En nú held ég að mál sé komið á bólið hlýja.

Yfir og út krúsarknús................

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með drenginn skvísa. Gott að allt gékk vel fyrir sig :) Nú þegar að öll ósköpin eru gengin yfir þá förum við hjónin að kíkja fljótlega...kannski eftir páskana bara ;)

Nafnlaus sagði...

Gamla bloggið aftur..
www.stelpukjani.com
afsakið ónæðið

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með drenginn, ótrúlega er tíminn er fljótur að líða, finnst svo stutt síðan að hann var pínu lítill.
Kv.
Harpa