sunnudagur, mars 25, 2007

Bensín komið á tankinn

Jebb, held nebblega að frúin hafi orðið bensínlaus sjálf líka og ekki haft dug í sér að blogga. Búið að vera algjörlega brjálað að gera hjá konunni. Og verður brjálað að gera fram yfir næstu helgi. En ætla samt að setja hér inn nokkrar línur þar sem Diddan mín besta skinn hringdi hér í kvöld og kvartaði sáran yfir bloggleysi frúarinnar. Gengur náttla ekki þessi endemis leti á bænum. Var semsagt general æfing fyrir tónleikana á mánudagskvöldið. Var ekki komin heim af henni fyrr en 11 og var þá bara alveg búin á því. Var nú heima á þriðjudagskvöldið og slakaði bara með syninum. Kallinn að vinna. Kvöldvaktarvika hjá honum. Og þá bara sjáumst við ekki. Ég sofnuð þegar hann skröltir heim og ég farin þegar hann skröltir á fætur. Og hann náttla farinn þegar ég skrölti heim úr vinnu. Tónleikar svo á miðvikudaginn. Og þeir voru bara krúttlegir svo ég taki mér nú orð Sillunnar minnar mér í munn. Hún tók þá upp fyrir mig á Ipodið sitt svo nú er ég búin að hlusta og þetta er sko bara fínt. Aftur tónleikar á fimmtudaginn og þeir voru pínu öðruvísi en þeir fyrri. Ungu stelpurnar voru með söng og dansgjörning í upphafinu og þær vour hreint út sagt frábærar. Byrjuðu á því að syngja eitt lag og dönsuðu svo. Eru búnar að vera í Kramhúsinu í vetur og leyfðu okkur að njóta. Algjörlega frábærar. Fór svo í klippingu og lit í gær og Örn í fermingarklippingu. Svo nú erum við ógó sæt. Myndataka í dag og krílin mín tvö komu líka. Fékk nokkur skot af Erni með þeim. En eitthvað var drengurinn að spara brosin. Eða sko hann vildi ekki sýna tennurnar. Ekki til að tala um. Búið að vera brjálað líka að gera í sýningarstörfum á þessum bæ. Það er að segja sko sýna slotið. Komu 3 að skoða á föstudaginn og eitt tilboð datt í hús í dag. Veit samt ekki hvort við tökum því. Þarf að skoða þetta vel og vand. Anyways, saumaklúbbur á föstudagskvöldið alla leið út á Álftanes. Svo þið sjáið það að það er ekki mikill tími aflögu til bloggskrifa og svona. Er svo með Mikaelin minn í nótt. Algjör prins þessi elska. Ég er sko bara skotin í honum. Algjört músarskott. Svo nú kúrir hann í ömmubóli með Örnin sér við hlið í pabbaholu. Ætli pabbin sofi ekki bara í Arnarbæli í nótt. Gæti sem best trúað því. Svo má ég til með að pæla í einu hér. Er reyndar mikið búin að pæla í þessu. Hvað er eiginlega að verða um þessa þjóð. Nú hefur Vífilfell sett á markaðinn enn eina tegundina af kóki. kók zero. (hehehe... alveg verið að herma eftir pepsi max,,,, ekki spurning). En hvað er með þessar auglýsingar. Er ekki lengur hægt að auglýsa gos án þess að það komi sexi við. Mér er spurt. Í minni búð hangir upp eitt stórt plakat og hvað stendur á því. Ja það skal ég segja ykkur. And I cote..... Því ekki kynlíf og zero forleikur.... End of cote. Halló, er ekki allt í lagi. Og annar frasi. ...... Því ekki brjóstahaldarar og zero krækjur...... Þessari auglýsingarherferð er beint gegn karlmönnum á aldrinum 20 til 35 ára. En hvað með unglingana sem by the way er búið að kenna að lesa. Mér er sko bara tvíspurt. Er orðin svo yfir mig þreytt að þessari kynvæðingu að það hálfa væri nóg. En svo getur fólk rifið sig oní rassgat yfir mynd af ungri og sætri stúlku með fullt af böngsum í kring um sig, af því að hún á að vera í svokallaðir þekktri klámstellingu. Come on. Mér er sko bara þríspurt. Því rífur þessi kelling sig ekki út af þessari kók aulýsingarherferð. Mér er fjórspurt. Og nú er ég hætt að syrja hér. Er bara hlandfúl út í þetta kynlífsauglýsingardót þessa stundin. Og við skulum sko ekki fara út í tónlistarmydnböndi. Ó nei. Ekki hér og nú. En nú ætla ég að fara að lúlla hjá lille mand svo ég geti druslast í þessa fjáröflunaraðgerð kórsins í fyrramálið klukkan 10.30. Líma miða á vatnsflöskur svona 500 stykki eða svo. Verður maður ekki að sýna lit. Er þaggi.


Hér er svo fermingardrengurinn með fyrstu medalíuna af mörgum. Fór í Reykjavíkurmaraþonið með Lonni ´94 á afmælidegi mömmsunar þá rúmlega ársgamall. Ljóshærður og sætur. Það sem ég var glöð að eiga svona glókoll. Er enn glöð með hann þó hann sé ekki glókollur lengur.

Yfir og út krúsarknús................

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það kom að því Gunna mín, hvað varstu svo lengi að koma bensíninu á bílinn, (blogginu) ca. 5 mín. ? Ekki orð um bensínleysi hér meir !!!!!!
Carry on cowboy, elska þig og ástarkveðja, þín Didda bloggathugasemdarmaður,

Nafnlaus sagði...

Ég er svo sammála þér með þessa ZERO herferð. Hún er alveg glötuð og karlrembuleg með meiru! Fólk virðist halda að það sé ekki hægt að selja vöru nema að tengja hana við kynlíf. Kannski eru auglýsingagerðarmenn svona hugmyndasnauðir að það kemst ekkert annað að en kynlíf og megrun í hausnum á þeim. "SEX SELLS"...ég held að það sé frasi sem er að deyja út. :P