föstudagur, desember 31, 2004

Nú árið er liðið í aldanna skaut

og aldrei það kemur til baka. Mikið óskaplega sem mér finnst þetta lag og texti fallegur. Og alltaf fæ ég nú smá kökk í hálsinn þegar það hljómar í sjónvarpinu um leið og gamla árið fjarar út og nýja árið rennur inn. Verða alltaf eitthvað svo tilfinninganæm á því augnabliki. Soldier's Kiss Já elskurnar mínar svona er ég bara. Samt engin áramótaheit. Var að koma úr vinnunni og nú komin í soldið langt frí. Eða þar til í mars. Er að fara í tjéða aðgerð sem hefur áður verið nefnd hér, (verð samt ekki með neinar útskýringar á henni hér, allavega ekki strax) Fer í hana 4 janúar og er ég núna í nettu kvíðakasti. Kvíði bara alveg hreint órtúlega fyrir þessu. Kom mér soldið á óvart þar sem ég hefi nú hugsað um þetta í 2 ár. Fór í morgun í innritun og blóðprufur og svoleiðis og búmm. Þungur steinn í mallann. Komst líka að því að allir læknar eru orðnir yngri en ég og mér finnst það ekki gott. Vil hafa þá svona á miðjum aldri eins og þegar ég var tuttugu. Hmmm. Eða ég kanski sjálf komin á miðjan. ha,. Finnst þetta allt vera hálfgerðir stráklingar. En sjálfsagt færir í sínum fögum alveg eins og þessir miðaldra fyrir 2o árum síðan.. Nurse ´Hjúkkurnar líka hálfgerð stelpuskott. Og talandi um stelpuskott. Var að klára bókina hans Sigmundar Ernirs og þvílíkur snilldar rithöfundur sem sá maður er. Hann hefur þvílíkt vald á íslenskri tungu og er ótúrlega klár að smíða þau saman.(orðin) En þvílík barátta og erfiði að ala upp þessa litlu skottu. Svona fólk á sko heiður skilin. Svo kvartar maður og kveinar undan blessuðu heilbrigðu börnunum sem ekki nenna að taka til, nenna ekki að læra og suða og sínkt og heilagt í búðum. Fussu svei, maður ætti sko að skammast sín. Og hana nú... Daycare Alveg er ég ótrúlega ánægð með litlu kallana mína.
En held að nú sé nóg komið.

Gleðilegt nýtt ár ljósin mín og hamingjuríkt nýtt ár.
Kem sjálfsagt ekki hér inn fyrr en um miðjan janúar.
Happy New Year
Engin ummæli: