mánudagur, janúar 03, 2005

Bara smá orð í eyra.

Bara rétt að kikka hér inn. Adda kom í dag og var svooooooooo góð og gaf mér ný óþverraspil. Jibbýkóla. King Of Diamonds Tókum að sjálfsögðu svona eins og þrjá. Hún vann tvo og ég einn. Svo kom litla stúlkan með eldspýturnar og við að sjálfsögðu tókum einn og ég vann. híhí... Núh,,, Rúna babe hringdi í mig og við kjöftuðum í næstum klukkutíma. Eitthvað hefur það kostað hana þessa elsku. I miss her like crazy. SadLangar að leika við hana í Play station og svona og knúsa hana líka. En þau hafa það bara gott í sólinni. Og vonandi koma þau í heimsókn í sumar. Ennþá skemmtilegra væri ef ég hefði nú einhvern tíma efni á að heimsækja hana. Kannski að mar gerist áskrifandi að lottó. Maður vinnur víst ekkert ef mar er ekki með. Lottery Jæja ég er nú orðin aðeins rólegri yfir þessari aðgerð sem ég er að fara í. Held að þetta gangi bara allt vel. Get sko bara ekki orðið beðið eftir að sjá árangurinn af henni. Fórum í mat til Guðnýar og Sigga á gamlárskvöld og fengum svínabóg soðinn í bjór. Já alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Og hann var alveg hreit dásamlegur. Svo safaríkur að djúsinn lak úr honum. Mmmmm....Skáluðum í freyðivíni á miðnætti og ég horfði að sjálfsögðu á árið renna út og inn á skjánum og hlustaði á þetta yndislega lag. Nú árið er liðið. Og eins og fyrri daginn varð ég hálf meyr. New Year Cheer 2 Svo var ég að horfa á Ghost með Demi Moore og Patrick Swayze og eitthvað er ég meyr ennþá því að ég bara bull grenjaði. Bolurinn minn var orðinn blautur í hálsmálið eftir öll tárinn sem láku. Ohhh. Hún er svo æðisleg. Og ég ætla bara að biðja ykkur ef þið einhvern tíman sjáið Dirty dancing á DVD endilega látið mig vita. Á hana á spólu og hún er orðin svo slitin að það er ekki gerandi vegur að horfa á hana lengur. Hmmm Mar gæti haldið að konan haldi upp á Patrik Swayze. Hann er frekar flottur. mammmmimammm... Patrick
Jæja ljósin mín læt ég nú staðar numið.

Yfir og út krúsarknús.......... Heart Glasses





Engin ummæli: