föstudagur, mars 16, 2007

Bensínlaus

Jebb. Haldiði ekki að frúin hafi orðið bensínlaus á leiðinni heim úr vinnu í dag. Arrrrggg... Shit mar hvað ég var pirruð. Hélt samt að það gæti ekki verið, ljósið í mælaborðið var rétt byrjað að loga. Komst sem sagt að því að þetta ljós er ekki að virka sem skyldi. Mín mátt labba á næstu bensínstöð og kaupa brúsa og bús á bílinn. Kóræfing í gærkvöldi í Þjóðmenningarhúsinu. Hrikalega strembin og hreint út sagt erfið æfing. Og líka frekar í lengri kantinu. Var ekki búin fyrr en 22.40. Var algjörlega búin á því þegar ég kom heim. Verð hreinlega að sofa með upptökurnar í eyrunum fram að tónleikum. Það er svo mikil coreografía í þessu að það er alveg með öllu vonlaust að halda á möppu. Nú held ég að MP haldi að við séum leikkonur líka. Oh my god. Það á bara að henda manni út í djúpu laugina. Þetta verða samt flottir tónleikar. Algjörlega acapella. Orðið ansi langt síðan maður hefur sungið þannig. Stundum verið svona eitt og eitt lag en aldrei heila tónleika. Litli kallinn minn aftur komin með hita og læti. Keyrði Liljuna litlu með strák til Gest Pálssonar barnalæknis í dag, og nú er hann með bullandi hálsbólgu. Hann tók strok úr hálsi litla mannsins og sendi okkur svo með það á sýklarannsóknardeild LSH. Hringir svo í Lilju á morgun með niðurstöðurnar úr því. Svo ætlar hann að fá einhvern prófessor til að rannsaka ónæmsikerfi drengsins. Mikið var að að einhver gerir eitthvað. Þessi læknir er algjör perla og mæli ég óhikað með honum. Svo loksins fann ég myndahýsil sem ég er að fíla. Fann hann hjá Willu Léttu. Búin að setja nokkrar myndir inn. Tekur sko enga stund. Bara barbabrella og allt komið. Svo nú tek ég mig kanski til um helgina og set inn nokkur albúm.. En nu skal jeg lulle í hausin pa meg.
Yfir og út krúsarknús................

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha ge gata að verða bensínlaus það skéði fyrir mig á ægisíðu í stormi...lét bara kallinn minn labba eftir bensíni HAHAHHAHAHA svoleiðis á það að vera :) ég er annars komin með nýtt blogg..
stelpukjani.blogg.is
tjá bella Ólöf

Nafnlaus sagði...

Ef ég yrði bensínlaus myndi ég hringja urrandi vitlaus í minn mann og segja honum að gjörasvovel að redda þessu :)

Nafnlaus sagði...

Þetta er ég þarna fyrir ofan sko, gleymdi að skrifa kveðja og sonna, alltaf að flýta mér, sammála með Gest Pálsson algjör perla sá maður.
Kv.
Harpa á hlaupum eins og vanalega.

Nafnlaus sagði...

Ertu að segja mér að þú sem að vannst á Select að eilífu amen hafir orðið bensínlaus??? ;) híhíhí! Oh well...ætli það gerist ekki hjá öllum einhvern tímann ;) Svo er bíllinn þinn bara nastí að þykjast eiga meira bensín en hann á en verða svo bara bensínlaus í skítaveðri ;)