mánudagur, mars 05, 2007

Enn ein helgin liðin.

Ótrúlegt hvað þessar helgar eru fljótar að líða. Hlaupa frá manni eins og sk....... sé á hælunum á þeim. Kom samt einhverju í verk. Fór til Sillu í gær og við gerðum boðskortið fyrir ferminguna. Eða sko Silla gerði kortið. Ógisslega flott. Hlakka sko bara til að senda það út. Fæ þau úr prentun á morgun, henda þeim í umslag annað kvöld og pósta á þriðjudaginn. Ekki seinna að vænna. Og mamma gamla lætur sko ekki stoppa sig ef hún tekur eitthvað í sig. Gamla sko bara búin að fá sal fyrir veisluna og alles. Og það sko bara flottann. Mikael Orri minn sæti gisti svo hjá ömmu sinni í nótt. Og það er sko bara ekki fyndið að sjá breytinguna á barninu, eftir að kirtlarnir voru teknir. þetta er bara annað barn. Syngur og dansar, leikur við hvurn sinn fingur. Borðar eins og hann sé á launum við það. Hann er sko bara skemmtilegur. Svo fórum við Mikael í messu í morgun. Það var æskulýðsmessa þar sem fermingarbörnin tóku þátt. Og litli kallinn bara sat eins og engill hjá ömmunni sinni og hafði gaman af. Enda mikill söngur og margir krakkar.
Skruppum svo eftir messu til Stínu með Mirandas dótið sem hún keypti fyrir þó nokkru síðan. Var nú eiginlega komin með móral að vera ekki búin að fara með þetta. En mér var fyrirgefið það. Nú svo held ég að ég bara verði að fara að panta tíma hjá doktor 91210. Fólk talandi um hvað ég sé þreytuleg og svona og ég kanski bara ekkert þreytt. En það er sko bara ekkert fyndið hvað andlit vort hangir. Jebb, dr.91210 næstur á óskalistanum. En nú ætla ég að skríða í ból svo að ég vakni vekjarafjandann í fyrramálið.

Yfir og út krúsarknús.......

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég skil þig að þig langi að hitta doktorinn. Þú sérð líka ekki eftir því, því get ég nánast lofað. Alla vega gerði ég það ekki ;)