fimmtudagur, mars 29, 2007

Allt að gerast

eða þannig sko. Fengum tvö tilboð í slotið um helgina. Gerðum gagntilboð í annað þeirra og það var samþykkt. Gerðum tilboð í slotið sem okkur langar í og fengum gagntilboð frá eigandanum þar. Tókum því. Svo nú bara bíðum við spennt og spennt að fá að vita hvort við sleppum í gegnum greiðslumatið. Cross your fingers for me baby´s. Málið er nebblega að með þessu förum við yfir 70% svo ekki skal fagnað fyrr en kampavínið er komið í glasið. En þetta hlýtur að ganga. Eins og þið vitið er mitt glas alltaf hálf fult en ekki hálf tómt. Er samt búin að vera með smá stress í gangi. Fór að hugsa hvort við værum að gera rétt. Erum náttla að auka skuldastöðu okkar um litlar 5 millur eða svo. En hvað er það milli vina. Sko okkar og bankans. Á móti kemur að hér erum við að borga um 20 þúsundi í hússjóð. Erum að borga viðgerðina á húsinu og svona. Undir venjulegum kringumstæðum værum við að borga ca 16 þúsund. Svo má nú ekki gleyma því að þessi eign er í vesturbæ Reykjavíkur. Og þá getur sponsinn minn lallað sér á æfingar og eytt frístundum sínum með félögunun á grasinu, sem hann gerir ekki hér í gettóinu. Hér er enginn sem nennir að sparka bolta með honum, og svo á hann bara miklu fleiri félaga þarna vesturfrá en hér. Svo hefur hann verið soldið að skrópa á æfingar, því að ef hann er að fara og er með strákunum þá segja þeir að hann megi ekki vera með þegar hann komi aftur ef hann fer. Og þá er freistandi að skrópa til að fá að vera áfram með peyjunum. Ég segi það ekki að þetta tilboðs dót hefði alveg mátt gerast eftir næstu helgi. Nú er fermingarundirbúningurinn á fullu og fullt að hugsa. Svo frúin er í nettu stresskasti þessa daganna. Fór til Sillunnar minnu í dag gerði innkaupalista yfir það sem þarf að kaupa í desertin. Uppskriftin er nebblega frá henni. Tiramisu a la Silla. Eitthvað það besta Tiramisu sem ég hef á minni stuttu ævi smakkað. Nammi namm. Hlakka sko bara til að smjatta á því. Og svo er hún svo yndisleg að hún ætlar að koma hér á laugardaginn og hjálpa mér að búa þetta til. Samt er hún sjálf á fullu í fermingarundirbúningi. Er að ferma 5 apríl. Já maður kemur sko ekki að tómum kofanum hjá henni. Græddi hana í Gospelnum. Þvílík heppni. Svo kom Adda mín hér í kvöld að gera innkaupalista yfir matinn. Sem hún by the way bauðst til að elda. Og betri mat fær maður ekki. Hann er sko ekki tómur kofinn henna heldur. Oh ég á svo góða vini.
Er í fríi á morgun og hinn enda veitir ekki af. En svo ég klári þessa íbúðarumræðu. Ef þetta gengur upp fáum við afhent 14 apríl. Já ég sagði 14 apríl. Eigandinn er búin að vera með slotið í útleigu í eitt ár og hún losna þá. Þannig að við fáum hana afhennta um leið. Við settum reyndar 1 júní í tilboði en það gerir þá bara ekkert til. Þurfum reyndar að standa í smá breytingum, þarf að brjóta niður vegg, pússa og lakka parketið og flísaleggja eldhúsgólfi. Og svo bara þetta típíska. Mála. Shitt kanski á ég ekkert að vera að krota þetta hér. Og svo stoppar allt á bankanum. Úps, nú er glasið víst hálftómt. Turn aronud. Hlakka til að ganga frá þessu. Já miklu betra. Nú var glasið hálffullt. Svo fékk ég svo flotta klippingu og litun hjá henni Ríkey minni um daginn að ég held að ég verði að dobbla hana til að blása hárið og greiða fyrir ferminguna. Get engan vegin gert þetta rétt þannig að litunin njóti sín. Of flókið fyrir mína putta. Jæja ætli það sé ekki best að fara að skríða í ból bjarnar og lúlla í hausinn á sér. Fullt að gera á morgun. Fór með Örn í myndatöku um daginn og lét taka nokkrar af honum með gullmolunum mínum. Hér er ein.
Yfir og út krúsarknús................

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kreisí að gera hjá þér mín kæra. Við Klemens vorum einmitt að spá í að kíkja á þig en mundum svo að ferming er handan við hornið. Kíkjum til þín þegar að púlsinn er kominn í eðlilegt horf ;) Vonandi gengur allt upp með íbúðaskiptin :) Heyrumst svo fljótlega og gangi þér vel að ferma drenginn ;)