Alltaf sama sagan á þessum bæ. Fengum ekki lyklana í gær eins og við héldum. Fórum og gengum frá kaupsamningi, en þar sem maðurinn var að koma frá útlandinu var hann ekki búin að skoða íbúðina eftir að leigjendurnir fluttu út. Svo hann ætlaði í það í dag og við fáum lyklana á morgun. Hjúkk mar. Hér er allt fullt af kössum, ryk og drulla út um allt. Vond lykt líka. Svona pappakassabúðarlykt. Ojbara. Hjónin búin að fá frí í vinnu á föstudag svo nú verður tekið á því. Stefna að flytja aðra helgi. Svo á ég að vera með saumaklúbb 30 apríl. Björt á því mar. Móður minni finnst ég frekar bjartsýn, en só vott. Þýðir ekki annað. Samt er svo skrítið að mér finnst ég ekkert vera að flytja. Er búin að bíða svo lengi eftir þessu að ég bara er ekki að fatta þetta. Konan búin að festa kaup á UPPÞVOTTAVÉL. Jebb, aldrei átt svoleiðis græju áður. Keypti hana notaða af Sigrúnu systur Didda. Hún og hennar spúsi voru að flytja um páskana í alveg nýtt og þar fylgdu með allar græjur. Ótrúlega sæt og krúttleg íbúð á Sléttuveginum. Svipuð að stærð og sú sem við erum að kaupa. Nema 2ja herbergja. En baðherbergið hjá henni er reddý fyrir partý. Sennilega 3svar sinnum stærra en hjá okkur. Það er nebblega þannig sko hjá okkur að það verður að ákveða sig áður en mar fer inn hvort þú ætlir að leka eða slamma. Þú skiptir sko ekki um skoðun eftir að inn er komið. Annars ekki mikið að frétta þar fyrir utan. Hlakka bara til þegar þetta er allt afstaðið. Og hlakka enn meira til að fá Spánardrósina ógurlegu og Kle í kaffi. Orðið alveg hrikalega langt síðan við héldum fund síðast. Bitrar kerlingar bíta mig í barkann þessa daganna. Þarf að losna við þær. hehehe.... En læt ég staðar numið og held á vit draumanna um betra líf á betri stað.
Yfir og út krúsarknús..................
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Oooo.....en gaman! Ég hlakka til að sjá nýja heimilið. En er þá ekki langt í næsta kaffi fyrst að frúin er á milljón í því að pakka og vesenast...? :-/
Skrifa ummæli