þriðjudagur, mars 13, 2007

Freedom, freedom

Think about what you´r trying to do to me..... jejejejejeje...... Hvílíka söngdrottningin. Aretha Franklin. Sit hér með hana í eyrunum og dilla mér svoleiðis í stólnum að mesta undran þykir að hann skuli ekki liðast í sundur undir bossanum á mér. Er annars búin að sitja hér með headsettið á hausnum og syngja síðustu kóræfinga fyrir bóndann og soninn. þeim til ómældrar gleði. Eða þannig sko. En ég er sko ekki að ná þessu öllu. Fer að hafa nokkrar áhyggjur af þessu. Tónleikarnir eru 21 og 22 mars. Og nótulausir takk fyrir takk. Legg ekki meira á ykkur. Fór í dag og sótti kertið í klaustrið. Ótrúlega flott. Held ég hafi bara aldrei keypt svona flott kerti. Allt að smella fyrir blessun drengsinns. Var með kynningu hjá Sillunni minni í gærkvöldi og skemmtum við okkur ljómandi vel. Fór húsmóðirinn algjörlega á kostum með lýsingum sínum á þrifa konunni frægu. Konur voru farnar að grenja úr hlátri. Vantar ekki frásagnarhæfileikana í konuna þá arna. ddlrkdf,c,slæeeioejfdkdioeoss.dlkeroifkckddekfodklcfkl. Oh sorry. Þetta er afrkstur trommusláttar fingra minni í takt við Arethu. Gleymdi mér smá stund. En held ég láti hér staðar numið, athygli mín er öll í eyrum vorum þessa stundina. Geri ekki annað en að laga stafsetningavillur. Og sjálfsagt ekki allar.

Yfir og út krúsarknús............................

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mig langar að fara syngja á tónleikum...
gangi þér vel skotta
ólöf

Nafnlaus sagði...

já og hvað er msn-ið þitt???
ólöf -sóranó